Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 16
16 28. september 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvar- andi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óum- flýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahags- kreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnu- leysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumark- aðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmála- flokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasam- taka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í fram- kvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjara- samninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkis- stjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjár- muni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri ein- staklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þús- und atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þús- und og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niður- greiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Vinnum saman Atvinnumál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnar- innar og aðila vinnu- markaðarins lykilatriði. T alið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungu- mála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðl- um. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafn- stórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á staf- rænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungu- mála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýs- inga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungu- mál menn ætla að tala,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það,“ bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikil- vægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu sam- skipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að mark- aðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sam- eiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum til- verunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Þróun og fjárfesting í máltækni skiptir sköpum fyrir framtíð íslenskunnar: Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Skrítin tillitssemi Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti í gær að hún hygðist láta af störfum sem þingmaður og formaður Sam- fylkingarinnar. Ekki verður sagt að tilkynningin hafi komið á óvart og umræður um arftaka Jóhönnu voru löngu farnar af stað. Þegar viðbragða var leitað var hins vegar viðkvæðið að ekki væri rétt að ræða þau mál á þessum degi. Þetta er skrítin tillitssemi. Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins á þingi og það hlýtur að skipta máli hver stýrir henni. Það varð ekkert dauðsfall, Jóhanna tilkynnti bara um brotthvarf sitt. Persónudýrkunin er varla slík að það þurfi að fara í gegnum sorgartímabil við tíðindin? Deilt um nefndir Alþingismenn tókust á um það í gær hvort vísa ætti rammaáætlun til umhverfisnefndar eða atvinnuveganefndar og vitnuðu talsmenn beggja sjónarmiða í þingsköp máli sínu til stuðnings. Snjóhengja í Karþagó Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, tengdi nefndadeiluna hins vegar við snjóhengjuna í Seðla- bankanum og enginn friður yrði um virkjanir í biðflokki fyrr en kröfuhafar fengju sitt greitt úr þrotabúum gömlu bankanna. Milljarðar yrðu fjárfestir í virkjunum, eignabóla myndaðist og heimilin í landinu liðu fyrir það. „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði,“ sagði Kató gamli í lok hverrar ræðu í Rómaborg. Snjóhengjan er að verða Karþagó Lilju. kolbeinn@frettabadid.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR VINSÆLASTA LEIKJASKJÁKO MEIRA ÚRVAL SKJÁKORT - MÓÐURBORÐ RTIÐ OKKAR MSI NVIDIA GeForce GTX 660 Ti Nýjasta kynslóð NVIDIA grafíkkjarna og þriðju kynslóðar PCI Express. 2GB GDDR5 minni fyrir stóra eða marga skjái. Twin Frozr IV - betri kæling og minni hávaði. Miklir tengimöguleikar með 2 x DVI, 1 x Display porti og 1 x HDMI. BETRI GRAFÍK Í LEIKINA POWER EDITION 54.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.