Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottavélar og þvottaefni FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 20124
Til að föt og klæði haldist falleg í sem lengstan tíma borgar sig að athuga þvottaleiðbeiningar
vel áður en þeim er skellt í þvotta-
vélarnar. Sum föt þola ekki mikinn
hita og önnur þola alls engan þvott
og þarf þá að setja þau í hreinsun í
efnalaug.
Nýjan fatnað ætti að þvo áður
en hann er notaður. Þannig mýkist
hann og óæskileg efni sem ef til vill
hafa komist í hann í flutningi eða við
framleiðslu nást úr.
Svo liturinn haldist sem best í
flíkunum þarf að flokka þvottinn
eftir lit og hve hátt hitastig er gefið
upp á hverri flík. Einnig er snið-
ugt að aðgreina flíkur sem notaðar
eru dags daglega og þær sem not-
aðar eru spari. Föt sem eru með
sterka liti þarf að þvo sér því ann-
ars smitast liturinn yfir í aðrar flík-
ur, sérstaklega þegar þau eru þveg-
in í fyrsta skipti. Gallabuxur láta til
dæmis einhvern lit í hvert skipti sem
þær eru þvegnar.
Heppilegt er að þvo þvott á röng-
unni, sérstaklega litaðan þvott. Það
fer betur með fötin á meðan á þvott-
inum stendur og dregur úr líkum á
að þau hnökri.
Ekki er mælt með að geyma
óhreina þvottinn lengi í þvottakörf-
unni. Því fyrr sem þvotturinn er
þveginn, því líklegra er að óhrein-
indin náist úr efninu. Ef erfiðir blett-
ir eru í fötunum er nauðsynlegt að
meðhöndla þá sérstaklega með
blettaeyði eða öðrum ráðum og þvo
flíkina síðan á hefðbundinn hátt.
Varast skal að nota of mikið
þvottaefni. Uppgefið magn á
þvottaefnum er yfirleitt miðað við
vatn sem er kalkríkt en kalda vatn-
ið hér á landi hefur lítið kalkinni-
hald og nær ekki að leysa upp allt
þvottaefnið ef mikið er notað. Þá
sest það í þvottinn og skilur eftir
gráa bletti. Oftast má helminga
það magn sem upp er gefið.
Til að vernda þvottavélina er
nauðsynlegt að tæma alla vasa
af smáhlutum og sniðugt er að
renna öllum rennilásum á fötun-
um. Gott er að þvo einstaka sinn-
um á 60 gráðum til að hreinsa vél-
ina og varast skal að ofhlaða hana.
Skoðið leiðbeiningar
Margir hafa lent í því að taka út bleikar flíkur úr þvottavélinni sem voru hvítar
áður en þær fóru inn. Mikilvægt er að huga vel að því hvað sett er saman í
vélina og hvaða stillingar vélarinnar eru valdar.
Flíkur í sterkum litum ætti að fara saman í vélina.
● Fyrsta þvottavélin kom fram á sjónarsviðið árið 1760. Þetta var
viðarkassi sem fylltur var af fötum og vatni og knúinn handafli.
● Þvottavélar nota rúmlega fimmtung alls vatns sem notað er í
Bandaríkjunum.
● Í könnun sem VR gerði árið 2010 kemur fram að konur bera
langmesta ábyrgð á þvotti heima fyrir. Á það við alla aldurs-
hópa en yngri karlmenn (35 ára og yngri) eru þó mun duglegri
en eldri karlmenn við þvottinn.
● Stór hluti allra sokka, eða um 93%, sem týnast í heiminum
hverfur í þvottavélum. Engum hefur tekist að finna skýringuna
á því enn þann dag í dag.
● General Electric, Kenmore, Maytag og Whirlpool eru fjórir
stærstu þvottavélaframleiðendur í heimi.
● Þvottavélar sem hafa hurð að framan eru skilvirkari og þrífa
betur en þær sem hafa hurð ofan á vélinni.
● Þvottavélar eru í þvottahúsum á helmingi bandarískra heimila.
Aðrir staðir á heimilum eru til dæmis baðherbergi og eldhús.
● Rúmlega 21 milljón þvottavéla var seld í Evrópu á síðasta ári.
● Fyrsta rafknúna þvottavélin var kynnt til sögunnar árið 1908 og
var hönnuð af Alva J. Fisher. Hún bar nafnið „The Thor“. Það var
fyrirtækið Hurley Machine Company í Chicago í Bandaríkjun-
um sem setti vélina á markað.
● Fyrstu þurrkararnir komu fram snemma á 19. öld í Englandi og
Frakklandi. Þeir voru handknúnir og þá yfirleitt yfir eldi. Fyrsti
rafknúni þurrkarinn kom á markað árið 1915.
● Þvottavélar eru kannski ekki uppspretta mikilla menningar-
afreka en þó gerði ítalski leikstjórinn Ruggero Deodato mynd-
ina The Washing Machine (Vortice mortale) árið 1993. Deodato
er helst þekktur fyrir hryllingsmyndina Cannibal Holocaust
frá árinu 1980. Myndin segir frá lögreglumanni sem rannsak-
ar morð á manni sem fannst sundurlimaður í þvottavél. Inn í
rannsóknina flækjast unnusta látna mannsins og tvær systur
hennar. Myndin var ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna.
● Rokksveitin goðsagnakennda Sonic Youth gaf út plötuna
Washing Machine árið 1995, stuttu eftir að hafa lokið hljóm-
leikaferð sinni með Lollapalooza-tónlistarhátíðinni sama ár.
Platan náði 39. sætinu á breska breiðskífulistanum.
● Konur í Bandaríkjunum sjá í 90 prósentum tilfella um þvottinn
á heimilinu.
● Sumir hafa gengið svo langt að líkja tilkomu þvottavéla á sínum
tíma og áhrifum þeirra á stöðu kvenna við getnaðarvarnarpill-
una og rétt kvenna til að fara út á vinnumarkaðinn. Tímasparn-
aðurinn samanborið við handþvott er gríðarlegur.
● Íslendingar ættu ekki að nota jafn mikið af þvottaefni og gefið
er upp á erlendum pakkningum. Uppgefið magn á kíló af þvotti
er oftast reiknað fyrir kalkríkt vatn en kalda vatnið hér á landi
hefur lítið kalkinnihald og nær ekki að leysa upp allt þvottaefn-
ið ef mikið er notað. Þá sest það í þvottinn og skilur eftir gráa
bletti. Oftast má helminga það magn sem upp er gefið.
Misgagnlegar stað-
reyndir um þvottavélar
Húsasmiðjan er með gott úrval þvottavéla og þar á meðal eru vélar frá Electro-
lux en fyrirtækið er þekkt fyrir
mikil gæði í raftækjum sínum.
„Við bjóðum upp á þvottavélar frá
Electrolux fyrir mjög breiðan hóp
viðskiptavina en vélarnar taka frá
sex kílóum af þvotti og allt upp í
tíu kíló,“ segir Auður Auðunsdótt-
ir, hjá söludeild Húsasmiðjunn-
ar. „Við erum með mjög einfald-
ar og góðar eitt þúsund snúninga
vélar sem taka sex kíló. Einnig
1200 snúninga vélar sem taka líka
sex kíló. Svo erum við með vélar
sem taka sjö kíló og þær eru bæði
1400 snúninga og 1600 snúninga.
Síðastnefnda vélin er með kola-
lausum mótor, sem er aflmeiri og
hljóðlátari.“
Auður segir allar þessar vélar
eiga það sameiginlegt að vera mjög
auðveldar í notkun en þær eru með
skjái sem sýna bæði kerfi og þvotta-
tíma. „Í dag eru þvottavélar með
val um styttingu á þvottakerfum.
Það þýðir að hægt er að velja hvaða
þvottakerfi sem er og stytta þvotta-
tímann niður í allt að þrjátíu mínút-
ur. Það fer eftir því hvaða kerfi valið
er hversu mikið er hægt að stytta
tímann.“
„Við eigum von á nýjung í þvotta-
vélalínuna hjá okkur í haust sem
við bíðum spennt eftir. Það er 1400
snúninga vél frá Elektrolux sem
tekur tíu kíló. Hún hefur sérstakt
gufukerfi sem hentar vel fyrir fatn-
að sem krumpast gjarnan en kerf-
ið gefur nokkurs konar „gufu skot”.
Stærð tromlunnar er 69 lítrar og
vélin er með skynjara sem lætur
vita ef hún er ofhlaðin. Mótorinn
er með aukið afl og er sérstaklega
hljóðlátur. Af öllu þessu má heyra
að þetta er þvottavél sem vert er að
koma og skoða. Sjón er sögu ríkari,“
segir Auður.
Auk þessa má geta að Húsa-
smiðjan var fyrsta fyrirtækið sem
bauð fimm ára ábyrgð af vinnu og
varahlutum heimilistækja og hún
rekur sitt eigið raftækjaverkstæði.
Auðveldar í notkun
Húsasmiðjan býður upp á gott úrval gæðaþvottavéla sem eru auðveldar í
notkun. Von er á nýrri vél frá Electrolux sem tekur allt að tíu kíló af þvotti.
Raftæki frá Electrolux eru þekkt fyrir gæði.
Auður á von á nýjung frá Electrolux í Húsasmiðjuna í haust. Hún segir það þess virði að koma og skoða þvottavélina sem von er á. MYND/VALLI