Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGPrentsmiðjur FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is sími 512 5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch
der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir
árið 1530. Hvort sem hér er vísun til prentunar bókar á íslensku eða
á Íslandi er heimildin eldri en nokkur önnur sem enn er kunn.
Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, f lutti fyrstu
prentsmiðjuna til landsins. Hún var staðsett á Breiðabólstað í Vestur-
hópi en var síðan flutt að Hólum í biskupstíð Guðbrands Þorláksson-
ar. Það er ekki full vissa um hvaða ár þetta átti sér stað en talið er að
það hafi verið í kringum 1530. Um þetta leyti barst pappír einnig fyrst
til landsins og gerbreytti það bókagerð þar sem kostnaður minnkaði
til muna frá því sem var þegar skinnin voru allsráðandi.
Fyrsti prentarinn hér á landi er talinn hafa heitið Jón Matthías-
son eða Mattheusson og verið kallaður hinn sænski. Hann prentaði
eina bók á latínu, Breviarium Holense, á Hólum í tíð Jóns biskups
Arasonar.
Fyrsta prentun á Íslandi
Sænska Kulturhuset í Stokkhólmi hefur dregið þá ákvörðun sína
til baka að henda Tinnabókum út af bókasafni menningarhúss-
ins. Ákvörðunin olli miklu fjaðrafoki í Svíþjóð. Forráðamenn
Kulturhuset vildu meina að í Tinnabókum mætti finna kyn-
þáttafordóma í garð blökkumanna, araba og Tyrkja. Gagnrýn-
endur þessarar ákvörðunar töldu að ef Tinni færi út af bókasafn-
inu þyrfti einnig að fjarlægja Línu Langsokk og bentu á negratal
hennar því til staðfestingar. „Lína lætur sig til dæmis dreyma um
að eignast negra.“
Einnig var bent á bækur Enid Blyton um fimmmenningana þar
sem skúrkar eru oftast sígaunar eða af öðrum dökkum kynstofni.
Jafnvel Babar ætti ekki rétt á að fá sæti í bókahillu safnsins. Gagn-
rýnendur þessarar ákvörðunar voru mjög á móti því að fólk væri
matað á bókum eftir því sem forráðamönnum Kulturhuset þókn-
aðist.
Herman Lindqvist, rithöfundur og blaðamaður, gekk svo langt
að spyrja hvort Kulturhuset vildi ekki henda út Biblíunni, Kóran-
inum, heimssögunni og Shakespeare. „Út með Þúsund og eina
nótt, Dostojevskij, Dumas, Strindberg, Rydberg og Topelius og
Runeberg,“ segir hann meðal annars í grein í sænsku dagblaði
sem vakti mikla athygli.
Tinna ekki úthýst
Starfsemi prentsmiðja og störf prentara hafa tekið miklum breytingum undan-
farna áratugi og munar þar helst
um tilkomu tölvutækninnar. Árni
Sörensen, verkstjóri hjá Ísafoldar-
prentsmiðju, hefur starfað í grein-
inni síðan árið 1966 eða í næstum
því hálfa öld. Hann segir starf-
semi prentara hafa gjörbreyst á
þessum tíma. „Tilkoma tölvunn-
ar í prentiðnaðinum hefur eðli-
lega gjörbreytt öllu umhverfinu.
Þegar ég hóf störf árið 1966 var allt
unnið með blýi. Þróunin var úr
blýi yfir í filmur en núna er unnið
í tölvum og sent í prentvélarnar.“
Árni hóf störf eins og fyrr segir
árið 1966 en stundaði nám á sama
tíma í Iðnskólanum. Fyrstu árin
starfaði hann hjá prentsmiðj-
unni Odda sem var á þeim tíma
á Grettis götu í Reykjavík en hefur
um langt skeið starfað hjá Ísafold-
arprentsmiðju í Garðabæ.
„Þrátt fyrir gríðarlega mikl-
ar breytingar í greininni undan-
farna áratugi sem snúa að tækj-
um og vinnubrögðum hafa verk-
efni sem slík ekki breyst mikið.
Við erum enn að prenta bækur,
bæklinga og ýmsar aðrar vörur.
Þegar ég byrjaði var þó ekki mikið
um litaprentun en nú er auðvitað
allt í lit. Svo hafa auðvitað afköstin
margfaldast á þessum tíma enda
vinnum við nú með öflugar tölv-
ur og góðar prentvélar.“
Árni nefnir þó framleiðslu
tveggja vara sem hafa aukist
mikið undanfarin ár. „Við prent-
um miklu meira af auglýsinga-
bæklingum en áður. Það var
ekki mikið um þá hér áður fyrr
en nú eru þeir stór hluti af starf-
semi okkar. Einnig má nefna kilj-
ur en framleiðsla þeirra hefur
vaxið gríðarlega undanfarin ár.
Hér áður fyrr voru allar bækur
innbundnar en það hefur mikið
breyst.“
Prentsmiðjur hérlendis finna
minna fyrir samkeppni erlend-
is frá en fyrir 10-20 árum að sögn
Árna. „Áður var algengara að
bækur væru prentaðar erlendis
en mér finnst það vera að breytast
með hruni krónunnar.“ Aðspurð-
ur um framtíðarhorfur í prent-
iðnaðinum segir Árni erfitt um
slíkt að spá. „Mig óraði ekki fyrir
þessum breytingum sem urðu á
greininni þegar ég hóf störf árið
1966. Mér þykir þó líklegt að raf-
bækur og rafræn tímarit muni
vaxa mikið en ég held nú samt að
margir vilji líka hafa eitthvað til
að fletta og skoða í höndunum.“
Tölvurnar breyttu öllu
Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi prentsmiðja hérlendis. Hrun
krónunnar hefur fært bókaprentun heim aftur.
Árni Sörensen, verkstjóri hjá Ísafoldarprentsmiðju, segir margt hafa breyst í starfsemi
prentsmiðja undanfarna áratugi. MYND/ANTON
12% afsláttur hjá Osushi í Borgartúni og Pósthússtræti.*
Virkjaðu kreditkortið þitt og annarra fjölskyldumeðlima á mínar síður á
www.stod2.is. Ört vaxandi hópur samstarfsaðila. Fylgstu með!
NÝTT OG ÖFLUGRA
FRÍÐINDAKERFI
sjálfvirkur afsláttur frá samstarfsaðilum
beint í vasa áskrifenda
12%
afsláttur
*Gildir aðeins ef keypt er fyrir 2.000 kr. eða meira