Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottavélar og þvottaefni FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Verslu nin Eir v í k hef u r selt Miele-þvot tavéla r til margra ára. Miele er þýskt gæðamerki og þekkt um allan heim fyrir vandaðar vörur. Þvottavélarnar eru framleiddar í Þýskalandi en Miele hefur fram- leitt þvottavélar þar í landi í rúm- lega 100 ár. Þórdís Sigurgeirsdótt- ir, annar eigenda Eirvíkur, segir þvottavélarnar vera mikla gæða- gripi. „Þvottavélarnar frá Miele hafa verið seldar á Íslandi frá árinu 1930. Þær eru því Íslend- ingum að góðu kunnar eins og aðrar vörur frá Miele.“ Þvotta- vélarnar eru frábrugðnar öðrum vélum hérlendis að sögn Þór- dísar að því leyti að tromlan er ryðfrí með vaxkökumynstri sem fyrirtækið hefur einkarétt á. „Ytri belgurinn er úr ryðfríu stáli og inniheldur ekkert plast. Vélarn- ar eru þungar og traustar og um leið stöðugar.“ Að sögn Þórdísar eru Miele-þvottavélarnar smíð- aðar með það í huga að endast í 10.000 vinnustundir sem er allt að helmingi lengri ending en hjá öðrum þvottavélum. „Það gerir endingu upp á 18-24 ár, allt eftir því hversu margir eru á heimili og hversu oft er þvegið. Miele-vél- arnar okkar hafa einnig íslenskt stjórnborð og hafa haft það í mjög mörg ár. Allar leiðbeiningar eru líka á íslensku. Vélarnar hafa mörg skemmtileg þvottakerfi. Auðvitað hafa þær þessi helstu þvottakerfi, til dæmis fyrir bóm- ull og gerviefni, en líka gott ullar- og silkikerfi og svo handþvotta- kerfi fyrir þá sem til dæmis vilja þvo lopapeysur í vélinni. Einnig hafa vélarnar kerfi fyrir skyrtur, gallaefni og svo hraðþvottakerfi sem er mjög vinsælt.“ Iðnaðarvélar fyrir stórnotendur Eirvík selur líka iðnaðarvélar sem eru öflugar og endingarmiklar vélar. „Þær henta vel í fjölbýlis- hús, sambýli og fyrirtæki og svo hafa þær verið mjög vinsælar fyrir skipaflotann okkar, bæði fiski- og fraktskip. Þær eru að mestu leyti eins og hinar vélarnar nema þær eru gerðar fyrir 30.000 vinnu- stundir en þessar vélar eru gerðar fyrir stöðuga notkun.“ Hún segir iðnaðarvélar líka bjóða upp á að hægt sé að tengja þær við þriggja fasa rafmagn. „Þannig er hægt að setja inn á þær heitt vatn sem þýðir að þær eru mun fljótari með til dæmis suðuþvott. Svona hlutir skipta auðvitað máli þegar tíminn er knappur og margir eru að nota hverja vél, eins og til dæmis í fjöl- býlishúsum.“ Úrvals þvottaefni Miele framleiðir líka þvottaefni sem er til sölu hjá Eirvík. Um er að ræða mjög góð efni sem henta fyrir allar þvottavélar. „Þetta eru rosalega góð þvottaefni sem eru framleidd bæði fyrir hvítan þvott og litaðan þvott. Einnig er til sér- stakt þvottaefni fyrir ull, silki og dún og einnig íþróttaföt. Efnið fyrir íþróttafötin hefur verið sér- staklega vinsælt hjá okkur. Allir sem prófa það koma aftur og aftur og vilja kaupa meira. Við önnum varla eftirspurn svo vinælt er það. Það svínvirkar á íþróttafötin.“ Þýskar gæðavélar í yfir hundrað ár Þvottavélar frá Miele eru þekktar fyrir góð gæði og fallegt útlit. Vélarnar eru hannaðar með langan endingartíma í huga. Iðnaðarvélar frá Miele duga þrefalt lengur en aðrar vélar. Þvottavélar, vatnsveita, raf-magn og nútímatæknivæð-ing gera það að verkum að við þvoum allan þvott heima hjá okkur, hengjum á snúrur innandyra eða fleygjum öllum herlegheitun- um í þurrkara. Ekki er þó svo langt síðan öldin var önnur og þvottaað- staðan var víðs fjarri heimilinu. Frá því þéttbýli myndaðist í Reykjavík og fram til ársins 1930 voru þvotta- laugar heimilanna í Laugardal. Þær voru mikið notaðar til þvotta af hús- mæðrum og vinnukonum þeirra. Burðast langar leiðir Erfitt er fyrir ungt fólk í dag að ímynda sér þá þrekraun sem þvotta- ferðir voru á þessum tímum. Kon- urnar gengu f lestar frá miðbæ Reykjavíkur inn í Laugardal sem er um þriggja kílómetra leið. Þessa leið þurftu konurnar að ganga með bala, fötu, klöppu, þvottabretti, sápu, sóda, kaffikönnu, bolla, brúsa, nesti og allan þvottinn. Öllu var hag- anlega komið fyrir í stórum trébala sem þær roguðust með bognar í baki yfir hóla og hæðir, oft í gegn- um blautt gras og torfarna stíga. Þvottur dagsins gat tekið 10-15 klukkustundir og þá tók við ganga heim með þungan og blautan þvott. Þessa vinna fór fram allt árið í mis- jöfnum veðrum. Á veturna bættust svo yfirhafnir og ljósfæri við burð- inn. Á þessum tíma áttu fáir stíg- vél og því voru þvottakonur víst oft gegnvotar til fótanna ef bleyta var í jörð. Undið í höndum Þurrkun þvotts fór fram utandyra eftir fremsta megni. Snúrur voru við þvotthús þvottalauganna sem voru fullnýttar á góðviðrisdögum. Þá var brugðið á það ráð að fleygja þvottinum yfir girðingar og á gras. Örfáir voru með þurrkloft, þvotta- hús eða kjallara heimafyrir þar sem hægt var að þerra. Miklu skipti að vinda þvottinn vel til að flýta fyrir þurrki. Til loka 19. aldar var allur þvottur undinn í höndum, en upp úr aldamótum komu handhægar tau- rullur til að vinda sem sumar konur höfðu meðferðis. Það bætti að vísu á byrðina en til móts kom að miklu gat munað í kílóum á heimleiðinni ef þurrkunin tókst vel. Eldað í Laugunum Langir dagar við laugarnar kröfð- ust næringar. Oft var fiskur, kart- öflur eða kjöt soðið í heitu vatn- inu. Maturinn var vafinn í tuskur og settur ofan í laugarnar eða í litlar fötur. Kaffi var lagað úr heitu vatn- inu en það var ómissandi þáttur í lífi þvottakvenna og barna sem oft voru með í þvottaferðum. Reykvísk börn voru vanin á að drekka kaffi á þess- um tímum og mjólk var munaður sem alþýðufólk naut sjaldan. Dauði í laugunum Á árunum 1884-1901 létust þrjár konur eftir að þær höfðu hrasað við hverina í laugunum og brennst illa. Í Fjallkonuna var skrifuð grein þar sem hvatt var til að settar yrðu upp grindur yfir laugarnar til að hindra að þvottakonur og börn þeirra féllu þar ofan í. Þar var ritað: „Verið getur að mönnum sýnist þetta óþarfi og að ekkert þyki á móti því að sjóða nokkra kvenmenn í hvernum enn þá.“ Eftir það var í fyrstu farið að huga að auknu öryggi og árið 1902 voru hlaðnir veggir í kringum laug- arnar og grindur settar yfir. Breyttir tímar Byrjað var að leggja veg árið 1885 að laugunum sem tilbúinn var fimm árum síðar. Hið íslenska kvenfé- lag stóð fyrir vagnferðum að laug- unum til að létta hinu þunga oki af þvottakonunum. Deilt hafði verið á að konur væru notaðar sem burðar- klárar og var þetta þáttur í baráttu kvenna gegn því. Ferðirnar stóðu þó skammt og 600 ferðum og ári seinna voru þær lagðar af. Ástæðan var hár kostnaður sem heimilin gátu ekki staðið undir. Um tauma hest- vagnsins héldu karlar sem þáðu allt að helmingi hærri laun en þvotta- konurnar sem strituðu daglangt við laugarnar. Konur héldu því enn um sinn áfram að þjóna hlutverki burð- arklára allt til ársins 1917. Þá ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að bjóða upp á laugarferðir þar sem þvottur var sóttur á fimm staði í Reykjavík. Konurnar þurftu þó enn að ganga því aðeins var fluttur þvottur og þvottabalar á vagninum. Konur notaðar sem burðarklárar Á nítjándu öldinni og fram á þá tuttugustu báru konur þvottabala fulla af þvotti á bakinu marga kílómetra í þvottalaugarnar í Laugardal. Vinnudagurinn var tíu til fimmtán klukkutímar. Nú bera konur og karlar þvottinn í þvottavélina heima hjá sér. Langir dagar við laugarnar kröfðust næringar. Oft var fiskur, kartöflur eða kjöt soðið í heitu vatninu. Maturinn var vafinn í tuskur og settur ofan í laugarnar eða í litlar fötur og kaffi var lagað úr heitu vatninu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.