Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
VIÐSKIPTI Lýður og Ágúst Guð-
mundssynir, stofnendur Bakka-
varar, hafa varið um sex milljörðum
króna í kaup á hlutum í Bakkavör af
íslenskum aðilum, samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins.
Á meðal þeirra sem hafa selt
þeim hluti eru þrotabú Glitnis og
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins. Bræðurnir buðu fyrst um 70
aura í hverja nafnverðskrónu en
bjóðast nú til þess að kaupa á yfir
eina krónu. Innra virði félagsins
miðað við eigið fé er 20 milljarðar.
Á hluthafafundi Bakkavarar
Group í gær var samþykkt að slíta
íslenska félaginu en kröfuhafar
eignast á móti hlut í nýju bresku
móðurfélagi samstæðunnar. Á aðal-
fundi Bakkavarar í maí var sam-
þykkt að leyfa bræðrunum að kaupa
fjórðungshlut í félaginu á um fjóra
milljarða. Heimildir Fréttablaðs-
ins herma að aðilar á þeirra vegum
hafi síðan reynt að kaupa út aðra
hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð
ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut
í félaginu.
Greint hefur verið frá því að
félög í eigu bræðranna, Korkur
Invest og BV Finance, hafi undan-
farið komið með umtalsverða fjár-
muni til landsins í gegnum fjár-
festingarleið Seðlabankans. Þannig
greindi Morgunblaðið frá því í gær
að bræðurnir hefðu komið með
463 milljónir til landsins í júlí og
þá gaf Korkur Invest út 1,5 millj-
arða skuldabréf í maí eftir að hafa
nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjár-
festingarleiðin er liður í áætlun
stjórnvalda um afnám gjaldeyris-
hafta en með henni er fjárfestum
gefinn kostur á að kaupa krónur
fyrir erlendan gjaldeyri með um
20% afslætti.
Stærsti einstaki hluthafi Bakka-
varar nú er Arion banki með 34%
hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlun-
armanna 7% og Gildi lífeyrissjóð-
ur um 5%. Þessir aðilar hafa stað-
ið gegn því að bræðurnir eignist
meirihluta í félaginu. Vill hópurinn
frekar ræða við erlenda aðila sem
hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti
á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreif-
ingar eru þó á frumstigi. - þsj / mþl
PRENTSMIÐJURFÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 KynningarblaðPrentið hefur breystJólabók fyrir 50 árumTinni vekur athygliFyrsta prentunBlekið
Ísafoldarprentsmiðja mun í nóvember taka í notkun hrað-virkustu og fullkomnustu arkar prentvél landsins. „Þessi viðbót gerir okkur kleift að framleiða stærstu arkaprents-verkefnin og öll helstu um-búðaverkefnin í mestu mögu-legum gæðum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sölu- og markaðs-stjóri.
Í safoldarprentsmiðjan fagnar 135 ára af-mæli á þessu ári með því að koma af full-um krafti inn á umbúðamarkaðinn. Fullkomnasta arkaprentvél landsins„Við höfum gengið frá kaupum á nýrri arka-prentvél sem verður sú fullkomnasta og hrað-virkasta á íslenskum prentmarkaði. Hún er einnig með stærsta prentformatinu á landinu. Vélin verður komin í gang í nóvember,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Ísafoldarprentsmiðju. Hjá Ísafold er ávallt reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavin-anna og eftir fjölda óska um umbúðaprent-anir var ákveðið að fara í þetta stóra verkefni. „Þessi viðbót gerir okkur kleift að framleiða stærstu arkaprentsverkefnin og öll helstu um-búðaverkefnin í mestu mögulegum gæðum.“ Ábyrgur rekstur
Ísafold er eitt þeirra fyrirtækja sem státað geta
af því að hafa farið í gegnum hrunið og krepp-
una en standa enn á uppréttum fótum. „Við
finnum fyrir því að fyrirtæki og einstakling-
ar vilja í auknum mæli skipta við þá sem hafa
staðið sig í kreppunni og eru með ábyrgan
rekstur. Við erum að fara í fyrstu stóru fjár-
festingu prentiðnaðarins á Íslandi f iog sjáu
góða gengi má þakka starfsfólki Ísafoldar-
prentsmiðju sem hefur lagt mikla vinnu í að
auka vöruframboðið og bæta þjónustuna.
Það hefur skilað sér í fleiri viðskiptavinum og
ánægðari. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar
besta auglýsing.“
Lækkað verð til frambúðarHaraldur segir fyrirtæki mun opnari fyrir því
að skoða nýjar leiðir til hagræðingar í rekstri
nú en áður. „Við höfum hlustað á okkar við-
skiptavini og fundið ódýrari lausnir fyrir
þá. Til dæmis höfum við náð frábærum á
angri með nýj l
Ísafoldarprentsmiðja fer í umbúðaframleiðslu-Stærsta fjárfesting í prentiðnaðinum eftir hrun
„Við erum full tilhlökkunar að takast á við umbúðamarkaðinn og teljum okkur geta lækkað þar verð til frambúðar,“ segir Haraldur og hvetur alla umbúðanotendur til að
hafa samband við Ísafoldarprentsmiðju.
MYND/ANTONPRENTAÐ Í 135 ÁRÍsafoldarprentsmiðja er elsta prentsmiðja landsins, stofnuð 1877 og hélt því upp á 135 ára
afmæli sitt á þessu ári. Daglega eru þar prentuð 90.000 eintök af Fréttablaðinu sem dreift er
inn á heimili landsmanna. Þar eru leystar allar prentþarfir fyrirtækja og reglulega prentuð dag-
blöð, fjölpóstur, bæklingar, tímarit, ársskýrslur, umbúðir, bréfsefni, umslög, nafnspjöld og fleira.
Ísafoldarprentsmiðja er með umhverfisvottun Svansins og er aðili að rammasamningi Ríkis-
kaupa. Hjá fyrirtækinu starfa 60 manns í 7.000 fermetra húsnæði í Suðurhrauni 1 í Garðabæ.
Kynningarblað Þvottalaugar, þvottaráð,
þvottastaðreyndir, þvottavélar, þvottaefni
ÞVOTTAVÉLAR
FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
&ÞVOTTAEFNI
Milt án ilmefnaMilt er án allra ilmefna. Ilmefni geta
orsakað ofnæmisviðbrögð, jafnvel þó
aðeins sé um litla lykt að ræða. Of-
næmi getur lýst sér sem erting í húð,
útbrot og öndunaróþægindi. Ilmefni
hafa ekki áhrif á hreinsivirkni þvotta-
efnis og eru því ekki nauðsynleg. Milt án bleikiefnaMilt inniheldur ekki ljósvirk bleiki-
efni, en slík efni geta valdið ofnæmi
og eru skaðleg umhverfinu. Með notk-
un á Milt-þvottaefni verndar þú um-
hverfið þar sem minni losun er á
efnum sem fara út í vatnið og geta
skaðað lífríkið. Þvottaefni án bleiki-
efnis er ekki aðeins umhverfisvænt
heldur fer það einnig betur með trefj-
ar fataefna.
Milt fyrir barniðMilt fyrir barnið er sérstaklega þróað
til þess að vernda húð barnsins, þar
sem hún er oft þunn og viðkvæm.
Börn geta verið viðkvæm gagnvart
litar- og aukaefnum og er þeim hætt
við að fá ofnæmi, útbrot eða exem. Því
þarf að huga vel að hvaða þvottaefni
skal nota við þrif á fatnaði, rúmfötum,
handklæðum og taubleyjum.Þvoðu oftar með MiltMilt þvottaefni er sérþróað fyrir ís-
lenskar aðstæður. Á Íslandi er vatn-
ið steinefnasnautt („mjúkt“), en eigin-
leikar vatns hafa áhrif á hversu vel
þvottaefni nýtist. Of mikið magn
þvottaefnis í hverjum þvotti getur
aukið hættu á ofnæmi og mengun á
umhverfinu. Þar sem Milt er sérþró-
að fyrir eiginleika íslenska vatns-
ins fást fleiri skammtar úr hverjum
pakka. 2 kg af Milt-þvottaefni duga í
alls 40 þvotta. Með minni skammta-
stærð sparar þú peninga og verndar
um leið náttúruna. Með not kun Milt-þvottaefn-
is verndar þú húðina, umhverfið og
styrkir íslenskan iðnað.
Milt þvottaefni fyrir íslenskar aðstæður
Mjöll Frigg er stærsti framleiðandi hreinlætisvara á Íslandi og hefur í áratugi þróað vörur sínar með þarfir íslenska markaðarins að
leiðarljósi. Mjöll Frigg framleiðir Milt þvottaefni. Milt er umhverfisvænt og án ofnæmisvaldandi efna.
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónv p þátti Eld ð
OF MIKIÐ KAFFI?
Eiga kaffibollarnir það til að verða ívið margir yfir daginn? Í einum bolla af uppáhelltu kaffi eru 100 milligrömm af koffíni. Í svörtu tei eru hins vegar aðeins 35 milligrömm. Ef þú hefur áhyggjur af koffíninntökunni er ráð að skipta út öðrum hverjum k ffibolla fyrir te.
VÖNDUÐ VARA
ÁRATUGA REYNSLA
HITAKÚTAR
RYÐFRÍIR 28. SEPTEMBER 2012 HJÖRDÍS GISSURAR
HEIMSÓTT
HREFNA SÆTRAN
BARNSHAFANDI
FRÆGIR Á
FRUMSÝNINGU
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 16
4 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
Þvottavélar
Prentsmiðjur
28. september 2012
228. tölublað 12. árgangur
milljarða króna
greiddu Bakka-
vararbræður fyrir fjórð-
ungshlut í Bakkavör.
4
Meðan þú sprettir úr spori þá sprettur svitinn
fram. Taktu hressilega á því án þess að hafa
áhyggjur. Maður verður að ná andanum.
RISAlagersala
Forlagsins
er á Fiskislóð 39
Opið alla daga kl. 10–19
Yfir
2500
titlar90
%
afslát
tur
Allt a
ð
Erum ekki ofurgrúppa
Hipphoppbræðingssveitin
Fallegir menn er skipuð
þekktum mönnum úr
íslensku tónlistarlífi.
popp 38
TÓNLIST Tónlistarhátíðin Sónar verður haldin í
fyrsta sinn í Hörpu dagana 14. til 16. febrúar.
Þetta staðfesti skipuleggjandinn Björn Steinbekk
við Fréttablaðið en gat að öðru leyti ekki tjáð sig
um hátíðina né hverjir koma þar fram.
Hátíðin hefur verið haldin í Barcelona frá 1994.
Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar. meðal
annars til Tókýó, Höfðaborgar, London, Buenos
Aires, Seúl og nú Reykjavíkur. Meðal flytjenda á
Sónar í sumar voru Fatboy Slim, New Order, Hot
Chip og Squarepusher. - fb / sjá síðu 38
Heimsþekkt tónlistarhátíð í Hörpu í febrúar:
Sónar-hátíðin til Íslands
LANA DEL REY
Kom fram á Sónar í
Barcelona í sumar.
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir
hyggst hætta í stjórnmálum fyrir
kosningar næsta vor. Hún segir að
í heildina litið sé hún ánægð með
þann árangur sem náðst hefur á
hennar langa ferli í stjórnmálum,
þó eðlilega hafi skipst á skin og
skúrir. Þegar hún lætur af störfum
mun hún hafa setið á Alþingi í 35 ár.
„Ég er sérstaklega ánægð með
þetta tímabil mitt sem forsætis-
ráðherra, en ég ætlaði nú aldrei að
taka það að mér. Ég hafði hugleitt
að hætta að loknu kjörtímabilinu
2007, en það sér enginn sína ævina
fyrr en öll er og hrunið gerði auð-
vitað strik í reikninginn.“
Jóhanna segir ríkisstjórnina hafa
náð mjög góðum árangri við endur-
reisn samfélagsins og hún skili af
sér góðu búi hvað Samfylkinguna
varðar. Hún segir það ekki sitt
heldur landsfundar að hafa skoðun
á eftirmanni sínum.
„Ég hef mjög sterkar skoðanir á
því að minn flokkur eigi að halda
áfram því góða verki sem þessi
ríkisstjórn hefur unnið, að innleiða
jafnaðarstefnuna enn betur inn í
samfélagið.“
Fréttablaðið ræddi við nokkra
sem nefndir hafa verið sem arf-
takar Jóhönnu. Af þeim vildi eng-
inn nema Össur Skarphéðinsson
útiloka formannsframboð.
- kóp /sjá síðu 6
Samfylkingin kýs sér nýjan formann á landsfundi í byrjun næsta árs:
Jóhanna hættir í stjórnmálum
BJART MEÐ KÖFLUM sunnan og
vestan til en úrkoma norðan- og
austanlands. Strekkingsvindur um
tíma. Hiti á bilinu 0 til 9 stig.
VEÐUR 4
6
4 5
5
8
Vill styrkja tengslin
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
hefur sent frá sér ljóðasafnið
Hjaltlandsljóð.
tímamót 22
Þetta er illskiljanlegt
Rektor HR undrast að þurfa
að sæta meiri niðurskurði
en aðrir háskólar.
föstudagsviðtalið 12
Milljarðastríð
um Bakkavör
Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa varið um sex
milljörðum í kaup á hlutum í Bakkavör. Stórir aðilar
standa gegn því að bræðurnir eignist meirihluta.
MIKKI MÆTTUR Mikki mús birtist óvænt í Smáralindinni í
gær til að kynna nýja matreiðslubók frá Disney. Að sögn kunnugra var
heilmikið mál að fá þessa stórstjörnu til landsins en Mikki mun einnig
heilsa upp á gesti á tónleikum Sinfóníunnar í Hörpu á morgun þar sem
spiluð verða þekkt lög úr Disney-kvikmyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HK í stuði
Íslandsmeistararnir halda
áfram að blása á hrakspár.
sport 34