Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGPrentsmiðjur FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 20124 MERK JÓLABÓK Bækur hafa alla tíð þótt vönduð og góð jólagjöf. Fjölmiðlar greina ítarlega frá mörgum bókum sem kallaðar eru jólabækur og birta kafla úr þeim. Fyrir fimmtíu árum var jólabókaflóð ekkert síður en í dag þótt færri bækur hafi verið gefnar út. Gaman er að rifja upp jólabækur þessa tíma, eða ársins 1962. Bókin Haugaeldar eftir Gísla Jónsson, ritstjóra í Winnipeg, vakti mikla athygli um þessi jól. Gísli var ættaður frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði og skrifar hann í bókinni um æskuheimili sitt og samtíðarmenn, jafnt á Íslandi sem í Kanada. Bókin er talin góð heimild um líf liðinna kynslóða sem ólust upp í afskekktri sveit á Íslandi og jafn- framt lífið á slóðum vesturfara í Kanada. Bókin er 416 blaðsíður og kostaði þegar hún kom út 273 krónur. Hún var auglýst sem jólabók hinna vandlátu. ALVEG BLEKAÐ Blek er blanda margvíslegra efna sem öll hafa mismunandi tilgang eftir tegundum bleks og fram- leiðendum. Þau innihalda oftast leysiefni, litarefni, trjákvoðu, smurolíu, yfirborðsvirk efni og fleira. Mismunandi litarefni er svo notað í blekið til að lita yfirborðið. Elstu minjar um blek sem fundist hafa eru frá átjándu öld fyrir Krist og fundust í Kína. Blekið var búið til úr náttúrulegum litarefnum plantna, dýrum eða úr stein- tegundum líkt og muldu grafíti sem blandað var við vatn. Fyrstu minjarnar sem byggðar eru á svipaðri efnasamsetningu og nútímablek eru frá 256 fyrir Krist, og fundust einnig í Kína. Hérlendis virðist jurtablek nær eingöngu hafa verið notað. Al- gengast var að nota sortulyng allt fram á 20. öld. Blöðin á lynginu voru soðin í vatni og þannig var blekinu náð úr lynginu. Hve lengi lyngið var soðið réði þykktinni á blekinu. Blekið var sterkt og þoldi slit og handfjötlun vel, en ekki mikinn raka. Guðbrandsbiblía er fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku. Hún var prentuð á Hólum í Hjaltadal og kennd við Guðbrand Þorláksson biskup þar. Prentuð voru 500 eintök og tók það tvö ár. Útgáfuár samkvæmt titilblaði er 1584. Biblían var öll prentuð í svörtum lit, nema hluti titilsíðu í rauðu. Brotið var stórt og blaðsíður 1242. Bókin var skreytt um þrjátíu myndum sem var nýjung í íslenskri bókagerð. Biblían var dýr, hvert eintak kostaði 8-12 ríkisdali eftir því hve mikið var lagt í bandið. Þetta voru tvö til þrjú kýrverð, eða rausnarleg mánaðarlaun á nútímamælikvarða. Bókin var endurprentuð á sama prentverki árin 1644 og 1728. Guðbrandsbiblía hefur tvisvar verið ljósprentuð sem næst í upp- runalegri mynd. Lithoprent sá um fyrri út- gáfuna árið 1956, og var upplagið 500 eintök. Bókaútgáfan Lögberg gaf bókina út aftur árið 1984, þegar minnst var 400 ára afmælis Guð- brandsbiblíu, og var upplagið 400 eintök. Upprunalegt eintak af Guðbrandsbiblíu er til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands. KOSTAÐI Á VIÐ ÞRJÁR KÝR Allt sem þú þarft... Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 92% lesenda blaðanna Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 64% 8% 28% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.