Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 36
10 • LÍFIÐ 28. SEPTEMBER 2012 SESSELJU THORBERG EÐA FRÖKEN FIX eins og við þekkj- um hana flest, er annt um heilsu sína og fjölskyldunnar. Hún ætlar að leggja fallega hjólinu sínu í vetur, stunda jóga og elda holl- an mat. Hefurðu alltaf stundað reglu- lega hreyfingu? Já ég hef gert það (með hléum þó) síð- asta áratug eða svo. Það er bara svo gott fyrir sálina og andlega heilsu líka svo ég er fljót að fara af stað aftur ef ég hef verið eitt- hvað löt. Hvaða hreyfingu ætlar þú að stunda í vetur? Ég keypti mér svaka flott „Fröken Fix“-hjól með körfu í vor og er búin að þeysast á því í allt sumar. Ég ætla að fara að leggja því og drífa mig í sal- inn, ætli ég taki ekki einhverja tíma en jógað er nauðsynlegt með. Ertu búin að setja þér einhver ný markmið? Ég er alltaf að setja mér ný markmið en fyrst og fremst að vera hraust, hress og með lit í kinnum. Borðar þú reglulega yfir daginn? Ég fæ mér oftast grænan djús og eitthvað hollt og gott á morgnana en verð að viðurkenna að ég gleymi mér allt of oft í vinnu. Ætlarðu að tileinka þér eitthvað nýtt í eldamennskunni? Ég breytti öllu hjá mér og fjölskyldunni fyrir fjórum árum og er því alltaf að leita að nýjum flottum uppskriftum. Ég er löngu hætt í unnum kjötvörum og tilbúnum sósum. Við fjölskyldan borðuðum mikinn fisk í sumar og ætlum að halda því áfram. Hvaða vítamín tekur þú daglega? Lýsi, hörfræolíu og sink. BREYTTI ÖLLUM MATAR- VENJUM FJÖLSKYLDUNNAR EFTIR BRÍETI ÓSK GUÐRÚNARDÓTTUR Skrifstofan er eitt af mínum uppáhalds-„herbergjum“ í húsinu. Ástæðan er sú að oft á tíðum er ekki um herbergi að ræða heldur rými eða lítið vel skipulagt skot sem búið er að útbúa sem vinnuaðstöðu. Það er frá bært að sjá hvernig fólk aðlagar heimili sín til þess að búa sér til vinnurými sem hentar þörfum hvers og eins. Það gerir vinnuna svo miklu skemmtilegri að vinna í vel skipu- lögðu umhverfi og ekki skemmir fyrir ef umhverfið er notalegt og fallegt. Hér má sjá nokkrar hugmyndir sem þurfa ekki mikið pláss og eru einfaldar í framkvæmd. SKEMMTILEGRA AÐ VINNA Í SKIPULÖGÐU UMHVERFI Flestir ættu að geta fundið pláss fyrir ein- falda borðplötu og stól inni á heimilinu. Gættu þess að fylla vinnurými þitt ekki af dóti. Krítartafla er góð hugmynd á skrif- stofuna. Það má gera margt sniðugt fyrir lítinn pening. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Supreme Deluxe svefnsófi Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Extra þykk og góð springdýna Svefnbreidd 140x200 Rúmfatageymsla í sökkli kr. 169.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.