Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 8
28. september 2012 FÖSTUDAGUR8
NEW YORK, AP Þeir Mahmoud
Abbas, forseti Palestínustjórnar,
og Benjamín Netanjahú, forsætis-
ráðherra Ísraels, stigu báðir í
ræðustól á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í gær.
Abbas ítrekaði ósk Palestínu-
manna um að sjálfstætt ríki þeirra
yrði að veruleika. Fyrir ári fór
hann fram á það á þessum sama
vettvangi að Sameinuðu þjóðirn-
ar viðurkenndu sjálfstæði Palest-
ínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði
hann Palestínumenn eiga í viðræð-
um við ýmis ríki og stofnanir um
að sú viðurkenning verði að veru-
leika á þessu þingi.
Hann sakaði Ísraela um að
stunda þjóðernishreinsanir með
því að eyðileggja heimili Palest-
ínumanna, sem landtökumenn
hefðu lagt undir sig.
„Undanfarna mánuði hafa árás-
ir hryðjuverkasveita ísraelskra
landtökumanna orðið daglegt
brauð,“ sagði Abbas og nefndi að
535 slíkar árásir hefðu verið gerð-
ar á þessu ári. „Þjóðin okkar er
orðin að stöðugu skotmarki fyrir
mannvíg og misþyrmingar með
fullri hlutdeild hernámsliðsins og
Ísraelsstjórnar.“
Benjamín Netanjahú varði hins
vegar drjúgum hluta ræðu sinn-
ar í að vara við þeirri hættu, sem
hann telur heimsbyggðinni allri og
Ísrael sérstaklega stafa af írönsk-
um stjórnvöldum og kjarnorku-
áformum þeirra. Nú séu síðustu
forvöð að koma í veg fyrir að Íran-
ar komi sér upp kjarnorkuvopnum.
Stuttu áður en Netanjahú hóf
ræðu sína birtust hins vegar upp-
lýsingar úr nýrri skýrslu ísra-
elska utanríkisráðuneytisins, sem
lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar
kemur fram að alþjóðlegar refsi-
aðgerðir gegn Íran séu farnar að
bera árangur, og því sé ef til vill
skynsamlegra að herða refsiað-
gerðirnar frekar en að beita her-
valdi.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna hófst í byrjun vikunnar og
hafa þjóðarleiðtogarnir hver á
fætur öðrum stigið þar í ræðustól.
Í gær tók meðal annars til máls
Sein Thein, forseti herforingja-
stjórnarinnar í Búrma, og notaði
hann þar tækifærið til að hrósa
Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar, fyrir lýðræðis-
baráttu hennar.
Suu Kyi, sem einnig er stödd
í New York þessa dagana, segir
hins vegar að Búrma þurfi nú á
því að halda að réttarríki verði
endurreist í landinu, að öðrum
kosti verði raunverulegt lýðræði
þar ekki að veruleika.
gudsteinn@frettabladid.is
Þjóðin okkar er orðin
að stöðugu skotmarki
fyrir mannvíg og misþyrm-
ingar með fullri hlutdeild her-
námsliðsins og Ísraelsstjórnar.
MAHMOUD ABBAS
FORSETI PALESTÍNUSTJÓRNAR
VEISTU SVARIÐ?
HEILBRIGÐISMÁL Nemendur úr Landakots-
skóla afhentu í gær Guðbjarti Hannessyni
velferðar ráðherra undirskriftalista nær sex
þúsund einstaklinga. Skora þeir á yfirvöld
og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum
börnum þá tannvernd sem þeim ber sam-
kvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Skólahjúkrunarfræðingar hafa að undan-
förnu sent foreldrum bréf þar sem þeir minna
á að hækkun endurgreiðslu kostnaðar vegna
almennra tannlækninga barna, sem tók gildi
1. júlí síðastliðinn, renni út um áramót. „Hins
vegar er stefnt að því að annað hvort fram-
lengja gjaldskrárhækkunina um áramót, eða
útfæra hugmyndir um aðrar leiðir sem myndu
veita ámóta mikinn eða meiri stuðning við
foreldra eða forráðamenn barna vegna tann-
lækninga,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi hjá velferðarráðuneytinu.
Margrét bendir á að starfshópur á vegum
velferðarráðuneytisins vinni nú að tillögum
um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga
barna.
Í ályktun Barnaheilla – Save the Children
á Íslandi fyrr á árinu er meðal annars skorað
á yfirvöld, tannlækna og samfélagið allt að
vinna að lausnum varðandi tannvernd barna
af ábyrgð og staðfestu. Enginn vafi er sagður
leika á því að það sé siðferðisleg og þjóðrétt-
arleg skylda íslensks samfélags að tryggja
öllum börnum aðgang að tannvernd. - ibs
frá kr. 39.950
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag
4. október í 4 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir
1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 39.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 4. október í 4 nætur.
Netverð á mann. Verð áður kr. 79.900.
Verðdæmi fyrir gistingu:
Kr. 15.800 á mann í tvíbýli á mann á hótel ILF *** í 4 nætur.
Verð fyrir einbýli kr. 28.100.
Kr. 26.100 á mann í tvíbýli á mann á Mövenpick **** í 4 nætur.
Verð fyrir einbýli kr. 47.100.
2 fyrir 1
til Prag
4. október
www.benni.is
Opnunartími:
Opið virka daga
frá kl. 08-18
Auka- og
varahlutir
fyrir bílinn
Auka- og
varahlutaverslun
Vagnhöfða 23
Sími: 590 2000
Rain-x
Skyggni ágætt hvernig sem viðrar
Rain-x - rúðuvökvi
Þolir 36˚ frost og
endist lengur
Rain-x - þurrkublöð
Einstaklega endingargóð
og auðvelt að skipta út
Rain-x - hreinsivörur
Hrinda frá sér óhrein-
indum, regni og snjó
1. Hver er nýr formaður rann-
sóknarnefndar Alþingis?
2. Hvað brann stórt svæði í
Laugardal í Ísafjarðardjúpi í
sinueldunum þar í sumar?
3. Hverju vildu Íbúasamtök Mos-
fellsbæjar mótmæla með ályktun
um stofnun Píkusafns í bænum?
SVÖR:
1. Hrannar Már Hafberg 2. 14 hektarar
3. Stofnun villidýrasafns
UNDIRSKRIFTALISTINN AFHENTUR Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra með undirskriftalistann
sem nemendur Landakotsskóla afhentu honum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nær sex þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja börnum tannvernd samkvæmt barnasáttmála SÞ.
Tannvernd barna er siðferðisleg skylda
Sakar Ísraela
um þjóðernis-
hreinsanir
Mahmoud Abbas ítrekar beiðni um viðurkenningu
á sjálfstæði Palestínu. Benjamín Netanjahú segir
síðustu forvöð að stöðva kjarnorkuáform Írans.
Abbas og Netanjahú ávörpuðu allsherjarþing SÞ.
MAHMOUD ABBAS Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra
landtökumanna orðnar daglegt brauð. NORDICPHOTOS/AFP
NORÐURLANDARÁÐ Stofna á nýtt
embætti norræns umboðsmanns
sem aðstoða á norræna ríkisborg-
ara sem lent
hafa á milli
stjórnkerfa
við flutning á
milli norrænna
ríkja. Tekin var
ákvörðun um
stofnun emb-
ættisins á fundi
forsætisnefndar
Norðurlanda-
ráðs í Gautaborg nú í vikunni.
Í fréttatilkynningu frá Norður-
landaráði segir að afnám stjórn-
sýsluhindrana hafi verið megin-
viðfangsefni formennskuáætlunar
Finnlands í ráðinu árið 2012. Haft
er eftir Kimmo Sasi, forseta Norð-
urlandaráðs, að auk stofnunar nýs
embættis sé mögulegt að veita
þeim umboðsmönnum sem þegar
eru til staðar auknar heimildir. - ibs
Gegn stjórnsýsluhindrunum:
Nýtt embætti
norræns um-
boðsmanns
Kona synti eftir hjálp
Björgunarsveitir voru kallaðar út á
miðvikudag vegna manns sem sat
fastur í bát á skeri í Þingvallavatni.
Kona sem var með honum í bátnum
synti í land, um 70-100 m leið, til að
hringja eftir hjálp. Björgunarsveitar-
menn fluttu manninn í land. Báturinn
var skilinn eftir á skerinu.
ÖRYGGISMÁL
KIMMO SASI