Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 21
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Í dag lítur hann inn hjá Friðgeiri Inga Eiríkssyni, yfirmatreiðslumeistara á veitingastaðnum Gallery Restaurant á Hótel Holti. Uppskriftin sem Friðgeir færir okkur er að einkar ljúffengum rauðvínslegnum kjúklingi með krydd- jurtum, grænmeti og pasta fyrir fjóra til sex. Hægt er að fylgjast með Frið- geiri elda þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 20.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www.inntv.is. Fylgist vel með, því næstu föstudaga heimsækir Úlfar fleiri matreiðslumeistara og munu uppskriftir þeirra birtast hér á forsíðu Fólks. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Á næstunni mun hann heimsækja færustu kokka landsins og fá þá til að elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. INNIHALD 2 kjúklingar, um 1 kg 2 stórar gulrætur 3 sellerístilkar 3 laukar 4 hvítlauksgeirar Ferskt timjan Ferskt rósmarín Ferskt eða þurrkað tagliatelle- pasta. Fersk ítölsk steinselja 1 flaska rauðvín, ég mæli með Côtes du Rhône COQ AU VIN EÐA KJÚKLINGUR Í RAUÐVÍNI FYRIR FJÓRA TIL SEX AÐFERÐ Hlutið kjúklingana niður í viðeigandi bita og takið til hliðar. Skerið grænmetið niður en gætið þess að það sé ekki of gróft skorið. Leggið kjúklinginn í eldfast mót eða í viðeigandi pott ásamt grænmetinu og kryddjurtunum, en takið steinseljuna frá. Hellið rauðvíninu yfir og látið marinerast yfir nóttu eða eigi minna en eina klukku- stund. Eldið svo í pottinum á vægum hita í um 20 mínútur við suðumark. Sjóðið pastað og setjið í pott, hellið ólífuolíu yfir ásamt rauðvíninu af kjúklingnum og berið fram. Þessi réttur er enn þá betri daginn eftir. OF MIKIÐ KAFFI? Eiga kaffibollarnir það til að verða ívið margir yfir daginn? Í einum bolla af uppáhelltu kaffi eru 100 milligrömm af koffíni. Í svörtu tei eru hins vegar aðeins 35 milligrömm. Ef þú hefur áhyggjur af koffíninntökunni er ráð að skipta út öðrum hverjum kaffibolla fyrir te. BLÖNDUNARLOKI FYLGIR VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.