Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 62
28. september 2012 FÖSTUDAGUR38 HELGIN Árshátíð knattspyrnufélagsins KF Mjaðmar fer fram á Faktorý í kvöld. Í tilefni þess mun hljómsveitin Fal- legir menn koma fram auk Prins Póló, Tilbury og FM Belfast. Fallegir menn var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eiga hljómsveitar- meðlimir það allir sameiginlegt að vera vanir tónlistarmenn og fallegir ásýndum. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 en hefur starfað í núverandi mynd í rúm þrjú ár. Hana skipa Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson, Axel Haraldsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson úr Hjaltalín, Atli Bollason úr Sprengju- höllinni, Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon úr Ojba Rasta, Guðmundur Einar Sigurðarson og Aron Steinn Ásbjarnason. Guðmundur Óskar bassaleikari vill síður skilgreina Fallega menn sem ofurgrúppu og segir örlög slíkra sveita oft sorgleg. „Það hefur ekki reynst mönnum vel að stofna „súper- grúppur“ enda hljóta þær iðulega sorgleg örlög. Hljómsveitin saman- stendur vissulega af mönnum úr hinum og þessum hljómsveitum, en það á við um flestar íslenskar hljóm- sveitir.“ Að sögn Guðmundar Óskars spil- ar sveitin hipphoppbræðing og eru það Unnsteinn Manuel, Teitur og Guðmundur Einar sem rappa. „Þar sem við erum allir svo upp- teknir með öðrum hljómsveitum hittumst við sjaldan og þess vegna þarf maður að setja sig í ákveðnar stellingar fyrir hipphoppið. Tónlist- in er handahófskennd og strákarnir rappa á mörgum tungumálum þann- ig ég veit ekki hvernig mætti skil- greina tónlistina betur.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 22 í kvöld og er miðaverð 1.000 krónur. sara@frettabladid.is HLJÓMSVEITIN FALLEGIR MENN: ER EKKI OFURGRÚPPA FALLEGIR TÓNLISTARMENN SPILA HIPPHOPPBRÆÐING „Mig langaði til að prófa nýja hluti og kanna nýjar slóðir,“ segir förðun- arfræðingurinn Ísak Freyr Helga- son sem hefur komið sér vel fyrir í Lundúnum þar sem hann var að meðal annars iðinn við kolann á nýafstaðinni tískuviku. Ísak farðaði þar stjörnur á borð við Juliu Restoin Roitfeld, dóttur ritstjórans umdeilda Carine Roit- feld, og fyrirsætuna Suki Water- house sem á góðu gengi að fagna í Bretlandi. Ísak líkar lífið í London vel og er kominn á mála hjá umboðs- skrifstofu. „Í tískuvikunni var ég meira í að gera gestina sæta fyrir viðburðina en að mála fyrir sýningarnar sjálf- ar. Ég hef verið mjög heppinn með verkefni hingað til,“ segir Ísak sem fór heim til Restoin Roitfeld þar sem hann farðaði stjörnuna fyrir stærstu sýningu tískuvikunnar í London, Burberry Prorsum, en þar var hún mynduð í bak og fyrir. „Hún er yndisleg og jarðbundin manneskja.“ Ísak veit ekki hversu lengi hann ætlar að munda penslana í London en hann nýtur liðsinnis ljósmyndar- ans Sögu Sigurðardóttur, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í tísku- heiminum þar ytra. „Ég lifi fyrir einn dag í einu hérna. Mér finnst London yndisleg og ekki skemm- ir fyrir að hafa fólk eins og gimsteininn Sögu Sig í kringum sig en hún hefur hjálpað mér ótrúlega hérna úti.“ - áp Mundar penslana í London LÍKAR VEL Ísak Frey líkar lífið í London vel þar sem hann er kominn á mála hjá umboðsskrifstofu og farðar fræga fólkið. JULIA RESTOIN ROITFELD Fyrirsæta sem er fastagestur á fremsta bekk á tískuvikunum. Dóttir Carine Roitfeld, fyrrum ritstjóra franska Vogue. Hefur verið andlit Tom Ford, H&M, Lancôme, Mango og Accessorize. Hin heimsfræga tónlistarhátíð Sónar verður haldin í fyrsta sinn í Hörpunni í Reykjavík dagana 14. til 16. febrúar á næsta ári. Þetta staðfesti skipuleggjandinn Björn Steinbekk við Fréttablaðið en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um hverjir kæmu þar fram. Um er að ræða eina af þekktari tónlist- arhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undan- förnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Sónar er þekkt fyrir elektró- og indítónlist, auk þess sem frægir popparar hafa troðið upp á hátíðinni. Meðal þekktra flytjenda í Barcelona í sumar voru Fatboy Slim, New Order, Hot Chip, Lana Del Rey, The Roots, James Blake og Squarepusher. Í fyrra stigu á svið á hátíðinni M.I.A., The Human League, Aphex Twin, Underworld og Dizzee Rascal. Talið er að um þrjátíu flytjendur taki þátt í Sónar hér á landi og verður helm- ingur þeirra erlendur. Fyrir í Reykjavík er Iceland Airwa- ves-hátíðin sem er haldin á hverju hausti við fádæma góðar undirtektir. - fb Sónar-hátíðin til Íslands í fyrsta sinn STUÐ Á SÓNAR Fatboy Slim og Lana Del Rey stigu bæði á svið á Sónar-hátíðinni í sumar. „Föstudagurinn er svolítið trylltur hjá mér. Ég er að fara að þeyta skífum í partíi seinni part- inn og svo slæ ég upp mexíkóskri matarveislu í kveðjuskyni fyrir kærasta systur minnar. Laugar- dagur og sunnudagur fara því bara í rólegheit hjá mér.“ Rósa Birgitta Ísfeld söngkona UPPTEKNIR MENN Guðmundur Óskar gat ekki verið viðstaddur myndatöku fyrir Fréttablaðið þar sem hann var staddur í hljóðveri við upptökur á nýrri plötu Ómars Guðjónssonar. Hann segir Fallega menn eiga erfitt með að skipuleggja æfingatíma þar sem flestir með- limir sveitarinnar eru uppteknir með öðrum hljómsveitum. „Þegar menn eru að gera alls konar hluti með alls konar mönnum getur verið erfitt að sameinast um æfingatíma. Við bókuðum einu sinni „gigg“ á Karamba og höfðum þá viku til að semja og æfa efni. Síðan þá hafa kannski bæst við tvö ný lög.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.