Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 20
20 28. september 2012 FÖSTUDAGUR Ég las grein þína sem birtist í dagblaði eiginkonu þinnar þann 1. september sl. Þar segir þú að Arion banki hafi sett saman „aftökulista“ og af ein- hverjum ástæðum ákveðið að „taka af þér“ og fjölskyldu þinni Haga-verslunar veldið. Til að almenningur geti skilið þetta mál, sendi ég þér nokkrar spurningar sem gott væri að fá svör við enda óþolandi þegar menn eru beittir svona miklum órétti. 1. Er það rétt að þú og fjöl- skylda þín hafi í maí 2008 stofnað félagið 1998 ehf. og fengið 30 þús- und milljónir króna að láni til að kaupa Haga-verslunarveldið út úr Baugi – burt frá kröfuhöfum Baugs og undir ykkar stjórn? Í Rannsóknarskýrslu Alþingis segir svo um þennan gerning ykkar: „Rannsóknarnefnd Alþingis vekur athygli á því að Baugur Group notaði hluta af sölutekjum sínum af því að selja Haga til 1998 ehf. til að kaupa eigin hluta- bréf af stærstu eigendum sínum. Í þessu tilviki var um að ræða 15 milljarða króna virði hlutafjár, að því gefnu að hlutirnir hafi verið rétt verðlagðir, og ekki verður séð að félagið hafi selt öðrum þetta hlutafé síðar. Raunin var því sú að eigendur Baugs voru með þessu að taka til sín hluta af fjármunum félagsins, án þess að nokkuð lægi fyrir um hvort hagnaður yrði af rekstri félagsins árið 2008. Í eðli sínu jafngildir þetta arð- greiðslu, en með útgreiðslu á þessu formi var komist hjá því að uppfylla þyrfti skilyrði sem lög setja fyrir arðgreiðslum úr félögum. […] Nefndin telur ljóst af þeim gögnum sem hún hefur kynnt sér að sú aðferð sem þarna var viðhöfð við kaup Baugs á eigin hlutabréfum hafi verið til þess fallin að rýra hagsmuni og stöðu þeirra fjármálafyrirtækja sem áttu kröfur á Baug og rannsókn nefndarinnar tekur til.“ Nánar tiltekið: Er það virki- lega rétt að þið fenguð Haga- verslunarveldið aftur í ykkar eigu, ásamt því að fá 15 þúsund milljónir króna til persónu- legra eignarhaldsfélaga ykkar, fyrir hlutabréf ykkar í ógjald- færu félaginu Baugi, um það bil þremur mánuðum fyrir hrunið 2008? Stuttu seinna fór Baugur í gjaldþrot og heildarskuldir félagsins nema um 320 þúsund milljónum króna (þ.e. um einni milljón fyrir hvern Íslending). Gjaldþrot dótturfélags Baugs, BG Holding, sem hélt utan um erlendar eignir Baugs, nemur svo um 150 þúsund milljónum til viðbótar, skv. fréttum ný- lega. Samtals hljóðar gjaldþrot Baugs því upp á a.m.k. 470 þús- und milljónir króna, en þá er eftir að telja upp öll hin dóttur- félög Baugs sem skulda vel yfir hundrað þúsund milljónir króna til viðbótar (og einnig eftir að telja upp Landic Property, FL Group, Teymi, 365, Dagsbrún og fleiri félög). 2. Hversu mikils virði telur þú að hlutabréfin í Baugi hafi verið á þessum tíma sé haft í huga að Baugur var orðinn ógjaldfær á þessum tíma? Hvaða aðilar sáu um að meta verðlagninguna á bréfum ykkar í Baugi? 3. Er það rétt að einkahluta- félag þitt, Gaumur ehf., hafi fengið um 2.800 milljónir króna til viðbótar að láni frá íslensku bönkunum til að kaupa enn meira af hlutabréfum í Baugi sem voru í eigu eiginkonu þinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, sumarið 2008? 4. Er það rétt að skuldir 1998 ehf., sem þið notuðuð til að kaupa Haga út úr Baugi, hafi verið komnar í u.þ.b. 40–50 þúsund milljónir króna við hrunið og þar sem verðmæti Haga var nokkrum tugum milljörðum lægra, þá var það algerlega útilokað fyrir ykkur að borga fyrir Haga? Er hugsanlegt að Arion banki hafi eingöngu verið að gera það sem eðlilegir bankar gera, þ.e. ganga að veðum þegar skuldari getur ekki greitt tugmilljarða skuld og tryggja hagsmuni bankans? 5. Er það rétt að þrátt fyrir að búið sé að taka Haga af ykkur til greiðslu upp í skuldina hafi Arion banki þurft að afskrifa um tugi þúsunda milljóna króna vegna 1998 ehf.? Jón Ásgeir, það hefur verið skelfilegt að lesa um þær grimmi legu ofsóknir sem þú og fjölskylda þín hafið mátt þola frá Ríkislögreglustjóra, saksókn- urum, skattrannsóknarstjóra, skiptastjórum, skilanefndum og fleirum í gegnum árin. „Aftöku- listi“ Arion banka er svo kornið sem fyllir mælinn! Ætlar Davíð Oddson og „bláa höndin“ aldrei að láta ykkur í friði? Þið hefðuð örugglega náð að borga þetta allt saman 100% ef Arion banki hefði bara gert það sama og Lárus Welding, sérstakur banka- stjóri þinn í Glitni, hafði gert – lesið fyrirskipanir þínar í tölvupóstum og lánað þér tugi þúsunda milljóna til viðbótar. Það fer nú að verða tímabært að senda inn formlega kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu – miðað við lýsingar þínar, það er ekki nokkur vafi að þú færð gjaf- sókn og flýtimeðferð þar á bæ. Nú bíðum við spennt eftir að lesa svör þín við þessum spurn- ingum svo að ég og íslenska þjóðin skiljum þetta til fulls. Virðingarfyllst, Jón Gerald Sullenberger PS: Var að lesa forsíðu DV frá 12. september sl. sem segir frá því að eiginkona þín, Ingibjörg Pálma- dóttir, hafi fengið 20 þúsund millj- ónir króna afskrifaðar í gegn- um félag sitt, 101 Capital ehf. Til hamingju með það, en betur má ef duga skal – bankarnir verða að gera mun betur fyrir ykkur, sann- gjarnt skal það vera! Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á www.visir.is. Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Fjármál Jon Gerald Sullenberger kaupmaður Sæll, Jón Ásgeir! ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.