Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 48
28. september 2012 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evr-ópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurn- ar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpok- unum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið. 230 lítrar. Stærstu vökvaumbúðir sem ég hef þurft að handleika um ævina eru tutt- ugu lítra bensínbrúsi svo að ég á erfitt með að átta mig á þessari stærð, 230 lítrum. Nógu margir fundust mér tutt- ugu lítrarnir í brúsanum. Það er ekki nema von að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið hugsi til þess- arar tölu með hryllingi; lítrafjöldans sem hver íslenskur ferðamaður má bera með sér af áfengi til Íslands þegar og ef við göngum í ESB. ÍSLENDINGAR munu hætta að fara í ríkið. Skatt- tekjur munu dragast saman um mörg prósent. Fólk mun missa vinnuna. Að ógleymdri kolefnismengun- inni sem fylgir því að fylla öll tóm hólf í flugvélum af sprútti og þyngja þær sem því nemur. Það gætu verið fimmtíu tonn á vél að því gefnu að næstum allir taki hámarksmagn, sem við gefum okkur auðvitað. Þetta eru því skiljanlegar áhyggjur. Að okkur steðjar ógn. VEGNA þess að það er auðvitað engin spurning um að við munum öll sem eitt nýta þessa heimild í botn. Íslendingar eru bæði kaup- og áfengisóðir og aldrei og hvergi eins mikið og þegar þeir álpast til útlanda. Við munum ekki láta vesenið við að ferja 230 lítra af áfengi á flugvöll- inn, ofan á annan farangur, stoppa okkur. Ferðatöskur geta jú verið dýrar, en áfengið sem í þær kemst er enn meira virði. Og fimmtíuþúsundkall í yfirvigt? Við hlæjum að því. SVO bjóða þessar rúmu heimildir líka upp á skemmtilega ferðamöguleika. Við kollegarnir – væntanlega eins og margir aðrir – erum strax farnir að undirbúa kaup á rúgbrauði sem við ætlum með reglulegu millibili að flytja þrír saman yfir á megin- landið með Norrænu. Ég er ekki að tala um brauð eins og það sem Hákon Eydal notaði til að sigta rauðspritt í gegnum á Litla-Hrauni, heldur bíl. Hann munum við svo keyra á milli vínbúða og drekkhlaða af hinum nýfrjálsa Evrópuanda. Og af því að við verðum þrír verða lítrarnir ekki 230, heldur 690. Hvílík gósentíð! Verstur fjand- inn að einn okkar er edrú. En það er þá bara meira fyrir okkur hina. 230 lítrar af ógn ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. spil, 6. samtök, 8. saur, 9. hár, 11. mun, 12. nes, 14. óróleg, 16. skammstöfun, 17. sigti, 18. yfirgaf, 20. tvíhljóði, 21. svikull. LÓÐRÉTT 1. höfuð, 3. pot, 4. kvk. nafn, 5. svelg, 7. vínandi, 10. yfirbreiðsla, 13. háð, 15. sleit, 16. bókstafur, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. gosi, 6. aa, 8. tað, 9. ull, 11. ku, 12. skaga, 14. ókyrr, 16. eh, 17. sía, 18. fór, 20. au, 21. flár. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. ot, 4. sakaría, 5. iðu, 7. alkóhól, 10. lak, 13. gys, 15. rauf, 16. eff, 19. rá. Auðvitað ætla ég í partíið hjá Kleine- wiener greifa í kvöld! Ég verð plötusnúður! Geggjað! Vona að þú spilir það nýjasta með Skraugnomh og Znabelcabel! You bet! Í kvöld ætla ég að keyra það þungt! Zatanflügel, Dio-Draugsel, Ztaurklar, Trÿgd og duglega af Abba... Ha? What? Abbanezer Schrüghne and the schnauzerfückers auðvitað! Halló! Shit! Þarna hræddir þú mig! En það getur verið að ég byrji kvöldið á smá salsa til að fá fólkið út á dansgólfið! Awe- some! Sjáumst í kvöld Zlatan! Jæja, Palli. Mér finnst að við ættum að ræða örlítið um staðreyndir lífsins. Ókei. Hversu mikið sem þú vinnur mun ríkisstjórnin alltaf hrifsa til sín stóran hluta af peningunum þínum. Er ekki eitt- hvað um kynlíf líka? Við skulum fyrst afgreiða erfiðu málin. Hér stendur að þú hafir fundið upp hjólið og uppgötvað eldinn – en hvað hefurðu gert nýlega? Hvert ertu að fara? Að hjálpa pabba að þrífa bílskúrinn. Nei. Mér finnst bara að ég eigi að gera það. Er verið að refsa þér? SVINDL!! Ef ég hefði vitað að það gerði Hannes afbrýðisaman að sýna þroska, hefði ég gert það fyrir löngu! STARFS- MANNASTJÓ RI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Vegna mikillar aðsóknar verða nokkrar sýningar í október Fréttatíminn Morgunblaðið Tilnefnt til Grímunar 2012 sem besta barnasýningin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.