Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 28. SEPTEMBER 2012 Það var óvænt og skemmtilegt að heyra og sjá þig syngja með hljómsveitinni Nýdanskri á 25 ára af- mælistónleikunum hennar í Eldborgarsal í Hörpu síðustu helgi. Hvernig var upplifunin? Hefur þú sungið í Hörpu áður? Nei, hef aldrei sungið í Eld- borgarsalnum í Hörpu áður, bara komið þangað sem gestur. Eiginlega ótrúleg og miklu þægilegri upplif- un að koma þarna fram með Nýdanskri en mig hefði nokkru sinni grunað. Þrátt fyrir stærðina á salnum og alla þessa 1.600 áheyrendur var þetta bara nokk- uð heimilislegt eða það fannst mér. Stemningin var náttúrulega einstaklega góð, hljómburðurinn líka og maður fann hvað allir voru jákvæðir í salnum, sem hefur ekki lítið að segja fyrir þá sem koma fram. Og ég hreinlega verð að nota þetta tækifæri til að minn- ast á og þakka fyrir þær hlýju viðtökur sem ég fékk og jákvæða tölvupóstinn sem mér hefur borist. Allt þetta hefur svo sannarlega yljað mér um hjartarætur. Hvernig kom það til að þú söngst með Nýdanskri? Það var fyrir tíu árum sem Jón Ólafsson í Nýdanskri hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að taka lagið „Á sama tíma að ári“ með Birni Jörundi og lagið átti að fara á plötu. Þá var ég oft og mörgum sinnum búin að segja „nei“ við hina og þessa í sam- bandi við alls konar músík, svo nú ákvað ég að kú- venda og segja alltaf „já“ í staðinn. En það er reyndar ekki alveg sama hver á í hlut og auðvitað segir maður ekki „nei“ við hann Jón Ólafsson, fyrir utan það að ég var viss um að gaman væri að taka lagið með Birni Jörundi, sem og kom á daginn. Og svo í apríl í vor, hafði Jón Ólafsson aftur samband, sagði mér frá af- mælistónleikum Nýdanskrar og spurði hvort ég væri til í að endurtaka leikinn. Auð vitað vildi ég það og þannig kom þetta nú til. Þú ert stórglæsileg kona, Svanhildur. Hvernig í ósköpunum ferðu að því að halda þér í svona góðu formi líkamlega og hvernig sinnir þú andlegu hlið- inni? Það er náttúrulega formalínið sem bjargar því sem bjargað verður og mjög gott að sofa í því á hverri einustu nóttu. Og svo auðvitað nýpressaður ávaxta- og græn- metissafi sem gerir öllum gott. Ekki má heldur gleyma að það er hið besta mál að vera alltaf eitt- hvað að dunda. Til dæmis gera útvarpsþætti og stjórna gítarskóla. Ég mæli eindregið með því. Og stressið við það hvort tveggja heldur manni að sjálf- sögðu mjóum. Ég hef ekki leitt hugann neitt sér- staklega að andlegri hlið málanna en er heppin með nokkuð góða skapgerð, held ég. Ég velti mér ekki allt of mikið upp úr vandamálunum og hef ekki lagst í þunglyndi, enn sem komið er. Eiginmaður þinn, tónlistarmaðurinn Ólafur Gauk- ur, féll frá fyrir rúmu ári, blessuð sé minning hans. Hvernig hefur þér tekist að takast á við sorgina og missinn? Já, Gaukur er farinn, en ég er hér enn þá og fyrst svona þurfti að fara, er ég þakklát fyrir að hann fór á undan mér. Held að það hefði verið verra ef ég hefði farið fyrst. Oft erfiðara fyrir karlmenn að spjara sig eina og ég hugsa að það hefði getað orðið nokkuð snúið fyrir hann. Við vorum alla tíð mjög náin og studdum hvort annað í lífsins ólgusjó. Og það gengur allt vel hjá mér, enda nóg við að vera, sem mér finnst skemmtilegast. Svo eignuðumst við tvö ótrúleg börn saman, Önnu Mjöll og Andra Gauk, sem eru í sífelldu sambandi þótt þau búi bæði í annarri heimsálfu. Viltu rifja upp fyrir okkur þegar þið Ólafur unnuð saman í tónlistinni og fyrir utan hana? Við Gauk- ur vorum ekki bara hjón, við vorum vinir, félagar og samstarfsmenn. Hann var náttúrulega búinn að vinna við tónlist nokkuð lengi þegar við rugluðum saman reytum okkar og löngu orðinn þekktur tónlistarmað- ur hér á landi. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum sem slíkum og þegar við stóðum saman á senunni, vorum við eiginlega ekki hjón. Ég var einn af strák- unum, eins og sagt er í hljómsveitabransanum og fór í einu og öllu eftir því sem hann sagði þ.e.a.s. á senunni. Hann hafði þannig persónuleika til að bera að hann hafði hljómsveitina í hendi sér enda treystu menn og vissu að hér fór maður sem hafði vit á því sem hann var að segja og gera hvað tónlistina varð- aði. Hvers saknarðu mest frá ykkar tíma saman? Hvers sakna ég? Ég sakna bara alls. Lífsins sem við áttum saman. Ferðalaganna. Út að borða. Að bera saman bækur okkar, ræða málin. Að sitja saman í rólegheitum í kaffi og jólaköku á sunnudögum. Fara í bíó og leikhús. Að vera með honum í Gítarskólan- um. Ég sakna bara Gauks. Margir hafa upplifað missi og sakna ástvinar. Venst það einhvern tímann – að vera ekkja? Nú er aðeins rúmt ár síðan Gaukur lést. Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað um mig sem ekkju. Ekki enn þá. En au hvern tím sem það ekki sagt bíða og s annað í s Börnin er það fy Bæði bö Los Ange Hampshir það hefu lög til og ferðaglöð í nokkuð endrum o saman un skiptaforr álfa, kost þegar him í heimilisb Nú ákv inni og ge Ólafur) áh veg? Nei, að helga hún yrði l að hverju verða tón fara að læ í sama sk Angeles, gera lang valinu sem stjörnunn ist um víð Söngbakt yfirhöndin Los Ange skemmtis ætlaði ég ur salurin Hvaða ið (og af lag í uppá um daga okkar ver út seint á ar Gauks einfaldleg Hverni gaman að sinna Gíta saman ú minn, han legra. Einhve okkur? Ég Fengið að að til að einhvern v svo fékk é Prins – að Nú er aðeins rúmt ár síðan Gaukur lést. Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað um mig sem ekkju. VIÐ VORUM EKKI BAR Lífið hitti Svanhildi Jakobsdóttur söngkonu og átti við hana einlægt spjall um lífið eftir fráfa hennar. Svanhildur er umvafin verkefnum og nýtur lífsins. „Ég velti mér ekki allt of mikið upp úr vandamálunum og hef ekki lagst í þunglyndi, enn sem komið er,“ segir Svanhildur. Þessi mynd var tekin í Bandaríkjunum í kappakstursskóla þar sem Svanhildur og Anna Mjöll dóttir hennar skelltu sér á námskeið til að læra að keyra kapp- akstursbíla. Efri röð frá vinstri: Andri Gaukur, Inga Ólafsson, Anna Mjöll. Neðri röð frá vinstri: Svanhildur, Ólafur Gaukur, Alex- andra Ólafsson og Aron Gaukur. Svanhildur og Pr S. 572 3400 Smart verslun fyrir konur Sími 572 3400 Svanhildur og Nýdönsk í Hörpunni síðustu helgi. MYND/MUMMI LÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.