Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 30
4 • LÍFIÐ 28. SEPTEMBER 2012
Hjördís Gissurardóttir, gullsmiður og fyrrverandi kaupmaður, býr í
einu óvenjulegasta en jafnframt glæsilegasta húsi landsins á Kjalar-
nesi. Í sjónvarpsþættinum Heimsókn, sem er á dagskrá Stöðvar 2 í
opinni dagskrá annað kvöld, bankar sjónvarpsmaðurinn Sindri
Sindrason upp á hjá Hjördísi sem sýnir allt húsið en nýlega byggði
hún við það séríbúð í allt öðrum stíl en þessar myndir sýna.
HJÖRDÍS HEIMSÓTT
Hjördís gefur áhorfendum góð ráð um hvernig gera megi huggulegt heima en jafnframt hvernig
hefðir og venjur hennar fjölskyldu eru á heimilinu.
Heimsókn, þáttur Sindra Sindrasonar, er í opinni dag-
skrá á Stöð 2 á laugardagskvöldum að loknum fréttum.
Það er óhætt að segja að Hjördís sé fagurkeri fram í
fingurgóma eins og sést á þessari fallegu mynd.
Úrslitin í fyrirsætukeppninni Elite Model
Look 2012 fara fram í kvöld. Keppnin gefur
stúlkum á aldrinum 14 til 22 ára tækifæri
til að láta draum sinn rætast og feta í fót-
spor heimsþekktra Elite-fyrirsæta eins og
Cindy Crawford, Stephanie Seymour, Gi-
sele Bündchen, Sigrid Agren og Constance
Jablonski. Keppendur eru 17 talsins í ár.
Elite-stúlkurnar í úrslitum
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.