Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 52
28. september 2012 FÖSTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ Himni Haraldur Jónsson Safnaðarheimili Neskirkju Í safnaðarheimili Neskirkju í Vestur bæ Reykjavíkur, er eitthvað á seyði. Þegar maður kemur inn um dyrnar er þó allt með kyrrum kjörum. Kunnugleg lykt af kaffi og kleinum og fólk sem situr og spjall- ar í björtu og fallegu rými. En þegar maður rennir augunum til vinstri er eitthvað þar á útveggn- um sem maður er hreint ekki viss um hvort hafi alltaf verið þarna, eða sé nýtilkomið. Í vandræðum mínum sný ég mér til kvennanna í kaffiteríunni og spyr hvort þær geti bent mér á verk Haraldar Jónssonar myndhöggvara, Himni, sem átti að vera þarna til sýnis í Safnaðarheimilinu, og þær benda umsvifalaust til vinstri, á fyrir- bærið á útveggnum. Verkið er eins konar klefi, sem rúmar vart meira en einn mann. Hann minnir á sturtuklefa eða kjörklefa, nú eða einhvers konar skriftaklefa. Til að njóta verksins til fulls þarf maður að brjótast í gegnum nokkur lög af marglitum silkitjöldum þar til maður er orð- inn aleinn með sjálfum sér, en þó staddur inni á miðri kaffistofu með öðru fólki. Þegar undirritaður var kominn í gegnum tjöldin vantaði hljóðið í hljóðverkið, en við eftir- grennslan fundust hátalararnir og þar með var hægt að hækka í hljóðinu. Úr hátölurunum streymdi síðan upplestur sóknarbarna kirkj- unnar á ýmsum aldursskeiðum upp úr Jobsbók Gamla testamentisins, þar sem fólkið stafar kafla úr bók- inni. Jobsbók fjallar um þjáninguna og hefur verið listamönnum hug- leikin um aldir. Með því að brjóta textann niður í öreindir sínar, bók- staf fyrir bókstaf, og láta fólk lesa upp, einn staf í einu, er þá listamað- urinn að reyna okkur saklausa sýn- ingargestina, eins og Guð ákvað að reyna hinn réttláta Job, sem þurfti að þola endalausar þjáningar að ástæðulausu? Guð svipti Job öllu sem hann átti og naut þar liðsinnis Satans, en í lokin, er Job hafði stað- ist þrekraunina, fékk hann allt tvö- falt til baka. Skyldi listamaðurinn hér vera að vísa í íslenskt samfélag og það hvað „saklaus“ almenningur hefur þurft að þola í kjölfar hruns- ins – fáum við líka kannski allt tvö- falt til baka á endanum … Að standa og reyna að líma staf- ina saman í orð og setningar í hug- anum meðan á upplestrinum stend- ur er eiginlega ógjörningur, og verkið fær á sig óhlutbundinn blæ. Þegar maður svo gengur út úr klef- anum hafandi reynt að fá samhengi í Jobsbókina, er það á vissan hátt frelsandi að finna silkið strjúkast við kinnarnar á leiðinni úr verkinu, og komast út í birtuna. Nafn verksins Himni virðist við fyrstu sýn vísa til himinsins, eða textabrots úr Faðirvorinu; svo á jörðu sem á himni, en einnig verð- ur manni hugsað til þess hvort Haraldur sé að leika sér að hug- myndinni um marglaga himnur, sem eru þá marglitu silkitjöldin, sem einnig gætu verið eins konar tilfinningalitaskali, ef maður setur verkið í samhengi við fyrri verk Haralds sem fjalla gjarnan um skynjun og tilfinningar. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Haraldur brýtur Jobsbók niður í öreindir í nokkuð margbrotnu verki, en vekur um leið áhuga á þessari sögufrægu bók, og boðskap hennar. Stöfuð þjáning HIMNI Með því að brjóta textann niður í öreindir sínar er listamaðurinn að reyna okkur saklausa sýningargestina, eins og Guð ákvað að reyna hinn réttláta Job, skrifar gagnrýnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Casual Vacancy, nýjasta skáld-saga J.K. Rowling, fær misjafna dóma hjá gagnrýnendum. Bókin kom út í gær og birtust dómar í helstu dagblöðum Bretlands og Bandaríkjanna samdægurs. Þeir jákvæðustu hefja bókina upp til skýjanna en þeir neikvæðustu finna henni margt til foráttu. Margir hafa á orði að bókin standi ekki undir öllu fjaðrafokinu í aðdraganda útgáfunnar. Einna jákvæðastur er gagnrýnandi Daily Mirror, sem segir Rowling sanna sig sem alvöru höfund og að bókin sé bráðskörp og snilldarleg greining á bresku þjóðfélagi. Gagnrýnandi Daily Mail er á öndverðum meiði og kallar bókina 500 síðna sósíalíska stefnuyfir- lýsingu í bókmenntalíki. Flestir eru þarna mitt á milli, til dæmis gagnrýnandi Guardian, sem segir bókina alls ekkert meistaraverk en hreint ekki slæma heldur og að Rowling hafi næmt auga fyrir smáatriðum. Bók Rowling fær blendnar viðtökurGamanleikurinn Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade verður frumsýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins í kvöld. Verkið, sem var frumflutt í New York 1975, hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og unnið til fjölda verðlauna. Hér segir frá þeim George og Doris sem hittast fyrir tilviljun á hóteli og verja nóttinni saman. Sagan endurtekur sig á hverju ári og á þeim fundum finna áhorfendur fyrir umróti sögunn- ar og því hvernig viðhorf þeirra til lífsins breytast. Verkið sló rækilega í gegn þegar það var sýnt hér á landi árið 1996 með þeim Sigurði Sigurjónssyni og Tinnu Gunn- laugsdóttur í aðalhlutverki. Að þessu sinni situr Sigurður í leik- stjórastól ásamt Bjarna Hauki Þórssyni, en Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippus- dóttir leika elskendurna sem hittast einu sinni á hverju ári. Karl Ágúst Úlfsson þýddi. Annað fólk í Á sama tíma BLENDNAR VIÐTÖKUR Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling, fær misjafna dóma hjá gagn- rýnendum. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippus dóttir leika elskendurna sem hittast einu sinni á hverju ári. JARÐTENGT LISTAMANNASPJALL Myndlistarkonan Aðalheiður Valgeirsdóttir býður í listamannaspjall klukkan 15 á laugardag í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í tengslum við sýninguna Jarðsamband. Sýningin var opnuð 15. september en nú um helgina er komið að sýningarlokum hennar í Mjólkurbúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.