Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 8
28. september 2012 FÖSTUDAGUR8 NEW YORK, AP Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínu- manna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirn- ar viðurkenndu sjálfstæði Palest- ínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræð- um við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veru- leika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palest- ínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árás- ir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð,“ sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerð- ar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar.“ Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinn- ar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönsk- um stjórnvöldum og kjarnorku- áformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íran- ar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upp- lýsingar úr nýrri skýrslu ísra- elska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsi- aðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiað- gerðirnar frekar en að beita her- valdi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingja- stjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, fyrir lýðræðis- baráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrm- ingar með fullri hlutdeild her- námsliðsins og Ísraelsstjórnar. MAHMOUD ABBAS FORSETI PALESTÍNUSTJÓRNAR VEISTU SVARIÐ? HEILBRIGÐISMÁL Nemendur úr Landakots- skóla afhentu í gær Guðbjarti Hannessyni velferðar ráðherra undirskriftalista nær sex þúsund einstaklinga. Skora þeir á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber sam- kvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skólahjúkrunarfræðingar hafa að undan- förnu sent foreldrum bréf þar sem þeir minna á að hækkun endurgreiðslu kostnaðar vegna almennra tannlækninga barna, sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn, renni út um áramót. „Hins vegar er stefnt að því að annað hvort fram- lengja gjaldskrárhækkunina um áramót, eða útfæra hugmyndir um aðrar leiðir sem myndu veita ámóta mikinn eða meiri stuðning við foreldra eða forráðamenn barna vegna tann- lækninga,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá velferðarráðuneytinu. Margrét bendir á að starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins vinni nú að tillögum um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna. Í ályktun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fyrr á árinu er meðal annars skorað á yfirvöld, tannlækna og samfélagið allt að vinna að lausnum varðandi tannvernd barna af ábyrgð og staðfestu. Enginn vafi er sagður leika á því að það sé siðferðisleg og þjóðrétt- arleg skylda íslensks samfélags að tryggja öllum börnum aðgang að tannvernd. - ibs frá kr. 39.950 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag 4. október í 4 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 39.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 4. október í 4 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 79.900. Verðdæmi fyrir gistingu: Kr. 15.800 á mann í tvíbýli á mann á hótel ILF *** í 4 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 28.100. Kr. 26.100 á mann í tvíbýli á mann á Mövenpick **** í 4 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 47.100. 2 fyrir 1 til Prag 4. október www.benni.is Opnunartími: Opið virka daga frá kl. 08-18 Auka- og varahlutir fyrir bílinn Auka- og varahlutaverslun Vagnhöfða 23 Sími: 590 2000 Rain-x Skyggni ágætt hvernig sem viðrar Rain-x - rúðuvökvi Þolir 36˚ frost og endist lengur Rain-x - þurrkublöð Einstaklega endingargóð og auðvelt að skipta út Rain-x - hreinsivörur Hrinda frá sér óhrein- indum, regni og snjó 1. Hver er nýr formaður rann- sóknarnefndar Alþingis? 2. Hvað brann stórt svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sinueldunum þar í sumar? 3. Hverju vildu Íbúasamtök Mos- fellsbæjar mótmæla með ályktun um stofnun Píkusafns í bænum? SVÖR: 1. Hrannar Már Hafberg 2. 14 hektarar 3. Stofnun villidýrasafns UNDIRSKRIFTALISTINN AFHENTUR Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra með undirskriftalistann sem nemendur Landakotsskóla afhentu honum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nær sex þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja börnum tannvernd samkvæmt barnasáttmála SÞ. Tannvernd barna er siðferðisleg skylda Sakar Ísraela um þjóðernis- hreinsanir Mahmoud Abbas ítrekar beiðni um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Benjamín Netanjahú segir síðustu forvöð að stöðva kjarnorkuáform Írans. Abbas og Netanjahú ávörpuðu allsherjarþing SÞ. MAHMOUD ABBAS Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðnar daglegt brauð. NORDICPHOTOS/AFP NORÐURLANDARÁÐ Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborg- ara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun emb- ættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs í Gautaborg nú í vikunni. Í fréttatilkynningu frá Norður- landaráði segir að afnám stjórn- sýsluhindrana hafi verið megin- viðfangsefni formennskuáætlunar Finnlands í ráðinu árið 2012. Haft er eftir Kimmo Sasi, forseta Norð- urlandaráðs, að auk stofnunar nýs embættis sé mögulegt að veita þeim umboðsmönnum sem þegar eru til staðar auknar heimildir. - ibs Gegn stjórnsýsluhindrunum: Nýtt embætti norræns um- boðsmanns Kona synti eftir hjálp Björgunarsveitir voru kallaðar út á miðvikudag vegna manns sem sat fastur í bát á skeri í Þingvallavatni. Kona sem var með honum í bátnum synti í land, um 70-100 m leið, til að hringja eftir hjálp. Björgunarsveitar- menn fluttu manninn í land. Báturinn var skilinn eftir á skerinu. ÖRYGGISMÁL KIMMO SASI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.