Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 10
29. september 2012 LAUGARDAGUR10 Útlitið fyrir íslenskt efna- hagslíf er í mörgum atrið- um gott, en fram undan eru þó miklar áskoranir sem þarf að leysa úr. Þetta er megininntak yfirlýsingar sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) hér á landi. Fréttablaðið hitti yfirmann sendinefndar sjóðsins að máli. Daria Zakharova, yfirmaður sendinefndar AGS, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, kynntu í gær niðurstöður úttektar sjóðsins á íslensku efna- hagslífi. Þar segir meðal annars að vel hafi tekist til við endur- reisn íslenska efnahagskerfisins. Hagvöxtur sé til staðar og útlit fyrir að svo verði í nánustu fram- tíð, atvinnuleysi á undanhaldi og þó að verðbólga sé há, má búast við því að hún muni færast nær verðbólgumarkmiðum Seðlabank- ans, með hækkun stýrivaxta. Þó séu ógnir fram undan, meðal annars óvissuástandið á Evru- svæðinu, sem geti haft áhrif hér á landi og ýmsar hættur gætu falist í því að aflétta gjaldeyrishöftum áður en nauðsynleg skilyrði eru til staðar. „Við hjá AGS höfum alltaf verið á þeirri skoðun að afnám gjald- eyrishaftanna ætti að byggja á réttum skilyrðum hér á landi en ekki fyrirfram ákveðinni tíma- setningu,“ segir Zakharova í samtali við Fréttablaðið. Rétt skilyrði feli í sér að hér sé sterk- ur greiðslujöfnuður, nægilegur gjaldeyrisforði, trygg staða rík- isfjármála og stöðugt fjármála- kerfi. „Svo er líka mikilvægt að vinna á snjóhengju íslenskra króna í eigu erlendra aðila,“ bætir Zakharova við. Fram kemur í yfirlýsingunni að einungis hafi gengið lítillega á hengjuna á síðasta ári. Hún standi enn í um 23 prósentum af vergri landsframleiðslu. Zakharova segir afar mikil- vægt að losa um þessa fjármuni til þess að hægt verði að snúa sér að næsta skrefi í afnámi haft- anna. Aðspurð um hvað þurfi til að koma því af stað segir hún að mikilvægast sé að koma upp nógu sterkum hvötum fyrir krónu- eigendur til að losa fjármunina eftir leiðum Seðlabankans. Í yfirlýsingu AGS er lagt til að hætt verði að tala um tímamörk á afnámi haftanna. Það feli ekki í sér nægilegan hvata fyrir krónu- eigendur. Þess heldur verði búið svo um að skilyrði fyrir krónu- eigendur til að losa eign sína verði óhagstæðari með tímanum. Fyrst yrði gripið til skuldabréfaskipta- samninga og svo útgönguskatts. Aðspurð um ákjósanlegt hlut- fall útgönguskatts segir Zakhar- ova að lykilatriðið sé að hafa það nógu hátt til að hvatinn sé meiri en í öðrum leiðum og um leið nógu hár til að hann hafi ekki of mikil áhrif á greiðslujöfnuð. „Útskatturinn á þó ekki að vera meginleiðin, heldur hafi hinir val- kostirnir tekið kúfinn af krónun- um fyrst.“ Er mögulegt, að mati AGS, að afnema gjaldeyrishöftin algerlega og hafa krónu án hafta? „Við erum á þeirri skoðun. Leið- in að marki er að þetta gerist stig af stigi og á grundvelli réttra skil- yrða.“ Nú er sumt af því sem AGS leggur til vart líklegt til vinsælda meðal almennings, meðal annars að hækka stýrivexti um eitt pró- sent í áföngum og hagræðing um 0,2% frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Hafið þið áhyggjur af því að kom- andi barátta fyrir þingkosningar muni koma til með að hafa nei- kvæð áhrif á jafnvægi í ríkisfjár- málum? „Ég held að allir hljóti að vera sammála um að það sé mikilvægt að ríkisreksturinn sé réttu megin við strikið, sama hvar þeir standa á stjórnmálasviðinu. Ríkjandi stefna miðar að stöðugleika efna- hagslífsins og ég held að allir séu sammála um það þrátt fyrir mis- munandi áherslur.“ Hún segir nýkynnt fjárlaga- frumvarp vera nokkuð traust og í samræmi við áætlanir. Mikil- vægt sé þó að missa ekki sjónar á áhættuþáttunum. Þannig að þegar litið er yfir síð- ustu fjögur ár, má segja að þró- unin hafi verið jákvæð þrátt fyrir að enn séu áskoranir fram undan? „Við hjá AGS erum afar ánægð með það sem Ísland hefur áorkað hingað til frá hruni, en það er enn margt ógert.“ thorgils@frettabladid.is Afnám hafta miðist við rétt skilyrði MARGT ENN ÓGERT Daria Zakharova, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kynnti í gær yfirlýsingu sjóðsins um stöðu mála í íslensku efnahagslífi. Hún er hér ásamt Franek Roswadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTAVIÐTAL: Daria Zaharova, yfirmaður sendinefndar AGS Við hjá AGS erum afar ánægð með það sem Ísland hefur áorkað hingað til frá hruni, enn það er enn margt ógert. DARIA ZAKHAROVA YFIRMAÐUR SENDINEFNDAR AGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.