Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 34
29. september 2012 LAUGARDAGUR34 BREYTINGAR Á SEPTEMBER 2006 ● Boðið upp á stöðufærslur í fyrsta sinn. Á sama tíma var frétta- veita á forsíðu kynnt til leiks ásamt upplýsingaveitu á notendasíðum. ● Facebook opnað öllum, hafði áður bara verið opið fólki með ákveðin háskólanetföng. OKTÓBER 2006 ● Notendum gert kleift að deila myndum, greinum, tenglum og myndböndum sem eru vistuð annars staðar á netinu. APRÍL 2007 ● Fyrsta stóra endurhönnun Facebook, sú hönnun sem var á síðunni þegar Íslendingar tóku að flykkjast þangað. Innhólfið var kynnt til sögunnar þar sem í fyrsta sinn var hægt að skoða einkasamræður við aðra notendur í heild sinni í stað stakra skilaboða. JÚLÍ 2008 ● Facebook endurhannað. Upplýsingaveita og veggur sameinuð í vegg. Eftir þessa breytingu gátu notendur fyrst skrifað á veggi annarra. Jafnframt var svokallaður færsludálkur kynntur til leiks sem gerði notendum kleift að uppfæra stöðu, setja inn myndir, tengla og myndbönd á sama stað. MARS 2009 ● Ný forsíðuhönnun. Notendur þurftu ekki lengur að endurhlaða forsíðuna til að sjá nýjar færslur. MAÍ 2009 ● Facebook býður upp á að skrá fjölskyldutengsl. SEPTEMBER 2009 ● Notendum gert kleift að merkja aðra notendur í færslum. JÚNÍ 2010 ● Like-takka bætt við athugasemdir. DESEMBER 2010 ● Ný hönnun á síðum notenda. Flipar með upplýsingum, myndum og vinalista færast og eru nú undir forsíðumynd. Fimm myndir birtast nú í renningi fyrir ofan færsludálkinn. ● Notendur geta fyllt út lista yfir nám og störf. JÚLÍ 2011 ● Boðið upp á mynd- bandsspjall, í samstarfi við Skype, sem viðbót við rauntímaspjallið. SEPTEMBER 2011 ● Ný efnisveita bætist við hægra megin á síðunni sem sýnir á mun ítarlegri hátt en áður hvað aðrir notendur aðhafast. FEBRÚAR 2009 ● Like-takkinn kynntur til leiks. JÚNÍ 2007 ● Notendum gert kleift að hýsa myndbönd hjá Facebook. JÚNÍ 2008 ● Opnað fyrir athuga- semdir við stöðufærslur. „ NÓVEMBER 2007 ● Facebook býður upp á sér- stakar síður fyrir fyrirtæki. JANÚAR 2009 ● Facebook fer að minna á afmæli vina. FEBRÚAR 2010 ● Ný valmynd. Rauðu tilkynn- ingarnar um það sem hefur gerst frá síðustu heimsókn birtast. NÓVEMBER 2007 ● Facebook birtir áhugatengdar auglýsingar sniðnar að á huga- málum þínum og vina þinna. APRÍL 2008 ● Facebook chat kynnt, rauntíma- spjallforrit sem er nú ein vinsælasta þjónusta síðunnar. SEPTEMBER 2011 ● Núverandi hönnun Facebook, sem kallast „Timeline“, kynnt. 2006 2007 2008 2010 EKKI MIKLAR BYLTINGAR Útlit vefjarins hefur í sjálfu sér ekki tekið miklum stakkaskiptum í tímans rás. Meiri áhersla hefur verið lögð á að breyta virkninni. status lifir – fortíðin á facebook Gamlir Facebook-draugar ollu samfélagslegu móðursýkiskasti í vikunni sem leið. Vefurinn er svo samofinn daglegu lífi okkar flestra að við eigum erfitt með að setja okkur í þriggja ára gömul spor. Brynjar Guðnason og Stígur Helgason litu yfir farinn veg. f yrst var minnst á fyrirbærið Facebook í íslenskum fjölmiðl- um í DV 17. mars 2006. Fréttin fjallaði um óknyttastráka í Ala- bama sem sættu ákæru fyrir að hafa brennt níu kirkjur til grunna. „Hinir ákærðu voru allir með svokallaðar Facebook-heimasíður, sem eru sérstaklega gerðar fyrir nema á framhaldsskólastigi í Bandaríkjunum,“ sagði í frétt DV. Þar höfðu þeir aulað út úr sér einhverjum óheppilegum ummælum. Þetta var reyndar ónákvæmt – síðan var jú fyrst smíðuð fyrir háskólanema, en færði svo út kvíarnar inn í framhalds- skólana áður en hún var opnuð almenningi yfir 13 ára aldri í september 2006. Þetta var þá – í gamla daga – árið 2006. Síðan hefur margt breyst og núna eru allir og amma þeirra á Facebook – bókstaflega. Um skeið bárust reglulega fréttir af gamal- mennum, allt upp í nírætt, sem voru að feta sig inn í töfraveröld tækninnar, ekki síst til að ná betri tengslum við fjölskylduna sem var í æ ríkari mæli farin að lifa og hrærast á þessum byltingarkennda samskiptavef. Þau gömlu þurftu að velja um að vera með eða fara hreinlega á mis við nýjustu tíðindin af sínum nánustu. Gamlir og gleymdir tímar Facebook rataði enn og aftur í fréttir í lið- inni viku, nú vegna móðursýki sem greip um sig þegar fólk taldi fullvíst að æði pers- ónuleg og jafnvel vandræðaleg einkaskila- boð fyrri ára væru tekin að birtast fyrir allra augum á „veggnum“ þeirra. Aðstand- endur Facebook báru þennan orðróm reynd- ar strax til baka – sögðu að fólk væri bara fljótt að gleyma. Í eina tíð hefði það nefnilega verið þannig að fólk átti samskipti á Facebook með því að skrifa skilaboð veggja á milli. Þrátt fyrir það, og þá staðreynd að sagan um opinberu einkaskilaboðin hefur ekki fengist stað- fest af einu einasta marktæka tæknigúrúi, eru margir enn vantrúaðir á skýringarnar. Sumir þeirra eru flúnir af Facebook. Af þessu tilefni er ágætt að rifja upp klausu úr Fréttablaðinu frá því í ágúst 2008. Þar var Facebook sagt vera „á niðurleið“, og með fylgdu þessi orð: „Annarlegt að lesa samskipti vina og kærustupara sem kjósa að nota þennan miðil til að eiga samskipti hvort við annað. Fyrir allra augum.“ Staðreyndin er sú, eins og sést glögglega hér að ofan, að Facebook hefur breyst býsna ört síðan það sló í gegn árið 2007. Og sumt er beinlínis erfitt að ímynda sér að hafi nokkru sinni verið öðruvísi en í dag. Í árdaga var til dæmis ekkert til sem hét „fréttayfir- lit“, þar sem birtust á einum stað allar nýjar stöðuupp- færslur (e. statusa) tengsla- netsins. Ef maður vildi kynna sér hvað aðrir væru að aðhaf- ast og segja þurfti maður að gjöra svo vel að smella á nafn hvers og eins og renna yfir heimasvæði þeirra. Og lengi eftir að bætt var úr þessu var þjónustan þó ekki svo fullkomin að maður gæti leyft síðunni að malla í bakgrunni og sækja sjálfvirkt allar nýjustu vendingar. Til að halda í við samfélag sitt þurfti að þjösnast á hnappnum sem endurhlóð síð- una. Álagið á F5-takkann á lyklaborðinu var gríðarlegt. Hver hefði svo giskað á að spjall- möguleikinn hefði verið innleiddur áður en boðið var upp á að skrifa athugasemdir við stöðuuppfærslur? Allt annað líf Vinsældir Facebook eru ótrúlegar – um það þarf ekki að rökræða – en vinsældirnar falla ekki alls staðar jafnvel í kramið. Fólk ver orðið svo miklum tíma í tjáskipti á Facebook að fjöldi vinnustaða hefur séð sig nauðbeygð- an til að loka á þennan mest sótta vef verald- ar. Hann er farinn að hafa áhrif á framlegð og framleiðni. Til að byrja með var Facebook og tilvist þess fréttaefni út af fyrir sig. Í október 2007 sagði Fréttablaðið frá því að Facebook-æði hefði gripið þjóð- ina. Þar væru nú sjö þúsund Íslendingar og meira að segja nokkrir frægir, til dæmis Ruth Reginalds, Halla Vilhjálms- dóttir, Einar Bárðarson og Sigga Beinteins! Notendafjöld- inn reis hratt og nú er áætlað að yfir 220 þúsund Íslendingar noti Facebook svo til stanslaust. Af og til hefur vefurinn líka blandast inn í fréttamál. Þann- ig sagði Fréttablaðið frá því í maí 2010 að Tryggingastofnun ríkisins væri farin að fylgjast með Facebook-síðum bótaþega og hefði nappað suma sem opin- beruðu það netleiðis með yfir- lýsingum og myndum að þeir lifðu alls ekki bótahæfu lífi. Þá hefur vefurinn verið kall- aður skæður hjónadjöfull og netdaðri kennt um ófáa skilnaði. Eins og vonlegt er með tækni hefur því margoft verið spáð að Facebook hljóti senn að líða undir lok – bólan geti ekki annað en sprungið. Þessar hrakspár hafa hins vegar enn ekki gengið eftir, ekki einu sinni eftir að „timeline“ var kynnt til sögunnar og margir héldu að heimurinn mundi farast. Við fíklarn- ir setjum læk á það! Síðan Facebook náði vinsældum á Íslandi hefur ítrekað verið reynt að íslenska nafn vefjarins, með misjöfnum árangri. Hér gefur að líta þau helstu, sem sum hver lifa enn: HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA? fasbók fésbók flettismetti snjáldra snjáldurskinna Íslendingar voru á Facebook í október 2007. Þeirra á meðal voru nokkrir frægir. 7.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.