Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 60
10
Vilt þú taka þátt í spennandi starfi
Golfklúbbs Akureyrar?
Laus er til umsóknar staða golfkennara Golfklúbbs
Akureyrar (GA). Golfkennari gegnir lykilhlutverki í
starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi
og þjálfun kylfinga í klúbbnum.
Nánari upplýsingar um GA má finna á
www.gagolf.is og www.arcticopen.is.
Starfssvið:
• Stefnumótun og markmiðasetning
varðandi golfþjálfun
• Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar
barna og unglinga
• Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd
þjálfunar afrekskylfinga
• Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á
sviði þjálfunar
• Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og
nefndir klúbbsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkennt PGA golfkennaranám
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði
í vinnubrögðum
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsæk-
janda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar
er tilgreind.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Jón Steindór Árnason, gjaldkeri GA, í síma
864-8924 og í netfanginu jsarnason@gmail.com.
Umsóknarfrestur er til 15. október. Umsóknum
má skila rafrænt á netfangið umsokn@gagolf.is
Golfkennari
Golfklúbbs Akureyrar
Forstöðumaður Vistheimilis barna
Velferðarsvið
Barnavernd Reykjavíkur auglýsir eftir forstöðumanni á Vistheimili barna. Á vistheimilinu dvelja tímabundið 0-13
ára börn, sem vistuð eru af barnaverndarástæðum. Allt að 7 börn geta dvalist á vistheimilinu í einu.
Viðkomandi starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Leitað er að starfsmanni sem bæði er með þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri - og reynslu af barnaverndarstarfi og
starfi með foreldrum. Starfið felur m.a. í sér yfirumsjón með allri þjónustu vistheimilisins og stjórnun á daglegum rekstri.
Helstu verkefni eru:
• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Vistheimilis barna
• Stjórnun starfsmannamála og ábyrgð á framkvæmd
starfsmannastefnu
• Yfirumsjón með allri þjónustu heimilisins
• Stjórnun á daglegum rekstri
• Þverfaglegt samstarf við aðrar stofnanir og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði félagsvísinda, uppeldis og menntunar
eða sálfræði
• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
• Þekking og reynsla af starfi með börnum, foreldrum og af
barnaverndarstarfi
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það
margbreytilega samfélag sem borgin er.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til 14. október 2012.
Nánari upplýsingar veita Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, í síma 411-1111, netfang: halldora.drofn.gunnarsdottir@reykjavik.is og
Steinunn Kristinsdóttir, í síma 581-1024, netfang: steinunn.kristinsdottir@reykjavik.is
Áberandi góður hagdeildar-
snillingur óskast til Vodafone
Okkur vantar stórgóðan sérfræðing í hagdeildina sem er talnaglöggur,
nákvæmur og getur haldið mörgum boltum á lofti í einu. Viðkomandi
til að gera vel.
vodafone.is/storf.
Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2012.
Þín ánægja er okkar markmið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA