Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 12
12 29. september 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M eð boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stétt- arfélaga. Stjórnmálaferill Jóhönnu hefur einkennzt af baráttu fyrir jafn- rétti og hagsmunum lítilmagnans. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum umbótum í velferðar- og félagsmálum þótt hún hafi reyndar ekki alltaf sézt fyrir í þeim efnum og stundum neitað að horfast í augu við staðreyndir um stöðu ríkisfjár- málanna þegar baráttumál hennar hafa verið annars vegar. Jóhanna sóttist eftir formennsku í Alþýðuflokknum en beið þar lægri hlut. Fleyg urðu ummæli hennar eftir að hún tapaði formannskjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni árið 1994: „Minn tími mun koma!“. Tími Jóhönnu kom 15 árum síðar, þegar atvik höguðu því svo til eftir efnahagshrunið og fall ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylk- ingarinnar að hún var sú sem leitað var til að stýra nýrri ríkisstjórn. Fáar ríkisstjórnir hafa staðið frammi fyrir eins erfiðu verkefni. Það markaði tímamót þegar Jóhanna settist í stól forsætisráðherra. Hún er fyrsta íslenzka konan til að gegna því embætti og sömuleiðis fyrsti forsætisráðherra heims sem fer ekki í felur með samkynhneigð sína. Hvort tveggja voru mikilvægir, táknrænir sigrar í baráttu fyrir jafnrétti. Þótt Jóhanna hafi á þeirri stundu sem hún varð forsætisráðherra verið sú sem sameinaði Samfylkinguna og naut trausts flokksmanna, hefur staða hennar innan flokksins versnað á kjörtímabilinu. Það helg- ast ekki sízt af því hvað hún hefur hallað sér eindregið til vinstri til að varðveita samstarfið við Vinstri græna. Fyrir vikið hefur Samfylk- ingin vanrækt miðjuna og stór hluti flokksins hefði ekki orðið sáttur við að hún hefði setið áfram sem formaður. Að þessu leyti má segja að Jóhanna hafi þekkt sinn vitjunartíma í pólitíkinni, sem er meira en segja má um marga aðra stjórnmálamenn. Ríkisstjórnin hefur um margt náð mikilsverðum árangri við endurreisn efnahagslífsins. Hún hefur til að mynda farið nær því að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum en margir hefðu búizt við af fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni, þótt skattahækkanir hafi átt of stóran hlut í þeim jöfnuði. Um leið hefur tekizt að standa vörð um grunnþætti í velferðarkerfinu. Mál hafa sömuleiðis þróazt í rétta átt hvað varðar endurreisn fjármálakerfisins og úrlausn skuldavanda fyrirtækja og heimila. Hins vegar hefur ríkisstjórninni mistekizt að efla fjárfestingu eins og hún áformaði og að búa atvinnulífinu samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Fyrsta hreina vinstristjórnin virðist hafa litið svo á að hún hefði aðeins þessi fjögur ár, sem senn eru á enda, til að hrinda í fram- kvæmd alls konar gömlum draumum vinstrimanna. Fyrir vikið hafa ýmis mál verið keyrð áfram í miklum ágreiningi við stjórnarand- stöðuna og stóra hópa í samfélaginu, í stað þess að leita þeirrar sáttar sem æskilegast hefði verið í kjölfar hrunsins. Þetta á til dæmis við um málefni sjávarútvegsins, virkjana- og verndunarmál og vinnuna við breytingar á stjórnarskránni. Í öllum þessum málum hefði mátt finna sáttaflöt, en á því hefur ríkisstjórnin ekki áhuga. Kannski þarf það ekki að koma á óvart. Jóhanna Sigurðardóttir hefur alla tíð lagt meiri áherzlu á baráttuna en sáttina. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Í stjórnmálum þurfa menn að hafa snotrar hugsjónir og kunna list hins mögulega. Fram undan eru ákvarðanir þar sem reynir á þessa jafnvægis- list. Í húfi er val á leiðum úr efna- hagskreppunni. Í þessu samhengi er ástæða til að nefna tvö mál: Annars vegar er meðferð stjórnarskrármálsins. Hins vegar er mótun stefnu í pen- ingamálum og órjúfanleg tengsl þess máls við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og spurn- inguna um Evrópusambandsaðild. Óhjákvæmilegt er að horfa á þessi viðfangsefni í samhengi þegar að því kemur að ákveða hvernig hald- ið skuli á málum. Óbreytt stjórnarskrá útilokar að unnt sé að halda möguleikanum u m upptök u evru opnum á næsta kjörtíma- bili. Það sem meira er: Ætlum við að halda í Evrópska efna- hagssvæðið og varðveita krón- una þarf líka stjórnarskrárbreytingu vegna nýrra reglna á sviði fjármálaeft- irlits, sem fela í sér valdframsal. Allt bendir svo til að við þurf- um að setja strangari varúðarregl- ur um frjálst flæði fjármagns en önnur Evrópulönd. Það kallar á undanþágur frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þá gæti það orðið þrautin þyngri að halda viðskiptafrelsinu óskertu til fram- búðar á öðrum sviðum samnings- ins. Óbreytt samningsstaða við Evrópu er því ekki kostur lengur. Engum vafa er undirorpið að mikill meirihluti fólks vill eitt af þrennu í stöðunni: 1) Halda í krón- una og byggja á Evrópska efna- hagssvæðinu með endurnýjuð- um samningi. 2) Taka upp evru og ganga í Evrópusambandið. 3) Hafa báðar leiðir opnar enn um sinn. Hugmyndin um að ganga út af Evrópska efnahagssvæðinu á fáa formælendur. Mismunandi sjónarmið um lausn á peningamál- unum kalla því á stjórnarskrár- breytingu. Lokast báðar leiðir? Þá spyrja menn: Er nokkur vandi á höndum? Liggja ekki fyrir hugmyndir að nýrri stjórnarskrá þar sem ráð er fyrir því gert að deila megi fullveldisréttinum í alþjóða- samvinnu? Það er rétt. En málið er flóknara. Á það er að líta að í fyrsta skipti í sögu stjórnarskrárbreytinga hefur ekki verið leitað eftir víðtækri samstöðu á Alþingi um vinnulag og efnistök. Fyrir vikið standa fyrir dyrum miklar þrætur þegar efn- isumræður hefjast loksins. Þar að auki er málið komið í tímaþröng. Hvort sem menn eru hlynntir þeirri heildarbreytingu sem um er rætt eða ekki má öllum vera ljóst að teflt er á tæpasta vað með afgreiðslu á svo stóru máli fyrir þinglok. Jafnvel þó að það takist bendir flest til að það verði sam- þykkt með naumum meirihluta. Stjórnarskrárbreytingar þarf að leggja fram á nýju þingi til endur- staðfestingar. Það er gert til þess að kjósendur geti tekið í taumana ef þeim sýnist svo. Verði þeir sem væntanlega greiða atkvæði gegn stjórnarskrárfrumvarpinu í meiri- hluta að kosningum loknum verð- ur að líta svo á að kjósendur hafi stöðvað málið. Auðvitað er ekki unnt að fullyrða að svo fari. Hitt væri barnalegt að viðurkenna ekki að í öllu falli eru líkurnar á því jafn miklar. Gerist það er búið að loka báðum aðalleiðunum í peningamálum fyrir allt næsta kjörtímabil. Vilja menn taka þá áhættu með því að heimta annað hvort allt eða ekkert í stjórnarskrármálinu? Eða: Vilja menn sýna list hins mögulega og semja um framgang þeirra breyt- inga sem brýnastar eru? Af svör- unum má ráða hvaða alvara býr að baki afstöðu einstakra flokka til þeirra miklu mála sem eru í upp- námi af þessum sökum. Allt eða ekkert? Í tillögum stjórnlagaráðs segir að kjósendur eigi að greiða atkvæði um samning sem Alþingi hefur samþykkt um framsal á fullveldisrétti í alþjóða- samstarfi. Hins vegar er engin krafa gerð um lágmarks þátttöku eða stuðning. Einfaldur meirihluti í þjóðaratkvæði á að ráða úrslitum án tillits til þátttöku. Ýmis rök mæla hins vegar með því að eitthvert lágmarks hlutfall allra atkvæðisbærra manna styðji ákvörðun Alþingis. Það þýðir að í raun yrði gerð krafa um aukinn meirihluta eftir því sem þátttaka í kosningunni er minni. Hugsunin er sú að gera eigi ríkari kröfur um ákvarðanir sem lúta að skipan full- veldisréttarins en almenn löggjaf- armál. Vilji menn leita eftir samstöðu um þetta brýna stjórnarskrárákvæði er óvitlaust að hugleiða þennan kost. Ekki er ólíklegt að þeir sem hik- andi eru við að opna slíkar stjórn- arskrárheimildir væru fúsari til samkomulags ef vilji væri til slíkra breytinga. Þetta eina álitaefni sýnir hversu brýnt er að brjóta stjórnar- skrárumræðuna betur til mergjar. En hvað sem því líður er hyggi- legt að forgangsraða viðfangsefn- um í stjórnarskrármálinu með hliðsjón af öðrum markmiðum. Hitt er áhættusækni að færast meira í fang en víst er að menn ráða við. Það er varasamt í pólitík eins og bönkum. Forgangsröðun ÞORSTEINN PÁLSSON Merkilegur stjórnmálaferill senn á enda: Tími Jóhönnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.