Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 48
FÓLK| Hann segir tónlist frá diskótímanum og níunda áratugnum eiga aftur upp á pallborð yngri hlustenda því nú dúkki hún upp í tölvuleikjum og bíómyndum. „Ég átta mig samt ekki á hvort yngra fólkið hlusti út af tónlistinni eða þeirri samsuðu sem verður til í fólki, tónlist og fjöri þáttarins. Fólk kemst sjálfkrafa í stuð við það eitt að hlusta og ég sé iðulega færslur á fésbókinni þar sem mér er kennt um að einhver hafi óvart opnað bjór og sé nú á leið á djammið. Það finnst mér líka í stórgóðu lagi,“ segir Siggi og hlær enn meir. Í þáttinn hringja margir góðglaðir en Siggi segir af og frá að allir sem hringi inn séu við skál. „Fólki þykir hins vegar skemmtilegra að hringja þegar það er búið að fá sér einn og ég held að ég upplýsi engin leyndarmál þegar ég segi að þjóðin sé búin að fá sér í glas um miðjan dag á laugardögum. Sú staðreynd fór bara í útvarpið eftir að þátturinn minn byrj- aði,“ segir Siggi sem hljóðritar símtöl til þáttarins og velur úr þeim bestu. „Hlustendur mínir eru hundrað pró- sent lífsglaðir og ég fæ ekki leiðinlegt fólk á línuna. Það nennir heldur enginn að hlusta á fúlan kall úr Laugarnesinu og miklu skemmtilegra að hlusta á stelpur sem fara saman í sveit til að fá sér hvítvín í pottinum,“ útskýrir Siggi. GRÁTUR OG HLÁTUR Að sögn Sigga hafa ekki orðið óvæntar uppákomur í útvarpinu en stundum þegar hann þeytir skífum. „Þannig mannaði einn sig upp og fór á hnén þegar ég spilaði í Neskaupsstað í sumar. Ég lækkaði í græjunum svo hann gæti borið upp bónorðið og konan játaðist manninum. Allir fóru að grenja og allt varð geðveikt og ballið bara enn betra á eftir,“ segir Siggi. Hann segir mest umbeðna lagið nú um mundir vera Don‘t Stop Believing sem bandaríska rokksveitin Journey gerði fyrst vinsælt 1981. „Lagið var rifjað upp í Glee og búið að margspila það svoleiðis í þættinum að nú er það orðið sparilag. Óskalisti hlustenda fer reyndar í hringi og nú aftur farið að biðja um Turn Me Loose með Loverboy sem var vinsælasta lagið fyrstu tvö árin. Ég neita annars engum óskalögum því í þættinum er ég að skemmta öðrum en ekki sjálfum mér.“ KÓSÍ SÓFAKLESSA Fríhelgi er nánast óþekkt fyrirbæri hjá Sigga og hann bókaður sem plötusnúð- ur fram í apríl 2013. „Vissulega eru gerðar kröfur til manns en ég þarf eins og aðrir frí inn á milli til að hlaða batteríin. Ívar Guð- mundsson hefur endrum og sinnum leyst mig af í þættinum og alveg frábær staðgengill sem var einnig plötusnúð- ur á eitís-tímabilinu. Því er stundum ósanngjarnt að allt verði brjálað ef ég tek mér smá frí og þá fæ ég að heyra það óþvegið hjá hlustendum,“ segir Siggi og brosir. Hann segir fríhelgi drauma sinna snúast um sælkeramat fyrir frúna og tvö uppkomin börn sín. „Við erum mikið fyrir að gera vel við okkur og erum samrýmd fjölskylda. Við kunnum að hafa það kósí og notalegt heima.“ En hvað stendur til þegar færi gefst um helgina? „Þá breytist ég í sófaklessu enda stór sjónvarpshelgi fram undan. Ég er mikill unnandi enska boltans og svo hefst Ryder Cup um helgina þar sem ég mun ekki missa af höggi,“ segir hann hlæj- andi. ■ thordis@365.is VEISTU HVER HANN ER? Þátturinn Veistu hver ég var? átti upphaflega að vera í loftinu í þrjá mánuði en er nú að nálgast fimm ára afmæli sitt. Siggi segist glaður halda áfram með þátt- inn á meðan hann sé sá allra vinsælasti meðal þjóðarinnar. MYND/ANTON ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU -inniheldur m.a. hinn öfluga DDS1 asídófílus sem er bæði gall- og sýruþolin. -er sannkölluð himnasending fyrir meltinguna, bætir og byggir meltingarflóruna og hefur reynst vel þeim sem þjást m.a. af meltingarkrampa, uppþembu, kandíta, lausri og tregri meltingu. www.gengurvel.is UPPLIFÐUMUNINN!® ® Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni P R E N T U N .IS LAGERSALA allt að 80% afsláttur Laugardag & sunnudag 11-16 Laugavegi 178 Rúmföt - margar stærðir Úrval af barnarúmfatnaði Handklæði og margt fleira Margar gerðir Eldhúsvörur Púðar & dúkar Löberar Rúmteppi 140x200 140x220 200x200 220x220 HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 SUNDBÍÓ Í LAUG- ARDALSLAUG ■ Aftur til fortíðar Efnt verður til sundbíós í Laugar- dalslaug í kvöld en það er orðin ein af sérgreinum kvikmyndahá- tíðarinnar RIFF. Í ár verður myndin Aftur til framtíðar (Back to the Future) sýnd, en það er sígild ævintýramynd Roberts Zemeckis frá árinu 1985. Skreytingar í Laugardalslaug verða í stíl við skólaballið, sem er ein af lykil- senum myndar- innar, og andi og tónlist ársins 1955 mun svífa yfir vötnum. Miða- sala fer fram á www.riff.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.