Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 118
29. september 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN ?Við fengum símtal frá framleið- endum þáttanna og vorum beðnir um að vera með. Við slógum auð- vitað til enda er þetta frábær aug- lýsing fyrir stofuna og skemmti- leg reynsla,? segir Kristinn Óli Hrólfsson. Hann rekur hár- greiðslustofuna Mugshot í Kaup- mannahöfn ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram sem gestadómar- ar í þætti af sjónvarpsþáttaröð- inni Danmarks Næste Topmodel á fimmtudag og sáu einnig um að breyta útliti keppenda þáttanna. Kristinn Óli og Mike breyttu útliti fimmtán keppenda með því að klippa hár þeirra og lita og tóku stúlkurnar misvel í gjörn- inginn. ?Ein grét í þrjá klukku- tíma yfir því að hárið á henni hefði verið klippt í axlasídd. Við höfum aldrei lent í því áður að kúnni gráti í stólnum hjá okkur.? Hárgreiðslumennirnir tóku einnig að sér hlutverk gesta- dómara í sama þætti og voru með í þeirri ákvörðun að kjósa tvær stúlkur úr keppni. Kristinn Óli segir það hafa verið erfitt verk. ?Auðvitað var það erfitt. Þetta eru ungar stúlkur sem dreymir um að verða fyrirsætur og það er ekki gaman að vera með í þeirri ákvörðun um að binda endi á þann draum.? Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega en viðurkennir að það hafi verið skrítið að horfa á sjálfan sig á sjónvarpsskjánum. ?Það var mjög skrítið að horfa á þáttinn, sérstaklega þegar maður hugsar út í það hversu marg- ir horfa á hann. Ég passaði mig mikið að tala rétt og koma vel fram, en svo er það þannig að maður sjálfur er alltaf sinn versti gagnrýnandi.? Þetta er þriðja þáttaröð Top- model í Danmörku og er bar- ónessan Caroline Fleming stjórn- andi þáttanna. Þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Kanal 4 og njóta mikilla vinsælda. ?Þættirn- KRISTINN ÓLI HRÓLFSSON: EIN GRÉT Í ÞRJÁ KLUKKUTÍMA Dæmdi danskar fyrirsætur DÓMARI Í TOP- MODEL Kristinn Óli Hrólfsson rekur hár- greiðslustofuna Mugshot ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram í sjónvarpsþátt- unum Danmarks Næste Top- model. ÞÆGILEG OG KURTEIS BARÓNESSA Caroline Fleming er fædd Caroline Elizabeth Ada Iuel-Brockdorff og ber titilinn barónessa. Hún ólst upp í Valdemars Slot-kastal- anum og er þekkt persóna í dönsku samfélagi. Hún er einnig þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Baronessen flytter ind og Danmarks næste topmodel. Kristinn Óli segir að hún sé þægileg í samstarfi, afskaplega kurteis og að mannasiðir hennar hafi verið óaðfinnanlegir. Fleming var gift Rory Fleming, sem tilheyrir fjórðu ríkustu fjölskyldu Bretlands og er frændi Ian Fleming, höfundar Bond-bókanna. Parið eignaðist tvö börn saman en skildu árið 2008. Fleming er nú í sambandi með danska fótbolta- manninum Nicklas Bendtner, sem er þrettán árum yngri en hún. ir fá mikið áhorf og þess vegna er þetta frábær auglýsing fyrir okkur og Mugshot. Þarna fengum við að sýna allri Danmörku hvað við kunnum og getum.? sara@frettabladid.is ?Hljómsveitin var stofnuð á aðalfundi árið 1989 og starfaði við óhemju vinsældir í þrjú eða fjögur ár,? segir Hörður Bragason, for- stjóri stórhljómsveitarinnar Júpíters. Júpíters stígur á svið í Edrúhöllinni í kvöld en það verður í þriðja skipti sem hún kemur fram frá því hún lagði upp laupana. ?Við stálumst til að spila á tónleikum fyrir geðsjúklinga í Hörpu síðasta haust og á minningartónleikum um Kristján Eldjárn í vor. Þegar SÁÁ bauð okkur að spila á þessu foreldraballi stukkum við til og erum búnir að vera að æfa eins og vitleysingar,? segir Hörður og hlær. Júpíters naut mikilla vin- sælda þegar hún var og hét og spilaði meðal annars á Reading-tónlistarhátíðinni í Eng- landi. ?Við sögðumst alltaf lifa góðu lífi á þessu en það var auðvitað bara lygi. Þetta var mjög ópraktískt og ruglað dæmi enda um að ræða fjórtán manna hljómsveit,? segir hann. Í grunninn er hljómsveitin sú sama í dag og hún var þá. ?Nokkrir eru úr leik af mis- munandi ástæðum og við erum búin að bæta við fulltrúum ungu kynslóðarinnar,? segir hann, en Magga Stína og Engilbert Jensen verða meðal þeirra sem koma fram á tón- leikunum auk þess sem Músíkvatur mun ?steikja? með hljómsveitinni. ?Það verður áhugavert,? segir Hörður. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, en fjörið hefst klukkan 21 og lýkur fljótlega eftir miðnætti. ?Þá geta barnapíurnar farið á djammið, þannig vinna allir,? segir Hörður og hlær. -trs Júpíters snýr aftur eftir átján ára hlé 14 MANNA HLJÓMSVEIT Hörður segir Júpíters skipaða sama kjarna í dag og fyrir 18 árum þó sumir séu úr leik og nýir komnir inn í staðinn. Engilbert Jensen kemur fram með sveitinni í Edrúhöllinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Konráð Ragnarsson Aldur: 55 ára. Starf: Menntaður rafverktaki og sjálf- lærður ljósmyndari og leikari. Foreldrar: Móð- irin Ása Hjálmars- dóttir (88 ára í dag) og faðirinn Ragnar Konráðs- son (látinn). Fjölskylda: Ein- stæður en á fimm börn. Búseta: Í Neðra-Breiðholti. Stjörnumerki: Meyja. Konráð lék í tónlistarmyndbandi á móti stjörnunni Russell Crowe. Margt var um manninn á skemmtistaðnum Rúbín á fimmtudags- kvöldið en þar var botninn sleginn í tökur á Hollywood-myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Leikstjórinn og leikarinn Ben Still- er stýrði gleðskapnum og hélt meðal annars ræðu fyrir gesti. Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Ásgeir Trausti, var fenginn til að leika ljúfa tóna sem féllu víst kramið hjá Holly- wood-liðinu sem og íslenskum aðstandendum myndarinnar. Plötusnúðurinn Danni Deluxe sá svo um að halda stuðinu uppi fram eftir nóttu. Meðal gesta var athafnamaðurinn Jón Ólafsson og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem fór með hlutverk í myndinni og lýsti Stiller meðal annars yfir ánægju sinni með Ólaf á Twitter. Stiller hefur verið iðinn við lýsa yfir hrifningu sinni á landi og þjóð á samskiptasíðunni á meðan hann hefur dvalið hér á landi. Seinasti tökudagur var á fimmtu- daginn en Stiller hefur flakk- að á milli landshluta. Íbúar Stykkishólms, Seyðisfjarðar og Borgarness hafa sérstak- lega orðið varir við innrás Hollywood þar sem meðal annars Geirabakarí í Borgar- nesi var breytt í veitinga- stað fyrir hvíta tjaldið. Margir verða eflaust spenntir að berja myndina augum en áætl- uð frumsýning er 25. desember 2013 vest- anhafs. Ásgeir söng fyrir Stiller Styrkt af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði Aðrir tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eftir flutningana í Hörpu. Gestur sveitarinnar verður sænski píanóleikarinn og tónskáldið Lars Jansson en hann hefur verið í hópi fremstu jazztónlistarmanna Svía undanfarna áratugi. Jansson mun stýra sveitinni í heilli dagskrá eigin verka, auk þess að leika á píanó. Lars Jansson Miðar á harpa.is og í miðasölu Hörpu HARPA / Kaldalón sunnudag. 30. sept kl. 16:00 Miðaverð kr. 2.500 / 2.000 Styrkt af Stórsveit Reykjavíkur Jazzstjarna frá Svíþjóð í H ör pu Margt var um manninn á fyrsta degi dans- prufa fyrir raunveruleikaþátt Ríkissjón- varpsins Dans dans dans í Hörpu í gær. Vongóðir dansarar af öllum stærðum og gerðum biðu þess að geta sýnt spor sín frammi fyrir dómaraþríeykinu, þeim Katrínu Hall, Gunnari Helgasyni og Kar- enu Björk Björgvinsdóttur. Fyrsta sería dansþáttanna lagðist vel í landsmenn í fyrra. Þá var það Berglind Ýr Karlsdóttir sem fór með sigur af hólmi en hún er nú í starfsnámi hjá Íslenska dans- flokknum. Ein og hálf milljón króna er í boði fyrir sigurvegarann en það er þjóðin sem að lokum ræður úrslitunum með símakosn- ingu. Fyrstu þátturinn fer í loftið í lok október. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er kynnir þáttanna eins og í fyrra, en hún lék á als oddi í Hörpu í gær. Annar dagur prufanna fer fram í dag og því um að gera fyrir fótafima landsmenn að freista gæfunnar. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Dans dans dans. - áp Vongóðir dansarar í Hörpu DANSFIMI Harpa fylltist af vongóðum dönsurum í gær er dansprufur fyrir Dans dans dans fóru fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.