Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 24
Steingrímur hyggist halda áfram. „Hann er svo mikil kjölfesta í sínum flokki og það er varla hægt að ímynda sér hvað mundi gerast í þeim flokki ef hann færi. Auðvitað kemur alltaf maður í manns stað, en hann er gríðarlega mikið sterki maðurinn í flokknum.“ Varaformannsslagur Bjarni Benediktsson sækist eðlilega áfram eftir forystu í sínu kjördæmi, Suðvestur- kjördæmi, enda er hann formað- ur flokksins. Áhugavert verður að fylgjast með prófkjörum flokks- ins, þar sem Ólöf Nordal varafor- maður hyggst hætta á þingi. Próf- kjörin verða því öðrum þræði slagur um varaformennskuna. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, fyrrum varaformaður og ráð- herra, hyggst einnig hætta í póli- tík. „Um leið og ég tek ákvörðun um að gefa ekki kost á mér, hvet ég gott fólk með sjálfstæðishugsjón- ina að leiðarljósi til að leggja sig fram um að byggja upp metnaðar- fullt og framsækið samfélag. Sér- staklega hvet ég konur til að taka virkan þátt og nýta sér það ein- staka tækifæri sem nú er í íslensk- um stjórnmálum,“ segir hún í til- kynningu. Illugi Gunnarsson sækist eftir að leiða listann í Reykjavík og hið sama gera Guðlaugur Þór Þórðar- son og Hanna Birna Kristjánsdótt- ir, en þau hafa öll verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varafor- menn. Það hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir einnig verið, en hún sækist eftir efsta sætinu í Suður- kjördæmi. Ljóst er að árangur í prófkjörum mun segja mikið um stöðu kandídata í varaformanninn. Ásbjörn Óttarsson, sem leiddi listann í Norðvesturkjördæmi síð- ast, gefur ekki aftur kost á sér og Einar K. Guðfinnsson stefnir á fyrsta sætið. Formaðurinn færði sig Miklar hræringar eru í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson ætla að setjast í helgan stein, en með Siv fer reynslumesti þingmaður flokksins. Eygló Harðardóttir, sem skipaði annað sætið í Suður- kjördæmi síðast, hyggst færa sig yfir í kjördæmi Sivjar, Suðvest- urkjördæmi, og vill leiða listann. Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á efsta sætið í Suðurkjördæmi, eins og Gunnar Bragi Sveinsson gerir í Norðvesturkjördæmi. Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Gunnlaugur G. Sverrisson hafa óskað eftir stuðningi í fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmunum. Norðausturkjördæmi hefur lengi verið sterkasta vígi Framsóknar- flokksins og skemmst er að minn- ast þess að flokkurinn fékk fjóra þingmenn þar árið 2003. Birkir Jón leiddi listann síðast en eftir að hann tilkynnti um brotthvarf sitt ákvað Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður flokksins, að færa sig norður. Þar er á fleti fyrir Höskuldur Þórhallsson og stefnir í slag um efsta sætið þar. Gunnar Helgi segist ekki skilja hvað búi að baki ákvörðun Sig- mundar. Möguleg skýring sé að hann vilji bjóða fram í kjördæmi þar sem þingsæti sé öruggt. A lþingiskosningar verða í vor og á næstunni munu flokkarnir ganga í það að velja sér fólk á lista. Mikil endur- nýjun varð á þingheimi í tveim- ur síðustu kosningum og því þarf kannski ekki að koma á óvart að meirihluti þingmanna hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Fréttablaðið fékk svör frá öllum þingmönnum um framtíðaráform þeirra, sem sjá má á töflu hér að ofan. Rétt er að taka fram að þeir sem eru í dálknum óráðið hafa ýmist ekki ákveðið sig eða vilja ekki gefa upp hver ákvörðun þeirra er. Fá svör Vinstri grænna Þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs eru dulir um framtíðaráform sín, hvort sem því veldur að ákvörðun hefur ekki verið tekin eða að beðið er eftir rétta tækifærinu. Undan- tekning á því eru Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sækist eftir að leiða listann í Norðvesturkjördæmi og Álfheiður Ingadóttir. Hún sæk- ist eftir öðru sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Ögmundur Jónasson og Stein- grímur J. Sigfússon hyggjast einn- ig bjóða sig aftur fram. Þuríður Backman hyggst hins vegar hætta. Flokksfélög munu funda í næsta mánuði og ákveða fyrirkomulag vals á framboðslista. Reikna má með því að þá muni frambjóðend- ur stíga fram og um fleiri sé ástatt líkt og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra þegar hún segir: „Ég tilkynni um mín áform þegar búið er að taka ákvörðun um fyrirkomulag vals á lista.“ Steingrímur J. Sigfússon gefur það aðeins út að hann ætli ekki að hætta í pólitík, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins mun hann sækjast eftir forystusæti í Norð- austurkjördæmi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma á óvart að Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að það hve margir gefi kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi skýrist að miklu leyti af því hve mikil endur- nýjun var á þingheimi síðustu árin. Af 63 sem náðu kjöri árið 2009 voru 27, eða 43 prósent, nýir og tveir þriðju hlutar þingmanna, sem náðu kjöri 2009, komu fyrst á þing 2007 eða síðar. „Það hefur verið gríðarlega mikil endurnýjun á þinginu, eins og sést nú kannski á störfum þess. Þetta er ekki fólk sem er alveg vant því að tala saman á þann vinsamlega hátt sem stundum hefur verið tíðkaður í pólitík. Ég held að það þurfi að skoða þetta í ljósi þess að það hefur verið gríðarleg endurnýjun á undanförnum árum og það er ekkert óeðlilegt að fólk sem hefur á annað borð viljað gefa sig í þetta vilji gefa þessu aðeins meiri séns.“ Prófkjör og fylgissveiflur Gunnar Helgi bendir á að eitt sé að vilja sitja áfram, annað sé að ná kjöri. Tvennt ráði úrslitum um það hvort vilji þingmanna verði að veruleika. „Annars vegar eru það prófkjörin og það er búið að breyta leikreglum þar töluvert mikið með því að banna ótakmarkaðan peningaaustur. Við vitum ekki alveg hvaða áhrif það mun hafa. Menn geta ekki í sama mæli og menn gerðu 2007 dælt ótakmörkuðu fjármagni og tryggt sér áfram þingsæti á þeim forsendum. Það er óvissuþáttur og svo er traust á þing- mönnum almennt séð og stjórnmálamönnum algjörlega í botni. Það hefur aldrei á Íslandi verið jafn lítið og við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á gengi þessa fólks. Svo er annar þáttur að það má búast við því að það verði töluverð sveifla í kosningunum sjálfum núna næsta vor. Kosningarnar 2009 voru óvenjulegar, Vinstri græn og Samfylkingin fengu hreinan meirihluta og það er ólíklegt að það muni gerast aftur.“ Nýju framboðin Skoðanakannanir benda til þess að fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna muni dala. Gunnar segir óvíst hvort það muni skila sér í meira fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Honum hefur ekki gengið jafn vel í könnunum og menn myndu ætla, enda er hann náttúrulega svolítið sviðinn eftir hrunið. Það er líka óvissa um hvernig nýju framboðunum muni ganga. Það má alveg búast við því að það verði töluverð hreyfing á kjósendum í kosningunum og þar af leiðandi á þingmönnum líka. Það er því ekki útséð um að það verði engin endurnýjun á þingi.“ 29. september 2012 LAUGARDAGUR24 HÆTTA HALDA ÁFRAM ÓRÁÐIÐ ■ HVERJIR HALDA ÁFRAM? Ásmundur Einar Daðason Eygló Harðardóttir Gunnar Bragi Sveinsson Höskuldur Þórhallsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigurður Ingi Jóhannsson Vigdís Hauksdóttir Þór Saari býður fram fyrir Dögun í næstu kosningum Árni Páll Árnason Björgvin G. Sigurðsson Guðbjartur Hannesson Helgi Hjörvar Jónína Rós Guðmundsdóttir Katrín Júlíusdóttir Kristján L. Möller Lúðvík Geirsson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Oddný G. Harðardóttir Ólína Þorvarðardóttir Róbert Marshall Sigmundur Ernir Rúnarsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skúli Helgason Valgerður Bjarnadóttir Össur Skarphéðinsson Árni Johnsen Birgir Ármannsson Bjarni Benediktsson Einar K. Guðfinnsson Guðlaugur Þór Þórðarson Illugi Gunnarsson Jón Gunnarsson Ragnheiður Elín Árnadóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Álfheiður Ingadóttir Lilja Rafney Magnúsdóttir Utan þingflokka Margrét Tryggvadóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Kristján Þór Júlíusson Pétur H. Blöndal Tryggvi Þór Herbertsson Árni Þór Sigurðsson Björn Valur Gíslason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Jón Bjarnason Katrín Jakobsdóttir Svandís Svavarsdóttir Þráinn Bertelsson Atli Gíslason Lilja Mósesdóttir Birkir Jón Jónsson Siv Friðleifsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Ásbjörn Óttarsson Ólöf Nordal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þuríður Backman Aukinn meirihluti heldur áfram Tveir þriðju sitjandi Alþingismanna, eða aukinn meirihluti, eru ákveðnir í að gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Þeir gætu orðið fleiri þar sem nokkrir eiga eftir að gefa upp afstöðu sína. Aðeins 7 þingmenn eru ákveðnir í að hætta. Kolbeinn Óttarsson Proppé skoðaði framboðsmál, hverjir gefa kost á sér og hvaða fólk vill komast inn á hið háa Alþingi í vor. Steingrímur J. Sigfússon Ég hef ekki gefið neitt annað í skyn [en að ég fari í framboð], þá geta menn getið sér til um hvað er líklegast. Guðmundur Steingrímsson (Býður fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum.) Ég geri fastlega ráð fyrir að ég fari fram í Reykjavík. Ögmundur Jónasson Að öllu óbreyttu geri ég ráð fyrir að gefa kost á mér til endurkjörs á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir Píratar hafa ekki verið stofnaðir formlega enn þá. Það stendur ekki til að gera það fyrr en í upphafi næsta árs. Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvar á lista ég hyggst gefa kost á mér, það er að segja, hvort ég muni leiða lista eður ei. Endurnýjun síðustu ára skýrir hve margir vilja halda áfram Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur ■ VALIÐ Á LISTA Reglum varðandi prófkjör hefur verið breytt og þak sett á þá fjármuni sem eyða má í þau. „Almennt séð er það þannig að ef þú mátt ekki eyða peningum verður þú að vera frægur til að eiga möguleika, það er meginreglan. Staða nýs fólks er að því leyti erfið. Hins vegar vinnur það með nýju fólki að það er ákveðin þreyta með hefð- bundin stjórnmál og allan braginn á þinginu eftir þetta kjörtímabil. Það er auð- vitað bara tilfinning en nýtt fólk gæti átt ágætis tækifæri núna, vegna þessarar óánægju,“ segir Gunnar Helgi. ■ ERFIÐLEIKAR NÝRRA FRAMBJÓÐENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.