Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 18
18 29. september 2012 LAUGARDAGUR Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er stað- ur þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auð- veldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, lík- amsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neit- ar börnum sínum um bólusetn- ingar af ótta við afar, afar óljósa áhættu? Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa senni- lega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrj- öldum 20. aldarinnar! Fyrir örfá- um árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunar- veiki og mislinga ekki fátækt í ?þróunarlöndum? heldur undar- legur undirróður í ?upplýstum? samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaður- inn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldr- ar eru farnir að geisa í mörg- um löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluð- um og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mik- ilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna ? þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir. ?One jab too many? Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræði- stofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slag- orð og áróður gegn bólusetning- um. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækn- ingaiðnaðinum og jafnvel fjöl- miðlafólk hefur stokkið á vagn- inn. Þeirra ábyrgð er mikil! Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðis- starfsfólk fáum flensubólusetn- ingarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetn- ingar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klár- lega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta ? Takk. Ég neita að trúa að andróðurs- mönnum bólusetninga gangi illt til ... Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæj- ar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rang- færslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveim- ur dögum fyrr. Inntak greinar- innar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsyn- legur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rang- færslur að tala um 8-16 jarðhita- virkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum. Í grein sinni gerir Einar sæmi- lega grein fyrir háspennulín- um milli Hamraness og Fitja en síðan taka við gífuryrði og þekk- ingarskortur af þeim toga sem einkennt hefur umræðuna um álver í Helguvík. Einar vill ekk- ert kannast við að það þurfi að reisa 8-16 virkjanir. Hann seg- ist aðeins þekkja til stækkunar Reykjanesvirkjunar, Eldvarpa og Krýsuvíkur, en það er erfitt að trúa því að hann sé svona illa að sér. Í umhverfismatsskýrslu fyrir 250.000t álver í Helguvík eru nefndar til sögunnar Reykja- nesvirkjun (stækkun), Eldvörp, Svartsengi (stækkun), Trölla- dyngja, Sandfell, Seltún, Aust- urengjar, Hellisheiði (stækkun), Bitra og Hverahlíð. Í þingsálykt- unartillögu um rammaáætlun bætast við Stóra-Sandvík, Meitill og Gráuhnúkar. Þetta getur ekki hafa farið fram hjá formanni atvinnu- og hafnarráðs Reykja- nesbæjar. Formaðurinn reynir að gera lítið úr brennisteinsvandamálum og segir mengun frá Svartsengi aðeins 10% af því sem hún er á Hellisheiði. Kannski veit hann ekki að Svartsengisstöðin er margfalt minni en Hellisheiðar- virkjun og að álverið þarf töluvert meira rafafl en nemur framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Afar ólík- legt er að unnt verði að tryggja að allar þessar virkjanir uppfylli reglur um mengun og á það eink- um við um virkjanir á Hellisheiði. Einar segir fullyrðingar um aukna tíðni jarðskjálfta rangar og vitnar til reynslu frá Svarts- engi. Um þetta getur hann að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Ekki var gert ráð fyrir vanda vegna jarðskjálftavirkni við Hellisheið- arvirkjun en þeir komu samt. Þá telur Einar ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og bendir á Hellisheiðarvirkjun. Þetta er rétt en það segir hreint ekki að engin lón muni myndast. Alvarlegasta raskið af raforku- verum á Reykjanesskaga tengist virkjununum sjálfum. Stöðvar- hús, fjölmargar borholur tengdar með miklum pípulögnum og víð- tæku vegakerfi, auk háspennulína og spennuvirkja. Kröfluvirkjun hefur um árabil framleitt 60 MW og umfang hennar þekkja flestir. Álver í Helguvík þarf 435 MW eða sem nemur framleiðslu liðlega sjö Kröfluvirkjana og það er viðbót við núverandi virkjanir á skag- anum. Flutningskerfi raforku á Suður- nesjum hefur verið mér umhugs- unarefni síðastliðin ár. Það er rétt hjá Einari að flutningskerfið þarf að styrkja en hugmyndir Lands- nets eru ekki þær einu réttu. Flutningskerfið á Suðurnesjum er fyrst og fremst komið að þol- mörkum vegna flutnings á 125 MW frá virkjunum HS Orku til álvers á Grundartanga. Hafa ber í huga að HS Orka hefur gert samn- ing um sölu á raforku til álversins við Grundartanga og Orkuveita Reykjavíkur um sölu á raforku frá Hellisheiðarvirkjunum til álvers í Helguvík. Vegna þessara samn- inga orkufyrirtækjanna þarf að ráðast í mun umfangsmeiri fram- kvæmdir en nauðsyn krefur. Ef flutningsþörf fyrir raforku væri metin út frá þjóðhagslegri hag- kvæmni eins og raforkulög gera ráð fyrir væri farsælla að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkj- unar úr 100 MW í 150 MW og í stað þess að flytja 125 MW frá Suðurnesjum yrði sú orka nýtt á svæðinu en 125 MW flutt frá Hellisheiði til álversins á Grund- artanga. Við þetta fyrirkomulag mun Hitaveita Suðurnesja, með 30 MW aðstoð frá Orkuveitu Reykja- víkur, geta annað raforkuþörf á Suðurnesjum ásamt gagnaveri og fyrsta hluta álversins í Helguvík. Á árunum fyrir hrun var ekki talið rétt að gagnrýna viðskipta- lífið og því var haldið fram að öll umræða sem ekki studdi stöð- uga og óhefta uppbyggingu væri til þess fallin að tefja verkefni, tala niður góðar hugmyndir eða vinna gegn framförum. Nú virð- ist sem orkuiðnaðurinn búi við sama gagnrýnisleysið í skjóli ótt- ans við aukið atvinnuleysi. Heið- arleg umræða er ekki til að hræða eða skemma heldur er hún lykil- atriði til að hægt sé að ná sátt um mikilvæg verkefni. Sjónarmið almannahagsmuna og krafan um samfélagslega ábyrgð fá ekki það rými sem þeim ber í umræðu um atvinnuuppbyggingu, orkunýt- ingu og flutningskerfi raforku á Reykjanesi og því þarf að breyta. Um rangfærslur Frelsi til að valda þjáningum og dauða? Stjórn Lögreglufélags Suður-lands kom saman á fundi þann 19. september sl. til þess að ræða grafalvarlegt og versnandi ástand löggæslumála á Suðurlandi sem orsakast af áralöngu fjársvelti. Er svo komið að íbúum og lögreglu- mönnum er hætta búin vegna fækk- unar lögreglumanna við embættin. Þá er samdráttar- og niðurskurðar- krafa innan lögreglu orðin svo að lögreglumenn geta vart sinnt eiðs- vörnu og lögbundnu hlutverki sínu. Við embætti lögreglustjórans á Selfossi hefur lögreglumönnum fækkað úr 28 árið 2007 niður í 20. Voru þá á vakt 5 lögreglumenn virka daga en 7 lögreglumenn um helgar. Nú eru 3 til 4 lögreglu- menn á vakt í miðri viku og 5 um helgar. Við embætti lögreglustjór- ans á Hvolsvelli voru, árið 2007, 9 lögreglumenn en telja nú 7 lög- reglumenn. Eru þá jafnan 3 lög- reglumenn á vakt, 2 staðsettir á Hvolsvelli og 1 á Kirkjubæjar- klaustri. Er þessi þróun umhugsunarverð í ljósi þess að íbúum með fasta búsetu hefur fjölgað talsvert frá ári til árs, og eru þá ótaldir þeir sem hafa hér dvalarstað eða aðset- ur talsverðan hluta ársins í u.þ.b. 7.500 sumarhúsum sem finnast á Suðurlandi. Þá er það staðreynd að yfir helmingur þeirra sem lög- reglan á Suðurlandi hefur afskipti af er ekki búsettur innan umdæm- anna. Suðurland býr yfir nokkrum fegurstu náttúruperlum Íslands og hefur umferð ferðamanna, innlendra sem erlendra, stórauk- ist síðari ár. Telja ýmsir innan ferðaþjónustugeirans að allt að 70-80% allra erlendra ferðamanna á Íslandi (72% samkvæmt könn- un Ferðamálastofu árið 2011) hafi viðdvöl á Suðurlandi til lengri eða skemmri tíma, allan ársins hring. Samkvæmt heimasíðu Ferðamála- stofu (http://www.ferdamalastofa. is/Category.mvc/Display/503) var heildarfjöldi erlendra gesta 565.611 manns árið 2011. Ef við reiknum með að 70% þeirra hafi lagt leið sína um Suðurland þá gera það um 400 þúsund manns. Síðustu ár hefur fjársvelti og misskipting fjármagns til lögreglu komið illa niður á embættum lög- reglustjóranna á Selfossi og Hvols- velli og er löggæsla hér nú í lág- marki. Dregið hefur verið saman í akstri lögreglubifreiða en það þýðir að sýnileiki lögreglu minnkar sem og eftirlit og löggæsla. Fækkun lög- reglumanna hefur sömu áhrif auk þess sem þjónusta við almenna borgara verður lakari. Hæfir lög- reglumenn verða nauðbeygðir til að yfirgefa starfið vegna sífelldr- ar niðurskurðar- og hagræðingar- kröfu sem og versnandi starfsskil- yrða og stóraukins álags á þá sem og fjölskyldur þeirra. Það er dapurlegur raunveru- leiki lögreglumanns að þurfa að velja milli tveggja, jafnvel þriggja, slysa eftir því hvert þeirra hljóm- ar alvarlegast og geta ekki sinnt hinum. Einkar áhugavert er að líta yfir fjárlög komandi árs og bera saman fjárveitingar lögregluembættanna miðað við fjölda íbúa með skráð lögheimili innan hvers lögregluum- dæmis eins og sá íbúafjöldi birtist þann 1. janúar 2012 skv. Hagstofu Íslands. Sá samanburður er sláandi og misræmið talsvert. Lögreglustjórinn á Selfossi fær til ráðstöfunar 262,9 milljón- ir króna. Sé þeirri upphæð deilt niður á þá 15.198 íbúa umdæmisins verður krónutalan 17.298 krónur á hvern íbúa. Við embætti lögreglu- stjórans á Hvolsvelli er krónuleg staða eilítið skárri eða 27.717 krón- ur á hvern íbúa. Þó þarf að taka með í þann reikning að umdæmið er víðfeðmt og strjálbýlt. Við þess- ar fjárveitingar er ekki gert ráð fyrir þeim fjölda fólks sem hér dvelur reglulega í sumarhúsum sínum árið um kring né stóraukins fjölda erlendra ferðamanna. Sé horft til umdæmis lögreglu- stjórans á Suðurnesjum er krónu- talan 49.208 krónur á hvern íbúa (fjárlög gera ráð fyrir 1.047 millj- ónum sem deilast niður á 21.277 íbúa). Í því samhengi þarf þess réttilega að geta að miðstöð milli- landaflugs er á Suðurnesjum og mikill fjöldi ferðamanna fer um umdæmið ár hvert á leið sinni til annarra lögregluumdæma. Sú fjár- hæð sem liggur að baki hverjum íbúa á Suðurnesjum er nærri því sem eðlilegt mætti teljast fyrir lög- gæslu á landsvísu. Lögreglufélag Suðurlands lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstjór- nir embætta lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli sem rekið hafa embættin þrátt fyrir minnk- andi fjárveitingar og stöðugar kröf- ur um hagræðingu og niðurskurð. Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands og fjárveit- ingarvaldið til ábyrgðar á ofan- greindum raunveruleika og varpar þeirri spurningu fram, hvort þing- menn telji að núverandi ástand sé ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland. Auk þess kallar Lögreglufélag Suður- lands eftir tillögum til úrlausna og bóta frá Alþingi og þingmönnum suðurkjördæmis. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Ástand löggæslumála á Suðurlandi Orkumál Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum Löggæsla F.h. stjórnar Lögreglufélags Suðurlands Adolf Árnason, formaður Heiðar Bragi Hannesson, varaformaður Hermundur Guðsteinsson, ritari Ívar Bjarki Magnússon, gjaldkeri Magnús Ragnarsson, stjórnarmaður Heilbrigðismál Eyjólfur Þorkelsson læknir Er svo komið að íbúum og lögreglumönnum er hætta búin vegna fækk- unar lögreglumanna við embættin. SÓLAR í sólarhring! Hefst á mánudaginn kl. 12:00! KANARÍ OG TENERIFE Á FRÁBÆRU VERÐI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.