Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 111

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 111
LAUGARDAGUR 29. september 2012 67 FÓTBOLTI Strákarnir í Pepsi-mörk- unum á Stöð 2 Sport verða á vakt- inni í allan dag. Hitað verður upp fyrir leikina klukkan 13.45 og þegar lokaumferð Pepsi-deildar- innar er lokið tekur við tveggja tíma uppgjör Pepsi-markanna. Það hefst klukkan 15.50 og mun standa til 17.55. Í fyrri hlutanum verður lokaumferð deildarinnar gerð upp og í seinni hlutanum verður sumarið gert upp í heild sinni. Venju samkvæmt verður lið ársins, leikmaður ársins og mark ársins valið. Einnig verða mörg áhugaverð innslög í þættinum eins og ástarsamband ársins, dýfur ársins, óheppnasti leikmað- urinn og slátrari ársins svo fátt eitt sé nefnt. Hörður Magnússon mun stýra þættinum líkt og í allt sumar og með honum verða allir sérfræð- ingar þáttarins, þeir Hjörvar Hafliðason, Tómas Ingi Tómas- son og Reynir Leósson. Pepsi-deildin gerð upp: Tvöfaldur lokaþáttur HÖDDI MAGG Gamla markamaskínan stýrir umferðinni í Pepsi-mörkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Snorri Steinn Guð- jónsson var í gær orðaður við sitt gamla félag, GOG, í dönskum fjölmiðlum. Snorri hefur verið án félags síðan stórliðið AG fór á hausinn í sumar. Danska blaðið Ekstrabladet segir að GOG sé að leita að leik- stjórnanda eftir að félagið seldi Henrik Knudsen til félags í Hvíta-Rússlandi. Hann lék með GOG frá 2007 til 2009 áður en hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen. Þar var hann í eitt ár áður en hann samdi við AG. Snorri er eini leikmaður AG sem á enn eftir að finna sér nýtt félag, fyrir utan Steinar Ege sem lagði skóna á hilluna í haust. - esá Snorri verður í Danmörku: Orðaður við GOG SNORRI STEINN Hefur ákveðið að spila áfram í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FORMÚLA 1 Breski McLaren-öku- þórinn Lewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Hamilton hefur verið í viðræðum við Mercedes um nokk- urt skeið og segir helstu ástæðu þess að hann færi sig um set að í boði séu ?nýjar áskoranir?. Áður en Mercedes gat gefið út formlega yfirlýsingu um vista- skipti Hamilton lýsti McLaren yfir að Sergio Perez myndi fylla sæti Lewis á næsta ári. Perez hefur ekið frábærlega í sumar fyrir Sau- ber-liðið og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Mercedes hefur ekki gefið út hvert framhaldið verður hjá Michael Schumacher sem víkur fyrir Hamilton. Nico Rosberg mun aka þar áfram. Hamilton hóf feril sinn í Form- úlu 1 með McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari strax ári síðar, árið 2008. ?Nú er tími til kominn að takast á við ferskar áskoran- ir,? sagði Hamilton. ?Ég er mjög spenntur að hefja nýjan kafla í ferli mínum með því að færa mig um set.? ?Mercedes Benz býr yfir ótrúlegri arfleifð í kappakstri,? sagði Hamilton jafnframt. Ross Brawn sagðist himinlif- andi yfir því að hafa skrifað undir samning við Hamilton. ?Koma Hamiltons er vitnisburður um fyrirætlanir Mercedes í Formúlu 1. Ég held að saman geti Lewis og Nico orðið öflugasta og mest spennandi ökumannaparið í Form- úlunni,? sagði Brawn. McLaren-liðið segist enn ætla að þrýsta á Hamilton um að vinna heimsmeistaratitilinn í ár. Hamil- ton á enn möguleika þó þeir séu litlir. Mexíkóinn Sergio Perez mun aka fyrir McLaren á næsta ári en Perez hefur staðið sig ógurlega vel fyrir Sauber-liðið í sumar. Perez hefur verið orðaður við Ferrari en Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur sagt Perez of ungan og reynslulít- inn til að aka fyrir ítalska liðið. McLaren er greinilega ekki á sama máli og segist geta nýtt hæfileika Mexíkóans. ?Það var ótrúleg frammistaða hans á braut- inni, þrjú verðlaunasæti og frábær hraðasti hringur í Mónakó í ár sem sannfærðu okkur,? sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren. - bþh Farsælu samstarfi McLaren og Lewis Hamilton er lokið þar sem ökuþórinn vantar nýja áskorun: Hamilton yfirgefur McLaren fyrir Mercedes HALLÓ? Hamilton hefur verið mikið í símanum síðustu daga. NORDICPHOTOS/GETTY Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst ?egar ?ú pantar leigubíl! ?Bleika slaufan? er til sölu í bílunum okkar frá 1. ? 15. október. Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Taktu bleikan bíl næst ?egar ?ú pantar leigubíl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.