Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 102
29. september 2012 LAUGARDAGUR58 lifsstill@frettabladid.is Einhleypingar á öllum aldri eiga það til að finnast þeir vera þriðja hjól í vagni innan um vini sína sem eru jafnvel allir í samböndum. Félögin Sóló og París eru skemmtilegur vettvangur fyrir einhleypa til að koma saman með öðrum í sömu stöðu og mynda vináttu- bönd. „Fólk upplifir oft höfnun úr hjónasamfélaginu þegar það verður eitt eftir til dæmis maka- missi eða skilnað. Við viljum gefa því tækifæri til að eignast vini til að gera hluti með, hluti sem fólk í samböndum gerir venjulega saman,“ segir Guðrún Bjarna- dóttir, meðlimur í París, félagi einhleypra. París var stofnað árið 2003 og eru meðlimir um sjötíu talsins. Félagið er fyrir fólk frá miðjum aldri og upp úr og er markmið þess að veita félagsskap og stuðla að vináttu. „Þetta er ekki stefnu- mótaþjónusta, þótt það komi að sjálfsögðu fyrir að fólk kynnist á þann hátt þarna eins og hvar ann- ars staðar,“ segir Guðrún. Sólóklúbburinn er svipað félag, en fyrir yngra fólk og markhóp- ur þess er aldurinn frá þrítugu til fimmtugs. Klúbburinn var stofnaður árið 2007 og hafa á milli 700 og 800 meðlimir verið í félaginu frá stofnun segir Stef- án H. Jóhannesson, meðlimur og einn stofnenda. „Þar sem það er skilyrði að fólk sé einhleypt til að vera í félaginu er það auðvitað þess eðlis að fólk kemur og fer,“ segir Stefán og bætir við að mörg pör hafi orðið til innan Sólóklúbbsins, þó hann sé ekki stefnumótaklúbbur frek- ar en Parísarklúbburinn. „Auð- vitað gerist það. það er bara eðlilegt og skemmtilegt þegar fólk kynnist í svona venjulegu umhverfi en ekki ölvað á djamm- inu,“ segir hann. Bæði París og Sóló bjóða upp á fjölda skemmtilegra viðburða í viku hverri, auk þess sem félögin starfrækja lokaðar heimasíður þar sem fólk getur leitað eftir félaga til gera ýmislegt með, til að mynda að sækja ákveðnar leiksýningar sem það langar til að sjá. Kynjahlutföll eru körlum í óhag í báðum félögum en Stefán segir karlana þó vera hlutfallslega virkari. „Þó karlmenn skipi ekki nema um þrjátíu prósent hóps- ins eru hlutföllin örugglega nær 40/60 þegar horft er til viðbragð- anna því þeir eru svo duglegir að taka þátt,“ segir hann. - trs KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is VINSKAPUR EINHLEYPRA VINÁTTA Klúbbarnir Sóló og París eru til þess fallnir að veita einhleypum félagsskap til að gera ýmislegt sem pör gera yfirleitt saman. NORDICPHOTOS/AFP Þótt skilgreint hlutverk bæði Sóló og París sé ekki að leiða fólk saman í rómantískum tilgangi eru þó feikimargar síður til á netinu sem freista þess að gera einmitt það. Síður eins og einkamal.is hafa verið vinsælar í lengri tíma og með tilkomu Facebook hefur ástarleitin aldrei verið fjölbreyttari. „Mér er mikið í mun um að eyða þessari spéhræðslu varðandi það að vera meðlimur inni á svona síðu. Þetta er bara venjulegt fólk sem langar að kynnast fólki en nennir ekki endi- lega að vera hangandi niðri miðbæ til að hitta einhvern og ekki bankar þetta upp á hjá manni,“ segir Drífa Björk Kristjánsdóttir sem stofnaði síðuna Síða fyrir einhleypa á Facebook fyrir tveimur árum. Fjölda annarra síðna í svipuðum dúr er að finna á Facebook og má þar meðal annars nefna Einhleypur Einhleyp, Ferðavinir einhleypra, Félagsvist fyrir einhleypa og Einhleypir þrítugir og yngri. Ekki má svo gleyma hinni frægu síðu Taggalicious. Því er óhætt að segja að netið bjóði upp á hafsjó möguleika til að finna sér lífsförunaut, hvort sem er með vinskap í huga eða eitthvað meira en það. EINNIG HÆGT AÐ FINNA ÁSTINA Á NETINU KYNLÍF Alþjóðlegi getnaðarvarn- ardagurinn var síðasta miðviku- dag. Ég tók honum fagnandi. Ég fór snemma á fætur, fékk mér staðgóð- an morgunmat og fyllti svo alla vasa af smokkum og lagði af stað út í fal- legan daginn. Þetta er reyndar eitt- hvað sem ég geri á hverjum morgni því ég er smokkakonan. Þú last þetta rétt. Ég geng borgina endilanga með úttroðna vasa af smokkum frá Durex og rétti gestum og gangandi. Og það alveg ókeypis. Sumum kann að þykja ég skrýtin en það er nú ekki ný upplifun fyrir mér. Ég hef stærri hnöppum að hneppa en að velta mér upp úr áliti annarra. Ég er að breiða út fagnaðarerindið sem smokkar eru. Smokkar eru okkar eina vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Í landi þar sem kunningsskapur stýr- ir líkindum á notkun verja og næst- um „allir“ hafa verið með „öllum“ þá er erindi mitt mjög mikilvægt. Við státum af alls kyns óeftirsóknar- verðum kynlífsmetum, eins og meti í smiti kynsjúkdóma, slakri smokka- notkun og fjölda bólfélaga. Ég tel það því vera skyldu mína að auka sýnileika smokka og aðgengi þeirra. Ég játa þó að til er Hr. Smokk- ur og þaðan fékk ég hugmyndina. Mechai Viravaidya er taílenskur snillingur sem tók það að sér smokkavæða samlanda sína. Hann vissi að til þess að hækka mennt- unarstigið og koma Taílandi upp úr fátækt þá yrði fjölskyldustærðin að minnka. Það gekk heldur ekki að for- eldrar létust frá börnum sínum úr kynsjúkdómum. Hann tók til sinna ráða og kynfræddi og smokkavæddi landann. Þetta tókst svona glimrandi vel, fjölskyldustærð minnkaði og það dró markvisst úr kynsjúkdóm- um. Hann gerði eitt sem var sér- staklega sniðugt og það var að láta alla strætisvagnabílstjóra og lög- reglumenn ganga með smokka á sér til gjaldfrjálsrar dreifingar. En frá- bær hugmynd! Ekki hætta lestri hér og fletta blaðsíðunni, bíddu aðeins. Þú held- ur kannski að dreifing á smokkum hvetji til kynlífs eða leiði til þess að börn taki þeim ekki eins alvarlega og þau ættu. En það hafa engar rann- sóknir sýnt fram á að kynfræðsla auki líkur á að börn stundi kynlíf, heldur hið gagnstæða. Kynfræðsla seinkar kynlífi og gerir kynhegð- un ábyrgari og eykur líkur á notk- un verja þegar það hefst. Þá hafa Ástralir verið ákafir talsmenn þess að kynna smokkinn snemma fyrir börnum til að venja þau við hann og draga úr feimni og ótta. Smokkur er eitthvað sem ætti að vera til á öllum heimilum þar sem er barn á kyn- þroskaaldri. Stór krukka uppi í hillu inni á baði sem heimilismenn geta gengið í að vild. Á hana er svo reglu- lega fyllt svo ekki sé verið að fylgj- ast markvisst með notkun og draga (rangar) ályktanir um kynhegðun viðkomandi. Þegar við mætumst á förnum vegi, þiggðu smokkinn og notaðu hann. Smokkakonan biðlar til þín TAKTU VIÐ SMOKKNUM Smokkar eru eina vörnin gegn kynsjúkdómum. Þiggðu einn slíkan frá Siggu Dögg næst þegar þú mætir henni á förnum vegi. NORDICPHOTOS/GETTY TÍSKA Keija Minor er nýr ritstjóri tímaritsins Brides og er þar með fyrsti ritstjóri útgáfufyrirtækisins Conde Nast af afrískum uppruna. Conde Nast gefur út tímarit á borð við Vogue, W, GQ, Vanity Fair, The New Yorker og WWD ásamt því að halda úti vefsíðunni Style.com. Minor hefur einnig starfað sem ritstjóri Gotham Magazine og Los Angeles Confidential. Af afrískum uppruna NÝ KILJA SÓLAR í sólarhring! H fst á ánudagi kl. 12: !e m nn 00 KANARÍ OG TENERIFE Á FRÁBÆRU VERÐI! SPENNT Keija Minor tekur við sem rit- stýra Brides. NORDICPHOTOS/GETTY Þar sem það er skilyrði að fólk sé einhleypt til að vera í félaginu er það auðvitað þess eðlis að fólk kemur og fer STEFÁN H. JÓHANNESSON MEÐLIMUR SÓLÓ SINNUM hefur Kanye West sýnt fatalínu sína á tísku- vikunni í París en eftir blendnar móttökur tískuspekinga og viðskiptavina virðist West hafa gefið þennan draum upp á bátinn og sýnir ekki nýja fatalínu í ár. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.