Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 84
29. september 2012 LAUGARDAGUR40 HVAÐ SEGIR DÓRI DNA UM STYRKLEIKA GUNNARS OG DEMARQUES?Þ að að Gunni sé kominn í UFC er eiginlega stærsta skrefið sem hægt er að taka. Sá sem er meist- ari í UFC er í raun heimsmeistar- inn í blönduðum bardagalistum,? segir Dóri DNA, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í blönduðum bardagalistum. Gunnar Nelson keppir sinn fyrsta bardaga í UFC-keppninni í kvöld þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum DaMarques Johnson. Um tvö hundruð Íslendingar munu fylgja Gunnari til Nottingham á Englandi og styðja við bakið á besta bardagamanni Íslands. Upphaflega átti Gunnar að mæta Þjóðverj- anum Pascal Krauss. Hann heltist hins vegar úr lestinni sem og Bandaríkjamaðurinn Rich Attonito. Þá skaut DaMarques upp kollinum. Dóri DNA segir þetta hringl með andstæð- inga Gunnars ekki koma til með að hafa áhrif á Íslendinginn. ?Þetta myndi kannski hafa áhrif á einhverja aðra keppendur en ekki Gunna. Það eru mjög margar og mismunandi aðferðir sem menn nota til að undirbúa sig fyrir bardaga í blönd- uðum bardagalistum. Sumir kynna sér and- stæðinginn mjög vel, helstu veikleika og svona en það gerir Gunni ekki. Hann er jafn vel undirbúinn fyrir alla andstæðinga sama hvað gengur á. Hann nýtir sér mistök og opnanir andstæðinganna og þá skiptir ekki máli hvort það er Krauss eða DaM- arques Johnson. Þetta hefur kannski verið ruglandi að einhverju leyti en ég held að Gunni sé aðallega feginn að bar- daginn verði. Það er oft sem bardagarnir eru slegnir af með stuttum fyrirvara og DaMarques á hrós skilið fyrir að vilja mæta Gunna. Það hefði verið hrika- legt ef bardaginn hefði verið sleginn af enda tvær fullar flugvélar á leið- inni út að styðja hann.? Boxið hans Gunnars vanmetið Eins og nafnið gefur til kynna eru blandaðar bardagalistir, blanda úr öllum helstu bardagalistum heims. Kepp- endur byrja standandi og mega sparka og kýla, líkt og í boxi eða karate, en þegar í gólf- ið kemur reynir meira á glímutökin. Gunnar er af mörgum talinn einn besti glímumaður heims í sínum þyngdarflokki og sumir segja að hann sé ekki jafn sterkur standandi. Dóri segir þetta hins vegar mikinn misskilning. ?Menn vilja gjarnan sjá hlutina svarthvíta. Það eru margir sem halda að Gunni sé léleg- ur standandi en hann er í raun mjög góður í að sparka og kýla. Hann hreyfir sig eins og karatemaður, heldur höndunum lágt og er á mikilli hreyfingu en hann er með mjög góðan vinstri krók, frábær hægri bein högg og góð snögg lág spörk. Sá sem vanmetur Gunna standandi lendir í mestu vandræðum. Gunni lifir á mistökum sem andstæðingurinn gerir, hvort sem það er standandi eða liggjandi og hann er mjög góður í að sjá mistökin sem and- stæðingarnir gera.? Allt getur gerst Dóri segir að þótt Gunnar sé sigurstrang- legri í viðureigninni í kvöld geti allt gerst í svona bardaga. ?Mér líst mjög vel á bar- dagann en það má ekki gleyma því að allt getur gerst. Mike Tyson tapaði til dæmis eitt sinn fyrir Buster Douglas. DaMarques Gunnar stefnir á titilinn í UFC Bardagakappinn Gunnar Nelson stígur sín fyrstu skref í UFC-keppninni í kvöld þegar hann mætir Bandaríkjamanninum DaMar- ques Johnson. Kristján Hjálmarsson ræddi við sérfræðinginn Dóra DNA sem telur möguleika Gunnars mikla. Þátturinn Gunnarshólmi, í umsjón Dóra DNA, verður sýndur á Stöð 2 Sport í dag og endursýndur í kvöld. Í þættinum verður farið yfir undir- búning Gunnars fyrir bardagann auk þess sem blandaðar bardagalistir verða kynntar. ?Við fjöllum aðeins um bardaga- klúbbinn Mjölni, heyrum í þjálfara hans, John Kavanagh, sem er stórskemmtilegur Íri, í Haraldi föður hans og Gunna sjálfum. Við spyrjum hann meðal annars að því hvað hann ætli að gera ef hann eignast milljón dollara,? segir Dóri. ?Við þurftum að skera niður ansi mikið efni í hálftíma þátt en vonandi getum við gert meira þegar hann keppir næst.? Gunnarshólmi verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 13.05 og á Sport 3 klukkan 17.20. Bardagi Gunnars hefst 17.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Gunnarshólmi verður svo endursýndur strax á eftir. ? GUNNAR Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT er feykilega spennandi andstæðingur af því að hann er svo agressívur og hann er mjög reyndur. Hann gæti þó reynt að halda aftur af sér, reynt að tína Gunna í sundur með hnitmiðuðum höggum og flýja þess á milli, svona ?hit and run?. Það eru langflestir sem segja að þetta sé frábær bardagi fyrir Gunna, hann eigi eftir að finna sínar opn- anir og ef þeir fara í gólfið þá mun Gunni vinna. DaMarques er samt alveg ágætur í gólfinu og hefur klárað bardaga þannig en fólk áttar sig bara ekki á því hvað Gunni er góður í gólfinu. Hann læsir andstæð- inginn, finnur yfirburðarstöðu og klárar hann. Andstæðingarnir vita að Gunni ætlar að reyna að ná þeim niður en það breyt- ir samt engu. Eina von DaMarques er að halda sér standandi. En eins og ég segi þá getur allt gerst.? Dóri spáir Gunnari engu að síður sigri. ?Annaðhvort fer þetta alveg eftir skóla- bókinni, Gunni tekur hann niður og klárar í fyrstu lotu, eða þetta verður eltingaleikur, og þegar DaMarques fer að þreytast tekur Gunni hann niður í annarri lotu og klárar hann.? Stefnir á heimsmeistaratitilinn Bardaginn gegn DaMarques er fyrsti bar- dagi Gunnars innan UFC en hann gerði fyrir skömmu þriggja bardaga samning við sam- tökin. Þegar bardagar innan UFC fara fram eru yfirleitt tíu bardagar á kvöldi. Fimm af þeim eru aðalbardagar sem eru sýndir í beinni útsendingu. Þar sem Gunnar er að fara að berjast í fyrsta sinn er bardagi hans ekki einn af þeim stóru, þó bardagi hans verði sýndur á Stöð 2 Sport. ?Ef Gunni vinnur sinn bardaga er nokk- uð víst að hann komist að sjónvarpsmegin í næsta bardaga. Umfram allt vilja þeir hjá UFC hafa sem mest spennandi bardaga þeim megin svo það er að duga eða drepast fyrir Gunna í kvöld,? segir Dóri en bætir þó við að ekki sé um heimsendi að ræða fyrir Gunnar fari svo að hann tapi í kvöld. ?Þeir reka hann ekki heim þótt hann tapi bardaganum en það myndi örugglega hægja á öllu ferlinu. Gunni hefur sjálfur sagt mér að hann stefni á gullið í UFC. Það liggur fyrir að hann ætlar sér að verða heimsmeistari og ég hef fulla trú á því,? segir Dóri. ?Það verður mjög gaman að fylgjast með honum. Það er ekki til ljót- leiki hjá honum, ofbeldi eða neikvæðni ? hann er frábær sendiherra Íslands í þess- ari grein.? Hann er hrikalega yfirvegaður og gerir ekki mistök, panikkar ekki þó hann sé undir pressu. Hann hefur klárlega yfirburði þegar kemur að andlegu hliðinni. ANDLEGA HLIÐIN Hann hefur tapað oft og netverjar segja að ef hann tapi þessum bardaga verði hann rekinn frá UFC. Hann hlýtur því að vera rétt stilltur fyrir þennan bardaga. Hann er agressívur og reyndur en gerir sín mistök. Gunni er miklu betri standandi en fólk gerir sér grein fyrir. Hannhefur þennan karatestíl sem gerir honum kleift að finna opnanir og notar höggin til að koma sér í betri aðstöðu. Hann er með frábæran vinstri krók og frábæra hægri beina. Hann getur rotað mann með einu höggi og það er alltaf hættan í þessu. En hann er ekki varnarlega miðaður, gefur oft höggstað á sér. Kraft- mikill en ekki yfirburða tæknilegur. BOXIÐ Gunni er gamall karatemaður, með leiftursnögg lágspörk, þegar þrjú eða fjögur þannig spörk eru komin er ekki jafn mikið vor í löppunum á þér og þá missa and- stæðingarnir oft hraða. Spörkin hjá honum eru góð. Hann er kraftmikill og notar hnén mikið. Það er ekkert sérstakt í gangi þar en hann er samt öflugur. Gunni er einn besti glímurmaður heims í sínum þyngdarflokki. Hann þekkir verksins glímutök. Þó hann hafi unnið einhverja bardaga með lásum er hann enginn Gunnar þegar kemur að glímunni. GLÍMAN SPÖRKIN Gunnar Nelson 24 ára / 180 cm. / 77 kg. 10 bardagar 9 sigrar - 1 jafntefli DeMarques Johnson 30 ára / 185 cm. / 77 kg. 30 bardagar (þar af 10 í UFC) 19 sigrar - 11 töp / UêXDêQMyWDOtIVLQV Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lí?nu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hrey?ngu, næringu og svefn. Innifalið er ljúffengur og hollur matur í öll mál, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi, líkamsrækt og yoga. Nudd og val um ýmsar meðferðir í boði. Verð á mann kr. 121.900. 7 daga heilsudvöl 11.-18. nóvember 1iQDULXSSOìVLQJDUtVtPD  RJiYHIVtêXQQLZZZ KQOIL LV EHUXPiE\UJêiHLJLQKHLOVX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.