Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 98
29. september 2012 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Halla Steinunn Stefáns- dóttir, listrænn stjórnandi kammerhópsins Nordic Affect, ætlar að upplýsa gesti á tónleikum hópsins á morgun um tónlistarlíf London á 17. öld sem hún segir hafa verið æði litríkt. Tónleikar Nordic Affect, sem haldnir verða í Þjóðmenningar- húsinu á morgun, eru þeir fyrstu í vetrartónleikaröð hópsins. Að þessu sinni verður sjónum beint að enskri sautjándu aldar tónlist. „Við förum með tónleikagesti til Lond- on sautjándu aldarinnar en þá ríkti þar afar skemmtilegt tímabil í tón- listinni. Karl II konungur var snú- inn aftur úr útlegð og með honum lifnaði yfir tónlistarlífi borgarinn- ar sem hafði látið á sjá undir siða- vandri stjórn Cromwell. Karl hafði dvalið við frönsku hirðina í útlegð sinni og vildi ólmur hafa sína hirð eins og þá frönsku. Það þýddi meðal annars blómlegt tónlistarlíf,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu- leikari og listrænn stjórnandi Nor- dic Affect. „Við ætlum að flytja margvís- lega tónlist frá tímabilinu, allt frá slögurum sem fluttir voru á pöbb- um, lögum sem leikin voru á heim- ilum og yfir í dásemdartónlist eftir Purcell, sem er þekktasta tónskáld tímans.“ Halla Steinunn, sem einnig er þekkt fyrir tónlistarþætti sína á Rás eitt sem fjalla um tónlist fyrri alda, Girni, grúsk og gloríur, segir frá bakgrunni verkanna á tónleikun- um. „Ég segi frá bæði til að kynna tónlistina og setja í samhengi. Mér þykir mjög áhugavert að velta fyrir mér úr hvaða jarðvegi tónlist sprett- ur, það eykur skilning á tónlistinni. Ég geri það á þessum tónleikum meðal annars með því að glugga í dagbók Pepys sem dvaldi við bresku hirðina á 17. öld. Dagbókin hans hefur varðveist og gefur góða inn- sýn inn í þann heim.“ Ásamt Höllu Steinunni munu þær Sara DeCorso fiðluleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari koma fram á tónleikunum. Þær eru allar með menntun í sagnfræðileg- um hljóðfæraleik og því á heima- velli í barokktónlistinni. „Við höfum flutt töluvert af tónlist sem hefur aldrei áður hljómað hér á landi. En Nordic Affect spilar þó ekki bara barokktónlist heldur höfum við líka gert mikið af því að frumflytja verk tónskálda,“ segir Halla Steinunn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan fjögur. sigridur@frettabladid.is SKYGGNST INN Í HLJÓÐHEIM 17. ALDARINNAR NORDIC AFFECT Halla Steinunn Stefánsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Sara DeCorso koma fram á tónleikum í Þjóðmenningarhús- inu á morgun klukkan fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tónleikarnir á morgun er þeir fyrstu í hinni föstu vetrartónleikaröð Nordic Affect í Þjóðmenningarhús- inu. Á næstu tónleikum sem fara fram í nóvember verður meðal annars frumflutt ný tónsmíð eftir Guð- mund Stein Gunnarsson. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins og Menn- ingarsjóði Reykjavíkurborgar. Kammerhópurinn Nordic Affect hefur verið starfræktur frá árinu 2005 og hefur á tónleikum sínum flutt allt frá danstónlist 17. aldar til hinnar spennandi raftónlistar okkar tíma og hafa geisladiskar með leik þeirra hlotið Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin. Meðal verkefna hópsins á næstunni auk tónleikahalds er hljóðritun á nýjum geisladiski með verkum eftir íslensk kventón- skáld sem styrktur er af Menningarsjóði Hlaðvarpans. TÓNLEIKARÖÐ OG GEISLADISKUR Í BÍGERÐ Mér þykir mjög áhugavert að velta fyrir mér úr hvaða jarðvegi tónlist sprettur. HALLA STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR NORDIC AFFECT FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU Í H ÖR PU Sinfóníuhljómsveitar Íslands SUN. 30.09.12 » 14:00 Ferð um óravíddir himingeimsins Námsmenn fá 50% afslátt af miðaverði UNGSVEIT Baldur Brönnimann _ hljómsveitarstjóri Gustav Holst _ Pláneturnar www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar HOMO ISLANDICUS Málþing verður í Listasafni Íslands í dag milli ellefu og eitt í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Musée Islandique . Málþingið er haldið í samstarfi við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.