Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 26
29. september 2012 LAUGARDAGUR26 Enn er nægur tími til stefnu fyrir þá sem hyggjast gefa kost á sér til þingmennsku og ætla að taka slaginn í forvali flokkanna. Þó nokkrir hafa þó nú þegar tilkynnt um fyrirætlun sína. NÝ ANDLIT Á ALÞINGI? ● Jónína Benediktsdóttir hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því að vera á lista fyrir Framsóknar- flokkinn. „Ég er búin að ákveða það að bjóða mig fram en það er algerlega undir flokksmönnum komið að ákveða hvort þeir vilji nýta starfskrafta mína,“ sagði hún í samtali við Mbl.is. ● Elín Hirst sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún starfaði um árabil sem fréttamaður og fréttastjóri. „Frétta- mennska og fréttastjórastarfið er að mörgu leyti skylt þingmennsku, þ.e. að þjóna almenningi þó með ólíkum hætti sé.“ ● Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Með þessari ákvörðun er ég að svara áskorunum og kalli fjölda fólks, sem hvatt hefur mig eindregið til stjórnmálaþátttöku og vísað til þess að þörf sé á nýju fólki í fremstu röð.“ ● Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur sækist eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins í öðru hvoru kjördæminu í Reykjavík. Í tilkynningu hans segir að Framsóknarflokkurinn hafi á undan- förnum misserum lagt fram skynsamlegar tillögur í lykilmálum og sýnt staðfestu í baráttu fyrir þeim. „Sú endurnýjun sem átt hefur sér stað innan Framsóknarflokksins er mikilvægur grunnur sem ég vil taka þátt í að byggja á.“ ● Arndís Soffía Sigurðardóttir varaþingmaður vill leiða lista Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Suðurkjördæmi. „Ég býð fram krafta mína til að leggja öllum þeim lið sem vinna að því að gera Ísland að réttlátara og heiðarlegra samfé- lagi.“ ● Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar í Vogum, sækist einnig eftir því að leiða lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjör- dæmi. „Mér finnst ég hafa mikið fram að færa, bæði menntun og reynslu,“ segir Inga Sigrún í samtali við Smuguna. „Ég vil leggja upp með gagnrýnar spurningar og skapa betra samfélag.“ ● Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, mun skipa sæti á lista Bjartrar framtíðar, en óljóst er hvaða sæti og í hvaða kjör- dæmi. ● Birgir Þórarinsson varaþingmaður sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi. ● Guðlaugur G. Sverrisson, fyrrverandi stjórnar- formaður OR, sækist eftir því að leiða lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. „Ég tel að samvinnu- hugsjónin sé gulls í gildi við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu og vil beita mér fyrir framgangi hennar, bæði í uppbyggingu atvinnulífsins og samstarfi milli stjórnmálaflokka.“ ● Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún sagði, í samtali við mbl.is, að hún vildi vinna í þágu almennings og útilokaði ekki framboð til varaformanns flokksins. „Það eru margir mánuðir í það og því finnst mér ekki tímabært að gefa neinar yfirlýsingar um framboð á þeim fundi strax. En ég útiloka ekkert í því sambandi.“ „Undir venjulegum kringumstæðum er það hins vegar þannig að ef formaður flokksins heldur að hann dragi atkvæði til flokksins ætti hann að fara fram í stóru og fjölmennu kjördæmi til að auka atkvæða- hlutfall flokksins. Ég játa einfaldlega að ég veit ekki alveg hvað er þar á ferðinni, en það getur verið að að baki búi einhver sniðug flétta sem ég hef ekki komið auga á.“ Formannsslagur Jóhanna Sigurðardóttir dregur sig í hlé í íslenskum stjórnmál- um eftir langa setu á þingi. Hún tók við formennsku í flokknum við erfiðar aðstæður, þegar hún var farin að huga að því að setjast í helgan stein. Í staðinn tók við formennska og forsætisráðherraemb- ættið. Brotthvarf hennar gefur prófkjörum flokksins enn meira vægi, en þau munu hafa mikið að segja um stöðu mögulegra arftaka Jóhönnu. Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir hafa bæði verið nefnd til sögunnar. Helgi var í þriðja sæti á eftir Jóhönnu og Öss- uri í síðasta prófkjöri og líklegt verður að teljast að hann sækist eftir efsta sæti í öðru hvoru kjördæminu. Það gerir Sigríður Ingi- björg, en hún varð í fjórða sæti í prófkjör- inu síðast, en sameiginlegt prófkjör var fyrir bæði kjördæmin þá líkt og nú og þau skipuðu bæði annað sæti lista. Það stefnir í stórslag í Suðvesturkjördæmi þar sem Árni Páll Árnason vill leiða listann á ný. Reikna má með að Katrín Júlíusdóttir sækist einnig eftir fyrsta sæti, en hún skip- aði annað sætið síðast. Líklegt er að for- mannsslagurinn standi á milli þeirra tveggja og ljóst er að það sem hefur sigur í prófkjör- inu stendur með pálmann í höndunum. Guðbjartur Hannesson hefur einnig verið nefndur sem arftaki Jóhönnu. Hann býður sig aftur fram til fyrsta sætis í Norðvestur- kjördæmi. Ólína Þorvarðardóttir býður sig fram í fyrsta eða annað sætið. Líkt og ann- ars staðar mun árangurinn í prófkjöri segja til um möguleikann á formannsembættinu. Kristján L. Möller sækist eftir því að leiða listann í Norðausturkjördæmi og Björgvin G. Sigurðsson í Suðurkjördæmi. Nýir flokkar Guðmundur Steingríms- son mun bjóða fram fyrir Bjarta framtíð, en enn er óráðið hvar eða í hvaða sæti. Þór Saari hyggur einnig á áframhaldandi þingsetu. „Ég mun að sjálfsögðu gefa kost á mér á lista Dögunar, en hvar veit ég ekki.“ Alþingi nýtur ekki mikillar virðingar, en þó má reikna með að margir vilji reyna fyrir sér varðandi sæti á framboðslista, hvort sem er hjá gömlu flokkunum eða þeim nýju. Enn er ekki ljóst hve margir flokkar verða í framboði til Alþingis í vor. Nú þegar hafa fjölmörg samtök kynnt áform sín um fram- boð. Hvernig skipað verður á lista þeirra, eða hvenær, er hins vegar enn á huldu. Þau framboð sem eru í farvatninu eru Björt framtíð, Dögun, Húmanistaflokkurinn, Sam- staða, Hægri grænir og Lýðræðisflokkurinn. Við þennan lista getur bæst og ekki er öruggt að allir nái að uppfylla formsatriði fyrir framboði. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR FROSTI SIGURJÓNSSON ELÍN HIRST BRYNJAR NÍELSSON ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR GUÐLAUGUR G. SVERRISSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR HEIÐA KRISTÍN HELGADÓTTIR BIRGIR ÞÓRARINSSON HNOSSIÐ Stjórnmálaflokkarnir velja brátt á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Langflestir þing- manna sækjast eftir endurkjöri. Frá þingsetningu árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa áfram kost á mér til að leiða lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi og þá hef ég einnig gefið kost á mér til að gegna stöðu varaformanns Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem verður í febrúar fái ég stuðning og kjör til þess.“ Sigurður Ingi Jóhannsson „Ég er enn óráðin varðandi framhaldið.“ Lilja Mósesdóttir „Ætla fram í mínu heimakjördæmi Norðausturkjördæmi, fyrir sama gamla góða flokkinn minn, Samfylkinguna og framar- lega á listanum vil ég vera.“ Jónína Rós Guðmundsdóttir „Já ég hef ákveðið að bjóða mig líka fram í forystusæti Fram- sóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það er „sure thing“ eins og þeir segja. Nei, ég hef bara ákveðið að fara fram í Reykjavík. Hef ekki sett miðið á neitt ákveðið sæti. Félagar mínir ákveða það.“ Róbert Marshall „Ég hef nú ekkert gefið út og mun ekki beinlínis gera, annað en að ég hef ekki hugleitt enn sem komið er að hætta í pólitík. En, við erum með kjördæmisþing fyrir norðan 7. október og þá verður nú sjálfsagt eitthvað um þetta rætt.“ Steingrímur J. Sigfússon „Eftir að hafa ráðfært mig við stuðningsmenn og félaga í kjör- dæminu ákvað ég að gefa áfram kost á mér til þess að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi og sækist eftir 1. sæti í flokks- vali því sem fram fer 16.-17. nóvember næstkomandi.“ Björgvin G. Sigurðsson „Ég hef ákveðið að sækjast á ný eftir oddvitasæti Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkurkördæmi suður – og vonast ég eftir umboði framsóknarmanna í Reykjavík til þess. Félagar mínir í flokknum hafa lokaorðið í því efni.“ Vigdís Hauksdóttir „Já ég gef kost á mér til endurkjörs. Í ljósi þess að Ásbjörn Ótt- arsson sem leiddi listann í síðustu kosningum, gefur ekki kost á sér til endurkjörs, sækist ég eftir 1. sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.“ Einar K. Guðfinnsson FRAMHALD AF SÍÐU 24 ■ ORÐRÉTT ■ FJÖLDI NÝRRA FRAMBOÐA þingmanna sem tóku sæti á þingi eftir kosningarn- ar 2009 settust á þing 2007 eða síðar. 2/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.