Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 52

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 52
Delicato Merlot frá Kaliforníu er djúprautt á litinn með miklu ávaxta- bragði, plómur og hindber. Bragið endist lengi með súkkulaði- og kaffikeim í lokin. Vínið passar ein- staklega vel með reyktum og söltum mat og á því vel við á hátíðarborði Íslendinga. René Muré Gew- urstraminer Signature frá Alcase í Frakklandi er gullið á lit með angan af sætu kryddi og sætum ávexti. Þykkt í munni með sætu í góðu jafnvægi við góðan ferskleika sem myndast í eftirbragði. Þetta vín hentar vel með krydduðum mat t.d hangikjöti eða austurlenskum matur. Líklega besti kosturinn fyrir þá sem vilja hvítvín með hamborgarhryggnum. Morande Gran Reserva Syrah frá Chile er dökkt með fjólulit og í ilmi má finna fjólur ásamt þurrkuðum kirsuberjum og kanil. Í bragði er vínið silki- mjúkt en langt og höfugt og er frábær samsetning við meðlætið á jólaborðinu hvort sem boðið er upp á lamb eða naut. Faustino VII frá Spáni er bragðgott vín með angan af vanillu og ferskum berjum, flauelsmjúkt og fágað með áköfu eftirbragði. Við tökum þetta vín sem dæmi þar sem það hentar með fjölbreyttum mat allt frá lambi, kalkún, kjúklingi, önd og svínakjöti. Prófið endilega að opna flöskuna meðan verið er að útbúa sósuna og bragðbæta hana með víni sem verður boðið upp á með jólamatnum Las Moras Caber- net Sauvignon frá Argentínu er dæmi um ódýrt en gott vín með jólamatnum sem gott væri að umhella. Fjólubláir tónar í víninu eru tákn um ungan aldur en samt er vínið með mjúkt yfirbragð. Vínið er þægilegt með dökkum sætum berjum og milda fyllingu. Við umhellinguna verður vínið enn mýkra og betra. Poggio al Casone Chianti Superiore frá Ítalíu er dökkt og fallegt með þroskuðum ávexti og áberandi kirsuberjabragði. Ending er mild með sætum kirsuberjum. Þetta er dæmi um gott vín sem hentar með kalkún og önd. Morandé Gran Reserva Chardonnay frá Chile er sannkölluð ávaxtasprengja en um leið ótrúlega milt og þægilegt. Vínið er fallega gullið á lit og hefur langt eftirbragð. Ilmurinn er frekar flókinn með miklu af þroskuðum eplum og suðrænum ávöxtum. Í eftirbragði má finna hnetur og vanillu. Vínið hentar mjög vel með humar og fiskréttum. René Muré Riesling Signature frá Alcase í Frakklandi er mjög klassíkt Riesling vín gulleitt með sítrónum og kardemommum í angan og bragði. Góður kostur með lax, humar og kalkún. Annar góður kostur með laxinum er Morandé Pionero Sauvignon Blanc frá Chile sem er ferskt og gott vín með áberandi ávaxtakeim en verður síðan suðrænt og seiðandi. Spy Valley Merlot – Malbec frá Nýja Sjálandi er blóðrautt með angan af sætum plómum, ceddar osti og framandi kryddum. Gott jafnvægi í munni með sætum ávexti, kryddi og fínlegu eftirbragði sem gerir vínið fullkomið með villibráðinni eða góðri nautasteik. 18 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 L E P P A L Ú Ð I Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Leppalúði í túlkun Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur og Ingibjargar Haraldsdóttur fæst hjá okkur 5. – 19. desember Casa - Skeifunni og Kringlunni Epal - Skeifunni, Leifsstöð og Hörpu Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum · Valrós - Akureyri Blómaval - um allt land Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Hann Leppalúði þótti nokkuð baldinn. Í bernsku var hann ódæll og átti enga vini. Af þessu varð hann vansæll og vildi hefna sín. Hann átti gamlan pabba sem engu nennti lengur og ævagamla mömmu sem litlu skárri var. Það var því vart að undra þótt Leppalúði tæki til sinna eigin ráða. Einn daginn þegar fólkið var komið út á tún og sló og sló af kappi varð einhverjum að orði: Hvar er Leppalúði? Allir fóru að leita hrópa og kalla en ekkert sást til Lúða. Hann er horfinn, sagði hreppstjórinn, ekki skal ég syrgja hann. Og göngu Ballt la d m nú til verka! Nú leið og beið í sveitinni en aldrei kom sá stutti. Flestir voru fegnir, nema foreldrarnir hans, sem dóu fljótt úr hungri  Þumalputtareglur Jólavín og hátíðarmaturinn Þrúgur jólanna Hér á eftir verður tæpt á nokkrum atriðum sem vert er að hafa í huga er varðar vín og hátíðarmat – þumalputtareglur. Þumalputtareglan um hátíðarmatinn:  Með hangikjötinu og ham- borgarhryggnum er gott að hafa berjarík og bragðmikil vín. Þá henta vín úr Merlot þrúgunni einstaklega vel en einnig hvítvín svo sem vín úr Gewurtstraminerþrúg- unni. Gott er að það örli fyrir eik í vínunum, þar sem eikin brýtur saltið niður.  Fituríkur matur, feitar og kremaðar sósur, kalla á alkahólrík vín, til dæmis eru Malbec vín frá Argentínu vín sem smellpassa með þannig mat.  Meðlætið með jólamatnum, til dæmis sykurbrúnaðar kartöflur og sultur, kalla á vín sem eru með sætu ívafi þar sem bragðið er langt og gott. Dæmi um slíkt eru vín úr Shiraz þrúgunni.  Sósan er oft fullkomnuð á lokasprettinum og þá getur verið gott að smakka á víninu með sósunni. Bragðlaukarnir geta kalla eftir meiri sætu eða kryddi þegar vínið er smakkað með og þá er einfalt að bregðast við því. Þumalputtareglan um röðun vína:  Í góðu lagi er að hafa nokkrar tegundir vína með sömu máltíðinni og smakka hvað fer best með hverjum rétti.  Notið fersk hvítvín (til dæmis Sauvignon Blanc og Pinot Grigio) á undan þykkum og rjómakenndum vínum (t.d. Chardonnay).  Notið vín úr Pinot Noir og Merlot á undan rauðvínum úr Cabernet Sauvignon og Malbec þrúgum.  Röðin og hvað passar með hverju kemur með æfingunni og smekk hvers og eins.  Munið að hver einstak- lingur er sérfræðingur í eigin bragðlaukum þannig að forðist yfirlæti. Þumalputtareglan um geymslu vína:  Geymið vín á dimmum stað við 10-14° hita.  Flest vín eru ekki endilega ætluð til geymslu í mörg ár, gott er að kanna upp- lýsingar á flöskunni.  Aldrei að geyma vín í eld- húsinu því þar eru of miklar hitabreytingar sem geta skemmt vínið. Þumalputtareglan varð- andi umhellingu vína:  Vín sem eru yngri en 3 ára er gott að sprengja upp með því að umhella þeim í karöflu eða vatnskönnu.  Vínin verða mýkri við umhellinguna því þá loftar um þau og sýran fellur niður. Góð hátíðarvín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.