Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Metsöluhöfundur með milljóna hagnað Það er ekki ráðlegt að keyra í gegn miklar kerfisbreyt- ingar í ósátt borgarfull- trúa. A lþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki enn svarað beiðni Fréttatímans um að veita skriflegt leyfi fyrir því að blaðið afli upplýsinga á skrifstofu Oxford-háskóla um námsferil hans. Tólf dagar eru liðnir frá því að beiðn- in var fyrst send til Sigmundar Davíðs og hefur hún verið ítrekuð einum sjö sinnum síðan. Oxford-háskóla er ekki heimilt að veita upplýsingar um nemendur sína án skriflegs leyfis. Það kom fram í svari Ga- elle Jolly, á skrifstofu upplýsingamála Ox- ford-háskóla, við fyrirspurn Fréttatímans um námsferil Sigmundar Davíðs. Ástæðan er persónuverndarlög í Bretlandi. Miðað við þau svör sem fengist hafa úr herbúðum Sigmundar þykir ólíklegt að Sigmundur Davíð gefi þetta skriflega leyfi. Uppi varð fótur og fit þegar Fréttatíminn greindi frá misræmi í skráningu á mennt- un Sigmundar Davíðs á síðum í hans nafni á hinum ýmsu samskiptavefum. Sigmundur Davíð fann tíma í þéttskipaðri dagskrá sinni til að senda frá sér langa og harðorða yfirlýsingu um menntunarferil sinn sem veitti í raun engin svör um mis- ræmið.  MenntAMál ÓljÓsAr prÓfgráður Sigmundur Davíð svarar ekki beiðni um skriflegt leyfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist eiga að baki ótrúlega flókinn námsferil.  ársreikningAr YrsA sigurðArdÓttir ehf. Yrsa Sigurðardóttir ehf., félag metsöluhöf- undarins Yrsu Sigurðardóttur, skilaði 5,6 milljóna hagnaði á árinu 2009. Félagið, hvers eini tilgangur er bókaútgáfa, er með 6,1 milljón í eiginfé. Stjórn félagsins, sem er með Yrsu eina innanborðs, ákvað að greiða 1,2 milljónir í arð fyrir árið, sem er töluvert minna en árið á undan þegar greiddur var út 6,8 milljóna króna arður. Yrsa hefur notið mikillar velgengni sem rit- höfundur undanfarin ár, jafnt hérlendis sem erlendis, og hafa bækur hennar verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál allt frá Bretlandi til Eþíópíu. Hrollvekjan Ég man þig sló ræki- legaí gegn fyrir síðustu jól og var næst- mest selda bókin á eftir Furðuströnd- um Arnaldar Indriðasonar. Jafnframt keypti Hollywood- mógúllinn Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndaréttinn að bókinni. -óhþ Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. Nokkrir misvísandi þættir höfðu áhrif á ákvörðun nefndarinnar. Annars vegar hafa verðbólguhorfur versnað, a.m.k. til skamms tíma, verðbólguvæntingar aukist og raunvextir Seðlabankans lækkað um- talsvert. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave-samninginn hefur einnig aukið hættu á veikari gengisþróun krónunnar. Hins vegar hafa hagvaxtar- og atvinnu- horfur versnað samkvæmt grunnspá Seðlabankans sem birtist í Peningamálum í gær og hætta er á, að mati bankans, að hagvöxtur verði enn minni vegna niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er og mat peningastefnunefndar að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar geti hægt á losun gjaldeyrishaftanna. -jh Atvinnuleysi 7,8% Á fyrsta ársfjórðungi 2011 voru að meðal- tali 13.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi er 9,9% hjá körlum og 5,5% hjá konum. Frá fyrsta ársfjórðungi 2010 til fyrsta ársfjórð- ungs 2011 fjölgaði atvinnulausum um 200 manns, að því er fram kom hjá Hagstofunni í gær. Þegar litið er til aldurs var atvinnu- leysi mest meðal fólks á aldrinum 16–24 ára eða 15,9%. Hjá hópnum 24–54 ára var atvinnuleysi 6,2% og 6,7% hjá 55–74 ára. Á fyrsta ársfjórðungi 2011 var atvinnuleysi 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 6,5% utan þess. Langtímaatvinnulausir voru 2,2% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2011 samanborið við 1,4% árið 2010. -jh Bækur Yrsu Þar lágu Danir í því 1998 Við viljum jól í júlí 1999 Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið 2000 B 10 2001 Biobörn 2003 Þriðja táknið 2005 Sér grefur gröf 2006 Aska 2007 Auðnin 2008 Horfðu á mig 2009 Ég man þig 2010 É g ætla ekki að rekja það í löngu máli hvernig fulltrúar minnihlut-ans hættu smám saman að styðja þá vinnu sem [stjórnkerfis]nefndin hafði skilað af sér í sameiningu. Ég verð þó að viðurkenna að ég varð fyrir sérstökum von- brigðum með þá borgarfulltrúa sem ég hef átt gott samstarf við í skipulagsmálum en unnu, að mínu mati, meðvitað skemmdar- verk á starfi stjórnkerfisnefndar.“ Þetta sagði Páll Hjaltason, varaborgarfulltrúi Besta flokksins og nefndarmaður í stjór- nkerfisnefnd, á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Hann var ómyrkur í máli í garð fulltrúa minnihlutans og sakaði þá um að vinna gegn hagsmunum borgar- búa. Spurður um nánari skýringar segist Páll lítið geta tjáð sig um málefni nefndar- innar umfram það sem fram kom í ræð- unni sökum trúnaðar sem gildir um vinnu nefndarinnar og fundargerðir. „Ég gekk eins langt og ég taldi mig geta gengið. Og ég var reiður,“ segir Páll um ræðu sína þar sem hann sagði meðal annars að á meðan minnihlutinn hefði náð frestun á málinu töpuðu borgarbúar. „Þarna erum við að fjalla um hvernig við breytum stjórnkerfinu og störfum. Þetta eru grafalvarleg mál og nauðsynleg. Við sjáum það í borgum í kringum okkur að einfaldari stjórnsýsla eykur hagræðingu og minnkar kostnað,“ segir Páll en tillögur nefndarinnar lutu meðal annars að samein- ingu sviða og nefnda, eflingu hverfaráða og aukinni áherslu á rafræna þjónustu. Spurður af hverju meirihlutinn keyri hreinlega ekki þessar breytingar í gegn segir Páll það ekki vera gæfulegt fyrir borgarbúa. „Það er ekki okkar stíll – ekki þeir stjórnunarhættir sem við aðhyllumst. Það er ekki ráðlegt að keyra í gegn miklar kerfisbreytingar í ósátt borgarfulltrúa,“ segir Páll sem vonast til að minnihlutinn sjá ljósið og fari að vinna með meirihlut- anum. Hann fer fram á að fólk sýni ábyrgð - ábyrgð í umræðu og verkum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndar- maður í stjórnkerfisnefnd, kom af fjöllum varðandi gagnrýni Páls á störf minnihlut- ans í nefndinni. „Við vorum einfaldlega ekki til í að gera breytingar sem við töldum eingöngu vera breytinganna vegna. Þetta snýst ekki um stjórnarandstöðu heldur að vinna hlutina almennilega,“ segir Þorbjörg Helga. oskar@frettatiminn.is Sakar minnihlutann um skemmdarverk í stjórn- kerfisnefnd borgarinnar  borgArMálin upplAusn í stjÓrnkerfisnefnd Páll Hjaltason sagði minnhlutanum til syndanna á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Páll Hjaltason, varaborgarfulltrúi Besta flokksins, var ómyrkur í máli um störf minnihluta í stjórnkerfisnefnd borgarinnar á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Lj ós m yn d/ H ar i 2 fréttir Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.