Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 55

Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 55
Helgin 21.-24. apríl 2011 tíska 55 – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 35 00 0 2/ 11 AVENA SATIVA – sofðu rótt Lopez með nýjan ilm Söng- og leikkonan Jenni- fer Lopez, sem nýlega var kjörin fegursta kona heims af people.com, er búin að setja í sölu nýjan ilm sem ber heitið Love and Glamour. Ilmurinn er ferskur, mildur, með keim af blómum, sem er tilvalinn fyrir sumarið. Hann er sagður vera öðru- vísi og kvenlegur, sem og glasið sjálft sem einkennist af glæsileika og glamúr og lítur út eins og ávalur kven- líkami. Sjálf situr poppdívan fyrir í auglýsingaherferðinni sem einkennist af fegurð og glæsileika og tekur okkur langt aftur í tímann. Næring sem styrkir og verndar Augnhárin hafa það mikil- væga hlutverk að vernda augun fyrir utanaðkom- andi óhreinindum. Einnig móta þau augun og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að þeim. Ef augnhárin brotna við daglegt amstur er Mayal Double-Lasg augnháranæringin gerð til þess að næra, vernda og styrkja augnhárin og gera þau heilbrigðari og lengri í þokkabót. Næringin inniheldur prótein og fleiri náttúrulega virk efni sem örva vöxt augnháranna og gefa þeim silkimjúka áferð. 200 sólgleraugu í safninu Það er ekkert leyndarmál að tískufrömuðurinn Nicole Richie elskar sólgleraugu. Hún hratt af stað býflugna-sólgler- augnatískunni sem lengi hefur staðið yfir. Í nýlegu viðtali við Vogue viðurkenndi Richie að hún ætti yfir 200 stykki af sólgleraugum og sagði þetta vera nauðsynlegan aukahlut sem auðvelt væri að fela sig á bak við. Þetta er orðin mikil söfnunarárátta og hún veit fátt skemmtilegra en að bæta í safnið. Sjálf hannar hún mikið af sólgleraugum fyrir tískufyrirtækið sitt, Winter Kate, og að sjálfsögðu á hún eintak af þeim öllum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.