Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 36
Ömmubakstur ehf.
Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000
Veljum
íslenskt
gott í dagsins önn...
Ömmu
kleinur
Ömmu
spelt
flatkökur
Ömmu
flatkökur
Þ
að voru fallegir
dagar á Íslandi í
janúar árið 2009.
Vissulega órólegir,
mettaðir reiði og
óvissu; einungis nokkrir mán-
uðir liðnir frá hruninu og hver
nýr dagur virtist leiða í ljós
nýja spillingu, nýja sturlun sem
tengdist bönkum, útrásar-
víkingum, stjórnmálaöflum
landsins. Reiðir en líka fal-
legir dagar – því eitthvað nýtt
virtist vera að gerast. Einhver
breyting í nánd. Sífellt fleiri
trúðu því að það afl, sá kraftur
sem búsáhaldabyltingin leysti
úr læðingi myndi knýja fram
raunverulegar breytingar á
þjóðfélagi og stjórnmálakerfi.
Kannski barnalegir draumar.
En við lifðum á tíma fáránleik-
ans. Við stóðum yfir rústum
góðæris sem reyndist svo
átákanlega byggt á blekk-
ingum, svikum, á græðgi sem
gerði okkur heimsk, á spilltu
og vanhæfu stjórnmálakerfi.
Voru draumar um verulegar
breytingar þá svo barnalegir?
Gamla kerfið var svo aug-
ljóslega úr sér gengið, hafði
svo augljóslega kallað ógæfu
og erfiðleika yfir okkur, að
miklar breytingar virtust blátt
áfram rökréttar. Síðan kemur
Rannsóknarskýrsla Alþingis
þar sem mistökin, brestirnir,
spillingin, eru dregin saman
á yfirvegaðan hátt – sá sem
vill viðhalda sama þjóðfélagi,
sama kerfi og áður eftir að hafa
kynnt sér þessa skýrslu, hlýtur
að vera það blindaður af annar-
legum hagsmunum og langt
leiddur af sjálfselsku að honum
stendur algerlega á sama um
umhverfi sitt, og framtíð þjóð-
ar. Tími mikilla breytinga hlaut
að vera í nánd. Það var útilokað
að þjóðin sætti sig við annað
en raunverulegar breytingar,
ekki kák á yfirborði. Nýtt Ís-
land virtist því ekki barnalegir
draumórar, heldur eina færa
leiðin.
En þetta vitið þið jafn vel og
ég.
Hljómsveitin Gamlar
hugmyndir og tækifæris-
mennska
Þið vitið líka hvers vegna þið
náðuð þessum ævintýralega
árangri í borgarstjórnarkosn-
ingunum – vegna þess að fólk
vildi, nei, þráði breytingar.
Þráði eitthvað nýtt. Alþingis-
kosningarnar náðu ekki að
leysa þessa þrá úr læðingi, ein-
faldlega vegna þess að þar var
ekki boðið upp á neinn farveg.
Hreyfingin varð ekki að fljóti
eins og þið, og það virðist á
stundum harla lítill munur á
Þór Saari og öðrum holdgerv-
ingum gamla kerfisins; hann
gæti því stofnað hljómsveit
með Sigmundi Davíð undir
nafninu Gamlar hugmyndir og
tækifærismennska.
Þið náðuð undraverðum ár-
angri vegna þess að þið báruð
eitthvað nýtt með ykkur. Af
áherslu ykkar varð öllum ljóst
að þið höfðuð enga trú á gömlu
flokkunum, á hefðbundinni,
staglkenndri og morfís-eitraðri
íslenskri pólitík. Fólk trúði því,
sumir í einlægni, sumir af var-
kárni, að þið væruð nýtt afl. Að
þið hefðuð lesið Rannsóknar-
skýrslu Alþingis þar sem meðal
annars er bent á að tortryggni
á þekkingu og menntun hafi
lengi verið meinsemd á Íslandi
og ein af orsökum hrunsins.
Eruð þið þetta nýja afl? Eða
eruð þið bara dægurfluga,
hressandi tilbreyting sem fjar-
ar skjótt út og skilur fátt eftir
nema vonbrigði – tómarúm
sem gamla kerfið gleypir?
Það hlýtur að vera erfitt
að stjórna Reykjavíkurborg,
hvað þá á tímum efnahags-
legra erfiðleika, og þið fáið í
arf skuldir og mistök gömlu
flokkanna. En það er dapurlegt
að þið skulið hiklaust taka upp
suma af þeim vondu siðum
sem við verðum að losna skjótt
við – til að mynda að skipa
vini í valdastöður. Það bendir
ekki til þess að þið þráið fag-
mennsku í stað hagsmunapots.
Það bendir ekki til þess að þið
viljið nýtt samfélag. En alvar-
legastur er þó niðurskurður og
áherslur í menntamálum. Það
blasir svo átakanlega við að ef
við leggjum ekki höfuðáherslu
á menntun barna okkar, þá
breytist ekkert á Íslandi; stjórn-
málamenn allra flokka munu
halda áfram að stofna hljóm-
sveitina Gamlar hugmyndir
og tækifærismennska. Það
tekur langan tíma að breyta
stjórnmála- og umræðuhefð
þjóðar. Síðustu mánuðir hafa
sannað það rækilega að of fáir
þingmenn kæra sig um að ræða
málin öðruvísi en að festa sig
í ömurlegum útúrsnúningum
sem miða fyrst og síðast að því
að koma höggi á andstæðing-
inn – heill þjóðar, framtíð lands
víkur fyrir smásálarskap hags-
muna og valdatogs.
Flokkur vonbrigða eða
breytinga?
Hljómsveitarmeðlimir Gamalla
hugmynda og tækifæris-
mennsku skera ævinlega niður
kennslu á krepputímum, og
tálga burt það allt sem þeir
álíta munað – til dæmis list-
kennslu. Og þetta ætlið þið
að gera. Þið sem komið fram
sem afl nýrra tíma eruð strax
farin að spila gömlu úr sér
gengnu lögin. Viljið skera burt
listkennslu, leggja niður eða
stórskaða bókasöfn skólanna
– hafiði þá ekkert lært? Þurfa
börnin okkar líka að lifa við
músík Gamalla hugmynda og
tækifærismennsku? Eruð þið
þá ekki nógu sterk, djörf, fram-
sýn til að knýja fram breyting-
arnar? Ef Besti flokkurinn vill
vera eitthvað meira en gamlir
slagarar, þá hlýtur hann að
stíga fram og berjast fyrir
eflingu skólanna, ekki niður-
skurði. Og að list, heimspeki
og siðfræði verði gerð jafn
rétthá í kennslu og íslenska og
stærðfræði. Ef við ætlum að
breyta samfélaginu og koma í
veg fyrir nýtt hrun, þá verðum
við að efla skólana. Við verðum
að stórefla kennslu í skapandi
hugsun, siðfræði, heimspeki,
og styrkja bókasöfnin í stað
þess að leggja þau niður – og
þá mun vaxa upp kynslóð sem
spyr gagnrýnna spurninga,
skoðar málin af yfirvegun. Kyn-
slóð sem hafnar fölsku góðæri,
grimmd frjálshyggjunnar,
stjórnmálamönnum morfís-
skólans.
Þið hafið valdið til að breyta.
Ekki bregðast. Ekki fara í
sögubækurnar sem flokkur
vonbrigða.
Niðurskurður til menntamála og listkennslu
Bréf til Besta flokksins
Jón Kalman Stefánsson
rithöfundur
Ef við ætlum
að breyta
samfélaginu
og koma í veg
fyrir nýtt hrun,
þá verðum við
að efla skólana.
Við verðum að
stórefla kennslu
í skapandi hugs
un, siðfræði,
heimspeki, og
styrkja bóka
söfnin í stað
þess að leggja
þau niður – og
þá mun vaxa
upp kynslóð
sem spyr gagn
rýnna spurn
inga, skoðar
málin af yfirveg
un. Kynslóð sem
hafnar fölsku
góðæri, grimmd
frjálshyggj
unnar, stjórn
málamönnum
morfísskólans.
Fært til bókar
Þorvaldur á ekki upp á pallborðið
Þorvaldur Gylfason prófessor fékk
flest atkvæði þegar kosið var til stjórn
lagaþings síðastliðið haust. Hæstiréttur
úrskurðaði þær kosningar hins vegar
ógildar, eins og alkunna er. Stjórnlagaráð
tók hins vegar við þar sem stjórnlaga
þingið varð frá að hverfa, skipað þeim
sömu og kosnir voru, að
Ingu Lind Karls-
dóttur undanskil
inni. Það hefur
hins vegar ekki
nýst Þorvaldi
að fá flest
atkvæðin í
kosningunni
þegar kemur
að kosningum
innan stjórnlaga
ráðsins. Kosið var
milli hans og Salvarar
Nordal um formennsku í ráðinu. Salvör
hafði betur. Þá var kosið milli Þorvaldar
og Ara Teitssonar í embætti varafor
manns stjórnlagaráðs. Þar hafði Ari betur.
Nú í vikunni voru kosnir formenn nefnda
ráðsins. Í nefnd A var kosið milli Þorvaldar
og Silju Báru Ómarsdóttur. Silja Bára
hafði betur.
Íslandsvinur tjáir sig
„Sá Íslendingur sem ég ber mesta virðingu
fyrir er forsætisráðherrann, Jóhanna Sig-
urðardóttir. Hún hefur reynt að hreinsa
upp og tekið við erfiðu verkefni og ríki í
mikilli kreppu og hefur barist fyrir umsókn
um aðild að ESB þrátt fyrir að vera í
stjórnarsamstarfi með Vinstri grænum,
sem eru ekki fylgjandi aðild. Hún gerir
réttu hlutina, en þarf á mórölskum stuðn
ingi að halda.“ Svo sagði Íslandsvinurinn
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utan
ríkisráðherra Danmerkur, m.a. í dönskum
sjónvarpsþætti á dögunum. Forseti Ís
lands fékk ekki jafngóða einkunn hjá Uffe,
að því er fram kom í þýðingu Eyjunnar:
„Forsetinn, Ólafur
Ragnar Gríms-
son, sem hefur
vikið þing
ræðinu til
hliðar. Hann
er pópúlisti,
lýðskrumari
sem vill ná
endurkjöri.
Hann hefur
náð miklum vin
sældum með því
að segja að Ísland sé
ekki skuldbundið, með því
að segja að verið sé að níðast á smáþjóð
– vitandi betur sem gamall prófessor í
stjórnmálafræði. Hann er að mínu mati að
grafa undan íslensku lýðræði og íslenskri
stjórnskipan.“ Svo mörg voru þau orð.
36 viðhorf Helgin 21.24. apríl 2011