Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 21
mjög góðum árangri og reyndar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Það var um 60 prósent aukning á fylgi flokksins í síðustu alþingiskosning- um í Suðvesturkjördæmi, Reykja- vík suður og Reykjavík norður. Mér þótti mjög vænt um þá niðurstöðu í ljósi þess að það var gríðarleg endurnýjunarkrafa. Hún birtist best í því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn for- maður flokksins aðeins um tveimur vikum eftir að hann skráði sig í hann. Það sýnir hve sterk krafan var um endurnýjun. Mér þótti vænt um stuðninginn í kosningunum því ég var sannarlega ekki ný. Ég held að fólk hafi skynjað að ég var ekki hluti af þeirri fortíð sem hefur verið erfið.“ Einkamál þín hafa verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum að undan- förnu. Hvernig kom það við þig? „Ég vil ekki ræða mín einkamál og tel þau ekki eiga erindi í opin- bera umræðu. Eins og stjórnar- skráin segir svo fallega; allir skulu njóta friðhelgi einkalífs heimilis og fjölskyldu. Þó að stjórnmálamenn séu berskjaldaðri en aðrir fyrir um- ræðu um þeirra störf og persónu tel ég ekki að einkamál þeirra eigi heima í fjölmiðlaumræðunni.“ En þú ert tiltölulega nýskilin. Hefur lífið breyst mikið síðan þá? „Við slitum sambúð síðasta haust, ég og fyrrum sambýlis- maður minn. Því fylgir sorg, eins og gefur að skilja, en ég vil ekkert ræða það.“ En fyrir utan stjórnmálin hefur þú verið virk í alls konar íþróttum og á mótorhjólum. Hvað ertu að fást við fyrir utan þingið núna? „Mjög góður vinur minn sem er fallinn frá, Björn Jónsson, fyrrum skólastjóri í Hagaskóla, sagði daufur er dellulaus maður. Það er ótrúlega mikið sannleikskorn falið í þeim orðum en hann var mikill áhugamaður um skógrækt. Ég hef haft dellu fyrir útivist og hreyfingu og að einhverju leyti jaðarsporti. Nýjasta dellan hjá mér er sjósundið eða öllu heldur sjóböð. Maður fær algjört endorfínkikk í ísköldum sjónum og í kjölfarið fylgir mikil gleði og slökun. Þar brosa allir hringinn og ég hef aldrei séð neinn í fýlu í sjónum. Ég held að það sé öllum hollt að hafa meira fyrir stafni en bara vinnu. Í stjórnmálum er vinnutíminn mjög óreglulegur og það er gott að geta leitað í eitt- hvað allt annað. Ég mun örugglega gera það áfram. Ætli það sýni ekki bara að maður er lifandi.“ ENGIR TVEIR ERU EINS Engir tve ir einsta klingar e ru nákvæ mlega e ins. Þett a skiljum við hjá V erði og þ ess vegn a viljum við kynn ast viðskipta vinum o kkar bet ur. Við læ rum að þ ekkja þá svo að þ eir fái ör ugglega þá þjónu stu sem þeim he ntar. Við viljum sjá til þ ess að þ ú sért m eð réttu trygging arnar, h vort sem um er a ð ræða l íf- og he ilsutrygg ingu, trygging u fyrir h úsið, bíl inn eða fyrirtæk ið. VIÐ VILJ UM KYN NAST ÞÉ R BETUR ÍS L E N S K A / S IA .I S /V O R 5 35 25 0 4/ 11 Ég tel mig hafa sterka rödd innan flokksins og þarf ekki endilega að vera í einhverjum stólum til þess. Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is viðtal 21 Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.