Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 22
www.noatun.is Austurver, Hamraborg og Nóatún 17 Opið allan sólarhringinn, alla páskana! Grafarholt og Hringbraut 21. apríl Skírdagur Opið til 24:00 22. apríl Föstudagurinn langi Lokað 23. apríl Laugardagur Opið frá 00:00 til 24:00 24. apríl Páskadagur Lokað 25. apríl Annar í páskum Opið frá 00:00 ólk hafði af því um- talsverðar áhyggjur að Icesave-málið væri að kljúfa þjóðina í tvennt en þegar horft er til þeirra illdeilna sem lagðar voru til hliðar og þau hat- urssambönd sem breyttust í innmúruð bandalög blasir við að Icesave kallar ekki aðeins á sundrungu heldur einnig sögu- legar sættir. Að já-fólkinu, sem varð undir í kosningunum, ólöstuðu er ekki hægt að segja annað en að nei-liðið var meira áberandi og er litríkara og áhugaverðara fólk þannig að vanheilög banda- lög þess vekja meiri athygli. Dramatíkin og spennan í fyrri samskiptum þeirra sem féllust í faðma í nei-liðinu eru líka magnaðri en hjá já-hópnum. Þar leynast þó vitaskuld ein- staklingar sem eiga fátt sam- eiginlegt annað en að hafa lýst sig tilbúna að segja „já“. Eins og til dæmis Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgar- stjórn. Og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Vilhjálmur Egilsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, eiga líka fátt sameiginlegt annað en að hafa verið ákafir Já-menn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ólafur Ragnar Grímsson Davíð Oddsson Hefði einhverjum dottið í hug að láta það út úr sér fyrir ör- fáum misserum að Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætti eftir að mæra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Wall Street Journal og víðar hefði þeim hinum sama verið snarað beint í langtímavistun á geðveikraspítala. Hið ómögu- lega hefur nú gerst og mað- urinn sem Hannes sagði árið 2009 að væri „ekki forseti þjóðarinnar“ heldur „forseti Náskersins“, með vísan í Jón Ásgeir Jóhannesson, er nú orðinn sómi Íslands, sverð þess og skjöldur í huga Hannesar. Hannes tekur ekki slíkum sinnaskiptum án þess að fá grænt ljós frá Davíð Odds- syni en gagnkvæm fyrirlitning Ólafs og Davíðs hvors á öðrum hefur ekki farið leynt hingað til. Fyrir nokkrum árum greindi Ólafur Ragnar Davíð með „skítlegt eðli“ og eftir að Ólafur Ragnar varð forseti gat Davíð ekki hrópað „húrra“ fyrir fósturjörðinni án þess að gera kúnstpásu svo að ekki mæti skilja á honum að hann væri að hylla forsetann. Nú er Ólafur hins vegar mærður í leiðurum Morgunblaðs Davíðs. Öðruvísi manni áður brá! Ingvi Hrafn Eva Joly Ingvi Hrafn Jónsson, hinn orðhvati sjónvarpsstjóri á ÍNN, stýrði háværum Nei-kór í þætti sínum Hrafnaþingi þar sem Hallur Hallsson var til- finningaríkur forsöngvari. Að vonum lét oft hátt í Ingva Hrafni en sennilega hefur Krummanum brugðið illa þegar heimsþekkt sópransöngkona bættist í kór hans. Ingvi hefur nánast frá hruni haft megna andúð á fransk-norska rann- sóknardómaranum Evu Joly sem gekk á tímabili til liðs við sérstakan saksóknara. Þá var Ingva Hrafni nóg boðið og hann úthúðaði Evu í þætti sín- um; lék hana með tilþrifum og uppnefndi meðal annars „kex- ruglaða kerlingarálku“. Álkan sú hvatti Íslendinga til að hafna Icesave-lögunum á endaspretti kosningabaráttunnar og sýndi Ingva Hrafni um leið fram á að bandamenn geta leynst í ólík- legustu hornum. Styrmir Gunnarsson Karl Marx Styrmir Gunnarsson ritstýrði Morgunblaðinu um áratuga skeið þegar blaðið var málgagn Bandaríkjanna og Sjálfstæðis- Undarlegir bólfélagar í heitum leik Fólk þarf ekkert að mölva mörg páskaegg og lesa sig í gegnum haug af málsháttum til að komast að því að enginn er annars bróðir í leik, og þar sem fáir hráskinnsleikir eru jafn trylltir og pólitíkin eiga bræður það oft til að berjast og að sama skapi getur ólíklegasta fólk gengið í bandalög þegar það hentar. Í þessu ljósi er stundum haft í flimtingum að pólitíkin pari saman undarlega bólfélaga. Þetta hefur sjaldan verið jafn áberandi og í Icesave-deilunni þar sem fornir fjendur stukku umhugsunarlaust hver upp í hjá öðrum í einni allsherjar ringulreið. F 22 úttekt Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.