Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 18
Siv Friðleifsdóttir telur stefnubreytingu hafa orðið í afstöðu Framsóknarflokksins til Evrópusam- bandsins. Hugmyndir hennar um að Framsókn komi inn í ríkisstjórnina hafa vakið mikil viðbrögð en Morgunblaðið birti af henni skopmynd þar sem hún falbauð sig fallandi stjórn. Í viðtali við Þóru Tómasdóttur sagði Siv eðlilegt að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, bæðist afsökunar. V ið systkinin vorum alin upp við að setja okkur í spor annarra og barma okkur ekki. Líta á glasið hálffullt en ekki hálftómt. En það er engin manneskja gerð úr stáli. Mér þótti vænt um að Helgi Sigurðsson teiknari bað mig persónulega afsökunar á myndinni. Ritstjórn Morgunblaðsins ber ábyrgð á því sem birt er í blaðinu og fyrir stuttu birtust heilsíðuauglýs- ingar í blöðunum þar sem Morgun- blaðið bað DV afsökunar vegna um- fjöllunar Agnesar Bragadóttur um blaðamann DV. Ég trúi því ekki að ritstjórn Morgunblaðsins vilji sýna konur í niðrandi ljósi. Okkur ritstjóra Morgunblaðsins gekk vel að vinna saman hér áður fyrr. Leiðir okkar hafa ekki legið saman eftir að hann hvarf úr stjórnmálum og tók að sér að verða seðlabankastjóri og síðar ritstjóri Morgunblaðsins. Miðað við mín kynni af honum tel ég að hann sé stærri maður en svo að hann vilji láta þetta kyrrt liggja án viðbragða. Blaðið hlýtur annað hvort að gefa út opinbera afsökunarbeiðni eða út- skýra hvers vegna þetta ætti að vera í lagi.“ Varstu reið? „Ég er alin upp við að barma mér ekki.“ Hvers vegna heldurðu að þessi mynd hafi vakið svona sterk viðbrögð? „Ég held að það segi sig sjálft. Fólki var misboðið.“ Ríkisstjórninni virðist ekki veita af stuðningi, ætli hún að sitja áfram. Hvers vegna viltu að Framsóknar- flokkurinn fari inn í ríkisstjórnina? „Traustið getur ekki orðið minna á ríkisstjórninni. Sérstaklega eftir að Icesave 3 var fellt í þjóðaratkvæða- greiðslu og eftir niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um vantraust á stjórnina, sem var fellt með aðeins 32 atkvæðum. Ég studdi vantraustið á þeim rökum að við þessar aðstæður gengur ekki að vera með veika ríkis- stjórn. Ég sé fyrir mér algjöra upp- stokkun og nýja ríkisstjórn. Ég tel skynsamlegast að hún verði mynduð af Framsóknarflokki, Vinstri græn- um og Samfylkingu sem gerðu með sér nýjan stjórnarsáttmála. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, yrði þá í stjórnar- andstöðu með Hreyfingunni og gæti veitt nýrri ríkisstjórn verðugt aðhald.“ Hvaða hlutverki sérðu fyrir þér að Framsóknarflokkurinn gegni í ríkis- stjórninni; eru sérstök ráðuneyti sem þú vilt að flokkurinn taki að sér? „Það er ekki tímabært að kveða neitt upp úr um það. Ég tel að það muni um Framsóknarflokkinn í því að tala máli Íslands um Icesave á al- þjóðavettvangi. Annaðhvort þurfum við að sannfæra okkar viðsemjendur um að þeir fái greidda lágmarks- tryggingu – og komast þannig hjá dómsmáli – eða það verður dóms- mál og við þurfum að hafa öflugt fyrirsvar. Nú sjáum við loksins fram á betri tíma í efnahagsmálum; verðbólgan er lág, hagvöxtur er að aukast og kaupmáttur er líka aðeins að aukast. Mesta áhyggjuefnið er at- vinnuleysið og skuldavandi heimila. Ef ekkert gerist í atvinnumálum er hætta á að við festumst í langtímaat- vinnuleysi upp undir tíu prósent. Það er stórt samfélagslegt vandamál og þar munar verulega um Framsókn sem hefur verið öflugur atvinnu- málaflokkur í gegnum árin.“ Þjóðstjórn óholl í lýðræðisríki Siv segir nauðsynlegt að tryggja pólitískan stöðugleika nú þegar efnahagur landsins virðist vera að vænkast. Óráð væri að ganga til kosninga. „Ég tel að það sé eins og að hella olíu á eld. Það var kosið til Alþingis árið 2007. Kosningum var flýtt þegar kjörtímabilið var hálfnað og því voru aðrar alþingiskosningar 2009 þar sem varð mikil endurnýjun þingmanna. Að mínu mati er fráleitt að ganga til kosninga núna, það myndi tefja uppbyggingu verulega, ýta undir mikinn óróleika og vera þannig beinlínis til skaða. Ég hef heldur aldrei talað fyrir þjóðstjórn. Í hverju lýðræðisríki þarf að vera virk stjórnarandstaða sem veitir ríkis- stjórninni aðhald. Það er óheilbrigt í lýðræðisríki að mynda þjóðstjórn nema til að fást við mjög afmörkuð verkefni í mjög stuttan tíma. Fyrir- komulagið myndi alltaf kalla á kosn- ingabaráttu milli flokkanna og það kæmi því lítið jákvætt út úr slíkri stjórn á þessum tíma.“ Siv segir ríkisstjórnina hafa orðið fyrir mörgum áföllum að undanförnu sem hafi veikt hana verulega. „Það er saga til næsta bæjar að ekki allir stjórnarsinnar samþykki fjárlögin. Síðan falla þrír þingmenn Vinstri grænna fyrir borð. Fyrir utan það eru tveir ráðherrar í ríkisstjórninni í dag sem hafa talað opinskátt gegn ýmsu í stjórnarsáttmálanum, þeir Ögmund- ur Jónasson og Jón Bjarnason. Það er auðvitað óbærilega veik staða.“ Vill stjórnarmyndunarviðræður Væri ekki búið að styrkja ríkis- stjórnina með þessum hætti ef sam- flokksmenn þínir væru sammála þér? „Innan míns flokks eru uppi að minnsta kosti tvö sjónarmið. Annað er það sem ég hef talað fyrir, um að Framsókn myndi nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum. Hitt er að mynda þjóðstjórn til skamms tíma. Núna er hins vegar allt opið og möguleik- arnir eru að hér hefjist stjórnar- myndunarviðræður, eins og ég hef talað fyrir, á næstu vikum. Eða að ríkisstjórnin sitji áfram og treysti á þennan mjög svo tæpa meirihluta. Ef ekkert kemur út úr öðrum hug- myndum verður staðan auðvitað óbreytt og hætta á stöðnun vegna veikrar ríkisstjórnar.“ Fordæmi eru fyrir því að þing- menn fari inn í ríkisstjórnir án þess að flokkurinn komi með. Gætir þú hugsað þér að gera það? „Ég er ekkert að hugsa um það. Ég tala fyrir því að Framsóknar- flokkurinn fari sem heild inn í ríkisstjórnina.“ Ef það er ekki vilji flokksins, úti- lokar þú að fara inn í stjórnina án hans? „Það er ekkert hægt að hugsa ef þetta eða hitt. Margir hafa spurt hvort við Guðmundur Steingríms- son séum á leið út úr Framsóknar- flokknum. Sú umræða sprettur væntanlega fram vegna þess að við höfum sérstöðu í stórum málum eins og varðandi ESB-umsóknina, en þar var Birkir Jón Jónsson sama sinnis og við. Síðan töluðum við bæði gegn Icesave 1 og 2 en fyrir jái í Icesave 3 og vildum komast hjá áhættunni við dómsmál. Við höfum einnig talað fyrir stjórnlagaráði ásamt Höskuldi Þórhallssyni og Miðað við mín kynni af honum tel ég að hann sé stærri maður en svo að hann vilji láta þetta kyrrt liggja án viðbragða. Blaðið hlýtur annað hvort að gefa út opinbera afsökunar- beiðni eða útskýra hvers vegna þetta ætti að vera í lagi. Siv um Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins Framhald á næstu opnu Siv Friðleifsdóttir vill að mynduð verði ný ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna. Hún neitar því að henni hafi verið boðinn ráðherrastóll í núverandi ríkisstjórn. Ljósmyndir/Hari 18 viðtal Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.