Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 10
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.03.2011. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 10,3% 100% RÍKISTRYGGING ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is Hug­ mynd Hrings­ kvenna um söfnun til upp­ bygging­ arinnar.  Kópavogshæli heimsóKn hringsKvenna Glittir í gamlan virðuleika þrátt fyrir niðurníðsluna D yrum Kópavogshælisins gamla var lokið upp í fyrsta sinn í nokkur ár síðastliðinn föstudag. Hið merka hús, sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma, hefur verið í niðurníðslu árum og áratugum saman og plötur fyrir dyrum og gluggum. Hringskonur stóðu fyrir bygg- ingu hælisins en það var tekið í notkun 1925-26. Hringurinn gaf ríkinu húsið á sjöunda áratug liðinnar aldar en það er nú í eigu Kópavogsbæjar. Stjórn Hringsins vildi skoða ástand hússins en það er loks komið í friðunarferli, eins og fram hefur komið í Fréttatímanum. Í blaðinu hefur enn fremur verið sagt frá áhuga og tillögum nokkurra arkitektastofa og Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings á að gera Kópavogshælið og gamla Kópa- vogsbæinn að miðstöð safna á Kópavogs- túni. Þorleifur var í fylgd Hringskvenna og starfsmanna Kópavogsbæjar þegar ástand hússins var skoðað. Þar var og tíðindamað- ur Fréttatímans. Húsið er augljóslega illa farið og þarfnast mikillar endurnýjunar. Forn glæsileiki sést engu að síður þegar grannt er skoðað, marmarastigi milli hæða og vistarverur sem mega muna sinn fífil fegri. Þorleifur segir að afstaða Kópavogsbæjar, bæjarstjórnar jafnt sem embættismanna, til uppbyggingar sé jákvæð. Það sé vilji fyrir því að opna safnasvæði þótt engar ákvarð- anir hafi verið teknar. Þótt talsvert muni kosta að gera húsið endanlega upp sé það mat starfsmanna Kópavogsbæjar að ekki sé mjög dýrt að ganga þannig frá húsinu að það liggi ekki lengur undir skemmdum, setja á rafmagn og hita það upp. Sagnfræðingurinn segir raunar að for- maður stjórnar Hringsins hafi orðað hug- mynd um að efna mætti til söfnunar meðal Kópavogsbúa til endurreisnarinnar, enda Hringskonur vanar sjálfboðastarfi og söfn- unum. Með þeim hætti mætti leggja til fé til þess að gera þetta merka hús upp, án þess að bíða eftir framlagi frá bænum. Þorleifur nefnir einnig þá hugmynd að Hringskonur fái aðstöðu í húsinu, þegar þar að kemur, svo þær geti betur sinnt sínu stórmerka starfi. Hið sama gæti gilt um aðstöðu fyrir fleiri félagasamtök, verði safnasvæðið á Kópavogstúni að veruleika. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fyrsta skoðunarferðin í húsið í mörg ár. Afstaða Kópa­ vogs bæjar jákvæð til uppbyggingar og hugsanlegs safnasvæðis. Þrátt fyrir niðurníðslu glittir í fornan virðuleika hússins, m.a. marmarastigann. Ljósmynd/jh Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa. Þar fer þá fram æðruleysismessa með yfir­ skriftinni „Æðruleysi til vonar“ í samstarfi við AA­fólk og velunnara á Austfjörðum, að því er fram kemur í tilkynningu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknar­ prests í Heydölum. Áhersla er lögð á fjölbreytta tónlist sem kirkjukórinn leiðir undir stjórn Daníels Arasonar og í messunni núna mun kvintett úr Tón­ listarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar auðga tónlistarflutninginn. Fluttir verða vitnisburðir af reynslu úr lífinu og sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur hugleiðingu. AA­félagar bjóða í hressingu í safnaðar­ heimilinu eftir messu og efnt verður til samskota. Messan verður í Stöðvarfjarðar­ kirkju á föstudaginn langa, 22. apríl, kl. 15. Allir eru hjartanlega velkomnir. ­jh Málstofa um erfðatækni Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar næstkomandi miðviku­ dag, 27. apríl. Guðmundur Eggertsson, Háskóla Íslands, flytur erindi um upphaf erfðatækninnar. Plöntukynbætur í fortíð, nútíð og framtíð heitir erindi Áslaugar Helgadóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands. Helga M. Pálsdóttir frá Matvælastofnun fjallar um erfðatækni í lyfjaframleiðslu og Ólafur S. Andrésson, Háskóla Íslands, um erfðatækni sem rannsóknartæki. Þá fjallar Arnar Pálsson, Háskóla Íslands, um erfða­ tækni og umhverfi. Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður. Málstofan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 9 til 12. Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. ­jh  alþingi Tillaga um að Draga esB-aðilDarumsóKn Til BaKa Sofnuð í nefnd og ekkert grillir í hana Hélt að tillagan kæmist í umræðuna, segir fyrsti flutningsmaður hennar, Unnur Brá Konráðsdóttir. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is „Málið bíður bara eftir að komast á dag- skrá,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Meðflutningsmenn Unnar Brár eru Ásmundur Einar Daðason, þingmað- ur utan flokka, og Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvort tillagan kemst á dagskrá á þessu þingi,“ segir Unnur Brá. „Flestar tillögur stjórnarand- stöðuþingmanna fara í nefnd og sofna þar. Þessi er hins vegar annars eðlis en margar svo maður hélt að hún kæmist í umræðuna, en það hefur ekkert grillt í hana.“ Í greinargerð er m.a. vísað til þess að einhugur sé ekki í ríkisstjórninni um það hvort hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið innan eða utan Evrópusam- bandsins. Stjórnvöld hefðu þurft að hafa skýrt umboð til þess að fara af stað í aðildarviðræður. Hyggilegast hefði verið að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram um hvort sækja skyldi um aðild. Tillaga þess efnis var felld í þinginu en þegar Alþingi ályktaði í júlí 2009 að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu féllu atkvæði þannig að 33 þingmenn sögðu já en 28 nei. Flutningsmenn segja að breið pólitísk samstaða sé ekki að baki umsókninni og áhugi sé lítill hjá ráðamönnum þjóðarinnar að axla ábyrgð á aðildarum- sókninni. Ráðherrar hafi ítrekað vísað ábyrgð á málinu á Alþingi og sagt að það hafi valdið til að stöðva umsóknina. Unnur Brá Konráðs­ dóttir alþingis­ maður. Breið pólitísk samstaða ekki að baki umsókninni. 10 fréttir Helgin 21.­24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.