Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 35
Helgin 21.-24. apríl 2011 viðhorf 35 BIKINÍ-ÁSKORUN Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Innifalið í námskeiðinu: • Þjálfun og mataræði tekið í gegn • Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum • Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is • Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt er hjá Hollywood-stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform fyrir rauða dregilinn –við tryggjum að það er heilsusamlegt og skynsamlegt! • Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir • Kvöldstund í Blue Lagoon spa Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari í lund, sterkari og flottari! Á hverjum degi lesum við, upplifum eða heyrum af jákvæðum verkefnum sem unnin eru með það að leiðarljósi að hlúa að börnum og ungmennum, tengja saman unga og aldna og stuðla að forvörnum. Aðdáunarvert er að sjá hversu mikil gróska er í foreldrasamstarfi við skóla, íþrótta- félög, félagsmiðstöðvar og fleiri að- ila sem vinna með börnum og ung- mennum. Mörg sveitarfélög leggja metnað sinn í það að vera með fjölskyldu- vænt samfélag og við höfum séð árangur þegar sveitarstjórnar- menn eru leiðandi í því hlutverki að styrkja skólasamfélag síns sveit- arfélags með þátttöku og samráði allra aðila. Mín tilfinning er sú að á síðustu árum hafi orðið vitundarvakning meðal fólks um mikilvægi þess að vera virkir foreldrar. Ég tel að það hafi aldrei verið brýnna en nú að styrkja foreldrasamstarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Mik- ilvægt er að hlúa að börnum og ungmennum landsins og tryggja þeim góða menntun og jafnframt öryggi í námi og leik. Framúskar- andi verkefni, viðburðir og áætlanir hafa aukið gæði skólastarfs og sam- starfs nærsamfélags skóla. Þetta eru auðlindir sem þurfa að halda áfram að blómstra og vera öðrum til hvatningar. Það má segja að það hafi átt sér stað nýsköpun í skólastarfi víða þar sem unnið er á fjölmörgum sviðum í leik,- grunn- og framhaldsskólum landsins. Markmiðið er að tengja saman alla hagsmunaaðila í þeim tilgangi að styðja betur við starf barna og ungmenna. Fjölmörg verkefni hafa eflt samstarf foreldra og skólastarfsmanna og búið er að koma á uppbyggjandi hefðum. Þessum verkefnum þurfum við að flagga og gera sýnileg. Allt það starf sem unnið er úti á akrinum, sjálf- boðaliðastarfið, er ómetanlegt fyrir okkur sem þjóð og við megum vera þakklát fyrir þann mannauð sem er á akrinum og leggur sitt af mörkum til að auka gæði skólastarfs og lífs- gæði barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna verkefnið sem fékk Foreldraverðlaun Heim- ilis og skóla árið 2010 og ber yfir- skriftina Vinafjölskyldur Vestur- bæjar. Slíkt verkefni ætti að innleiða í alla skóla landsins en verkefnið snýst um það að styrkja börn af er- lendum uppruna og foreldra þeirra sem eru með annað móðurmál en íslensku. Þetta verkefni hefur gefist afar vel í Vesturbæjarskóla. Verk- efnið er unnið af foreldrum í sjálf- boðaliðastarfi í nánu samstarfi við skólayfirvöld. Markmiðið með slíku verkefni er að íslenskar fjölskyldur efli þær erlendu til þátttöku í skóla- starfi, mæti á viðburði, sjái til þess að erlendar fjölskyldur viti hvað er að gerast í skólanum og skilji þær upplýsingar sem þeim berast. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla Höldum á lofti því jákvæða sem gert er Einnig er markmiðið að erlend börn eignist vini og geti fengið stuðning hjá íslenskum fjölskyldum við lestur og tengsl við íslenska menningu og hefðir. Með slíku verkefni má m.a. sporna gegn brottfalli nemenda með annað móðurmál en íslensku í framhaldsskóla, vinna gegn einelti og virkja foreldra erlendra barna til þátttöku í skólastarfi. Öll verkefni sem stuðla að auknu samstarfi heimila, skóla og nær- samfélagsins hafa áhrif á líðan og námsárangur nemenda. Ég tel mik- ilvægt að vekja athygli á því sem vel er gert og gera það sem í okkar valdi stendur til að miðla góðum ár- angri og kynna þessi verkefni öðr- um til hvatningar. Í skólasamfélaginu er fjöldi góðra verkefna sem eru klár vísir að því öfluga starfi sem margar hendur eru að vinna um land allt til efling- ar tengslum heimila, skóla og sam- félagsins. Fyrir Heimili og skóla gefa þessi verkefni okkur enn frek- ari vissu um hversu mikilvægt það er að draga reglulega fram í sviðs- ljósið þetta mikilvæga starf. Allir þeir sem tilnefndir eru til Foreldra- verðlauna Heimilis og skóla geta svo sannar- lega verið stoltir af verkum sínum og eru öðrum hvatning til eftirbreytni. Mig langar að minna á að Foreldra- verðlaun Heimilis og skóla eru fastur liður í starfsemi samtakanna á ári hverju og á vorin ríkir mikil eftirvænt- ing þegar okkur berast tilnefning- ar um fjölmörg áhugaverð verkefni sem sýna hversu gott starf er unnið úti á vettvangi, í skólum landsins og nærsamfélaginu. Ég hvet ykkur til að fylgjast með því sem vel er gert í ykkar nærumhverfi og tilnefna þau verk- efni til Foreldraverð- launa Heimilis og skóla sem þið viljið vekja athygli á, miðla og kynna öðr- um til hvatningar. Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.