Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 62
Nú fær maður bara beintengingu inn á slita- eða skipta- stjóra. S traumur þeirra sem vilja skemmta sér við lifandi tónlist um páskana liggur til Ísafjarðar á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Hátíðin hef- ur fest sig í sessi um páskana og sannkallað stórskotalið sér um að halda uppi fjörinu í bænum um helgina. Tónlistarmaðurinn Mug- ison hefur verið í fremstu víglínu hátíðarinnar frá upp- hafi og var á fullu að undir- búa komu kollega sinna þegar Fréttatíminn náði tali af honum í gær, miðvikudag. „Við vorum að klára að bera hundrað dýnur og sængur inn á heimavistina þar sem tónlistarfólkið gistir,“ segir Mugison. Hann segir fjáröflun hátíðar- innar hafa þyngst til muna í efnahagsþrengingunum og því hafi verið ákveðið að reyna nýjar leiðir. „Það er í seinni tíð orðið erfiðara að væla út styrki. Nú fær maður bara beintengingu inn á slita- eða skiptastjóra sem eru ekkert mjög spenntir fyrir þessu.“ Skipuleggjendur hátíðar- innar bjóða ýmsa hluti til sölu á uppboði til þess að afla tekna og meðal annars verður boðin upp forláta peysa, merkt Mug- ison, sem velunnari hátíðar- innar gaf af þessu tilefni. Mugison mun nota peysuna um páskana og spila í henni á laugardagskvöldið og vonast er til að sá eða sú sem býður hæst í peysuna geti tekið við henni á sviðinu strax og Mug- ison hefur lokið sér af. -þþ  aldrei fór ég Suður MugiSon í Stuði  nýliStaSafnið SaMtíMinn, góðærið og hrunið Vangefinn hégómi Ég á erfitt með að tala um þessar erkitýpur án þess að nota ljót orð. Hnakkar og skinkur eru hluti af tilveru okkar en þetta eru úr- hrök í mann- heimum. Borgarstjóri sem hlustar Fólk sem hefur rekist á Jón Gnarr í Ráð- húsinu undanfarið hefur staldrað við og klórað sér í hausnum yfir því að borgar- stjórinn, sem er á allra besta aldri, er kominn með heyrnartæki. Hrakfara- og sjúkrasaga borgarstjórans frá því hann náði kjöri er orðin býsna löng en vart er talið að heyrn hans hafi beðið skaða af nöldrinu sem á honum dynur úr öllum áttum. Kenning er uppi um að hann hafi misboðið hlustum sínum með háværri pönktónlist á yngri árum. Augljós kostur þykir þó blasa við þar sem Jón getur einfaldlega slökkt á tækinu á leiðinlegum fundum eða þegar hann nennir ekki að hlusta á röflið í minnihlutafólki, og þá sérstaklega pilsvörgunum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sóleyju Tómas- dóttur sem gáfust endanlega upp á borgarstjóranum á fundi á þriðjudag. V ið opnun sýningarinnar Koddu í Ný-listasafninu um síðustu helgi framdi Snorri Ásmundsson magnaðan gjörning til höfuðs því sem hann kallar hnakkaskinkuviðbjóðinn. Snorri var klæddur í kvenmannsgervi, með ljósa hárkollu, dökkbrúnn á húð, stíf- málaður og glysklæddur. Með honum voru tveir ungir aðstoðarmenn, Birgir og Guð- jón, berir að ofan, brúnkuspreyjaðir, með ámáluð húðflúr og rifu kjaft við viðstadda; sérstaklega konur, sem þeir kölluðu kell- ingar. Báðir piltarnir eru með Downs-heil- kenni. Skilaboð listamannsins fóru ekki á milli mála. „Ég á erfitt með að tala um þessar erki- týpur án þess að nota ljót orð. Hnakkar og skinkur eru hluti af tilveru okkar en þetta eru úrhrök í mannheimum. Hégómi þeirra er vangefinn,“ segir Snorri. Aðspurður um viðbrögð viðstaddra segir hann þau hafa verið blendin. „Sumir voru hræddir, aðrir hlógu og margir voru ráðvillt- ir,“ segir hann. „En mig langar að vekja fólk með myndlist minni. Það er óhuggulegt að fólk skuli nærast á þessu rusli sem margir fjölmiðlar bjóða upp á. Þeir bera ábyrgð á því að taka þátt í að hefja þetta fólk upp til skýjanna. Þetta eru slæmar fyrirmyndir. Ég vil helst slökkva á sjónvarpinu þegar ég sé svona efni og taka útsendingarleyfið af þeim sem bjóða upp á það.“ Snorri segir að hann hafi hugsað sig lengi um áður en hann fékk Birgi og Guð- jón til liðs við sig fyrir gjörninginn. „Fólk með Downs eru ótrúlega fallegar verur og á einhverri tíðni sem engir aðrir eru á. Það var svo einn dag í World Class að ég mætti manni með Downs í búningsherberginu. Hann rétti upp höndina, brosti og gaf mér fimm. Þá hugsaði ég með mér að Guð væri að gefa mér leyfi. Strákarnir stóðu sig líka frábærlega. Og List án landamæra, sem er félagsskapur fólks með fötlun, hefur þeg- ar haft samband og lýst yfir áhuga á sam- starfi.“ Snorri segir að sýningarstjórar Koddu hafi úthlutað honum umfjöllunarefninu „hnakkar og skinkur“ en sýningin tekst á við ýmsa þætti úr samtímanum og táknmyndir góðærisins og hrunsins. „Ég hef farið í rækt- ina og fyllst hroka og mannfyrirlitningu inn- an um þetta fólk. Það stendur að mörgu leyti fyrir hégómanum sem tröllreið þjóðfélaginu og kom því í hrun,“ segir Snorri og bætir því við að hann hafi fagnað hruninu. „Það gefur okkur tækifæri til að vakna og breytast. Því miður hafa breytingarnar þó ekki orðið eins miklar og maður vonaðist til. Kannski þarf bara meiri tíma.“ Myndband af gjörningnum er sýnis í Ný- listasafninu til 15. maí. jk@frettatiminn.is Selur peysu sem prjónuð var af alúð og festu Hnakkar og skinkur voru innblástur gjörnings Snorra Ásmundssonar við opnun sýningarinnar Koddu í Nýlistasafninu. Birgitta fer á heitari slóðir Söngkonan Birgitta Hauk- dal, sem fyrir nokkrum árum var ástsælasta krútt íslensku þjóðarinnar, hefur haft hægt um sig um árabil og sinnir meðal annars móðurhlutverkinu af alúð. Hún og eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson, hyggjast nú flytja fjölskyld- una tímabundið á heitari slóðir því Benedikt, sem er lögfræðingur, hyggur á framhaldsnám í þeirri fögru borg Barcelona. Frá opnun sýningarinnar í Nýlistasafninu. Snorri í skinkugervinu ásamt aðstoðarmönnum sínum, Birgi (með gleraugun) og Guðjóni, sem hnökkuðu sig vel upp fyrir gjörninginn. Með þeim á myndinni eru barónessan Fransesca af Habsburg og Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem var hress eins og alltaf. Að sögn Snorra vildi forsetinn sjálfur ekki láta mynda sig með þeim. Lj ós m yn d/ Sp es si SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Toppur margir litir – S/M/L 3.990 kr. Teygjutoppar margir litir – SM/ML 1.990 kr. Stuttbuxur drapp, hvítt, svart S/M/L 3.990 kr. Opið á skírdag kl. 12–15 Opið laugardag kl. 12–17 ATHUGIÐ Peðið frumsýnir Hlátur Leikfélagið Peðið mun frumsýna leikritið Hlátur eftir Kristin heitinn Kristjánsson, fyrrum formann Hins íslenska glæpafélags, um páskana. Sýningar fara fram á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötu og frumsýningin verður að kvöldi föstudagsins langa. Leikritið Hlátur gerist á hláturnámskeiði hjá lífsstílsgúrúnum Freyju Freys- dóttur, og fáum við gamansama innsýn í líf hennar og þeirra einstaklinga sem námskeið hennar sækja, sem og kennslu í því hvernig, hvenær og að hverju við eigum að hlæja. Hlátur vann í leikritasamkeppni á vegum Peðsins fyrir nokkrum árum. Kristni gafst því miður ekki færi á að vinna nánar með verkið því hann féll frá stuttu síðar. Nú hefur höfuðskáld Peðsins, Jón Benjamín Einarsson, hins vegar búið verkið undir sýningu í samvinnu við leik- stjórann Guðjón Sigvaldason. Velunnari Aldrei fór ég suður prjónaði peysuna af festu og alúð eftir að hafa fengið Knitting Iceland í lið með sér til að koma merki hátíðarinnar á „prjónrænt form“. Nánari upplýsingar um uppboðið, dag- skrá hátíðarinnar og annað sem henni viðkemur má finna á www.aldrei.is M YN D /B al du r Pá ll H ól m ge ir ss on 62 dægurmál Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.