Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 4
F járfestar geta vart beðið eftir að fá tæki-færi til að fjárfesta í félögum sem skráð verða á markað á komandi mánuðum. Ástæðan er sú að afar fáir fjárfestingarkost- ir eru í boði á Íslandi þessi dægrin sem gefa einhverja ávöxtun. Blaðamaður varð þessa áskynja í samtölum við fjárfesta og jafnframt staðfestir Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- arinnar, að þar á bæ hafi menn orðið varir við aukinn áhuga, bæði frá fjárfestum og félögum sem lýst hafa áhuga á að fara á markað. „Það hafa orðið mikil umskipti hérna á bak við tjöldin á undanförnum fjórum til sex mánuðum. Fjölmörg félög eru byrjuð að huga að skráningu fyrir utan þau fimm sem hafa gefið það út að þau stefni á skráningu á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Við fundum fyrir áhuga fjárfesta fyrr. Við áttum marga fundi með fjárfestum í fyrrahaust og það kom fram mikill áhugi í samtölum við þá. Það eru auðvitað fáir fjárfestingarkostir hér á landi og því líta menn á skráð bréf sem góðan kost,“ segir Páll. Á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynnt hafa um skráningu eru, að sögn Páls, Hagar, TM og fasteignafélagið Reitir, sem er stærsta fasteignafélag landsins. „Það kemur á óvart að það skuli vera stór fyrirtæki á borð við þessi sem ryðja brautina. Ég átti frekar von á því að lítil fyrir- tæki kæmu á undan en það hefur verið öfugt. Ég veit ekki alveg ástæðuna en lífeyrissjóðirnir hafa þrýst á skráningu og það hefur áhrif. Hjá þeim eru takmark- anir á eignarhaldi óskráðra bréfa. Síðan er lífeyrissjóðum auðvitað umhugað um upplýsingagjöf og að eignarhaldið sé dreift og slíku er best að ná fram á markaði,“ segir Páll og bætir við að hann vonist til þess að stóru bankarnir tveir, Arion banki og Íslands- banki, fylgi í kjölfarið á þessum fyrirtækjum og fari á markað. „Ég sé ekki aðra leið miðað við fjöldann af kröfuhöfum sem eru þarna að baki. Þetta eru öflug fyrirtæki sem við myndum að sjálfsögðu taka fagnandi,“ segir Páll. Það er því að lifna yfir Kaup- höllinni eftir rólega tíma frá hruni þar sem 90 prósent af markaðnum voru þurrkuð út á nánast einu bretti. „Skuldabréfa- markaðurinn hefur verið líflegur og stöðugur og það hefur hjálpað okkur. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið meira í ólínulegri kúrvu. Árið 1991 voru tvö fyrirtæki skráð. Níu árum seinna voru þau 75. Þegar fleiri koma að verður þetta meira aðlaðandi og stigvex í nokkur ár. Nú eru nokkur fyrirtæki í biðsal bankanna og þau koma út á svipuðum tíma. Ég á því von á að skráningum fjölgi verulega á næstu árum,“ segir Páll. Eitt af því sem fjárfestar hafa áhyggjur af er að félögin komi á markað á of háu verði vegna fárra fjárfestingarkosta. Páll skilur þær áhyggjur vel en telur þær óþarfar. „Í fyrsta lagi tel ég að skynsemi verði gætt og menn muni halda aftur af sér þegar kemur að verðlagningu á bréfum sem koma á mark- að. Í öðru lagi er mjög mikilvægt að ekki sé verið að skapa væntingar um að gjaldeyris- höft verði hér til lengdar. Ég tel allar forsend- ur vera fyrir því að aflétta þeim mun fyrr en áætlanir gera ráð fyrir. Og í þriðja lagi hef ég verið áhugamaður um að koma á fót virkum lánamarkaði með hlutabréf þannig að hægt sé að skortselja og veðja á lækkun hlutbréfa en ekki bara hækkun þeirra eins og nú er. Þetta fyrirfinnst alls staðar í heiminum og hjálpar til við að búa til eðlilegt verð,“ segir Páll. Hugtakið markaðsmisnotkun hefur verið áberandi í umræðunni eftir hrun og leikur grunur á að mörg fyrirtæki á markaði hafi beitt ólöglegum meðulum til að halda gengi bréfa uppi. Páll segir að það bendi allt til þess og Kaup- höllin muni leggja áherslu á að þau fyrirtæki sem skrái bréf sín á markað verði með viðskiptavakt þannig að virk verðmyndun eigi sér stað. „Síðan vonumst við auðvitað til að eignar- haldið verði dreift. Það háði hluta- bréfamark- aðnum á síð- ustu árum að í flestum félög- unum voru tveir til þrír kjölfestufjár- festar og það var lítið flot á bréfunum. Við stýrum auðvitað ekki eignarhaldinu en við munum leggja ríka áherslu á við- skiptavaktina,“ segir Páll. oskar@frettatiminn.is Stöðugt gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu og virðist þeirri lækkunarhrinu sem einkenndi fyrstu vikur ársins vera lokið, að mati Greiningar Íslandsbanka. Evran, sem vegur rúm 40% gengisvísitölunnar, kostar nú nálægt 163 krónum en um miðjan febrúar var hún á rúmar 159 krónur. Jafngildir þetta veikingu krónunnar gagnvart evru upp á rúm 2%. Á sama tímabili hefur gengi krónunnar gagnvart hinni norsku veikst um rúm 3% og kostar norska krónan nú tæplega 21 krónu. Á móti þessu hefur krónan styrkst gagn­ vart Bandaríkjadollar, breska pundinu og japanska jeninu. Frá miðjum febrúar hefur krónan styrkst um rúm 3% gagnvart dollar. Á sama tíma hefur hún styrkst um rúm 2% gagnvart breska pundinu og um 3% gagnvart jeni. -jh 3% styrkinG krónunnar GaGnvart dollar FrÁ þvÍ Í FEBrúar Það kemur á óvart að það skuli vera stór fyrir- tæki á borð við þessi sem ryðja brautina. Ég átti frekar von á því að lítil fyrir- tæki kæmu á undan en það hefur verið öfugt.  viðskipti kauphöllin liFnar við Fáir fjárfestingarkostir auka áhuga á skráðum bréfum Fjármagnseigendur líta komandi skráningu sterkra félaga í kauphöllina hýru auga enda fáir valkostir í boði á Íslandi til að ávaxta sitt pund. Páll Harðarson, forstjóri kaup­ hallarinnar. Fimm félög á leið í Kauphöllina n Hagar n Fasteignafélag Íslands n TM n Skýrr n Reitir (áður Landic Property) Þjóðarkort í tilefni sumar- komunnar Alþjóðlegt ár skóga og verkefnið Grænn apríl hafa tekið höndum saman um að senda landsmönnum jákvæð skilaboð í til­ efni af sumarkomunni. sumardagurinn fyrsti er táknrænn samstöðu­ dagur þjóðarinnar, segir í tilkynningu en með Þjóðarkorti árs skóga vilja þessi samtök hvetja fólk til að rækta vináttu og samhygð sín í milli og benda á mikilvæg spak­ mæli því til stuðnings. „allir þekkja heimspeki Hálsaskógar um að „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“ og Hávamál og kristin siðfræði hvetja okkur til þess að rækta vináttuna og koma vin­ samlega fram, hvert við annað. nokkur fyrirtæki hafa lagt Þjóðarkortinu lið og vilja með því stuðla að jákvæðum anda í samfélaginu.“ -jh Húsleit hjá gosdrykkjaframleiðendum starfsmenn Samkeppniseftirlitsins gerðu húsleit hjá bæði Vífilfelli og Ölgerðinni á þriðjudaginn. þeir komu á skrif­ stofur Ölgerðarinnar um morguninn og framvísuðu heimild til að leggja hald á gögn hjá fyrirtækinu. afrit voru tekin af tölvugögnum hjá Vífilfelli og einnig pappírsgögn, að því er fram kom í fréttum. Samkeppniseftirlitið segir að húsleit hjá fyrirtækjunum sé liður í rannsókn sem einkum beinist að hugsanlegum brotum á banni samkeppnislaga við samráði keppinauta. Samkeppniseftirlitið sektaði Vífilfell nýlega um 260 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði og brjóta þannig gegn bann­ ákvæðum samkeppnislaga. -jh Samið við Elkem kjarasamningur var undirritaður á þriðjudaginn hjá Ríkis- sáttasemjara milli Verkalýðsfélags Akraness og Elkem á Grundartanga. Líkt og með flesta samninga á almennum vinnumarkaði hafa samningar hjá Elkem verið lausir síðan um áramótin. Hinn nýi samningur er til þriggja ára og því á þeirri línu sem lagt var upp með af hálfu Samtaka atvinnulífsins í hinum almennu kjarasamningum á vinnumarkaði í upphafi árs. Starfsmaður með tíu ára reynslu hjá Elkem fær tæplega tíu prósentna launahækkun á þessu ári samkvæmt samningnum. allir starfsmenn fyrirtækisins fá greidd auka mánaðarlaun vegna góðrar afkomu fyrirtækisins undanfarið. Hlé var gert á kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði á föstudaginn en vonast er til að viðræðurnar hefjist að nýju eftir páska. -jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. Milt og vorlEgt vEður SuMardaginn fyrSta og S-StrEkkingur. rigning Eða Suddi Sunnan- og vEStantil, En þurrt norðan- og norðauStanlandS. HöfuðborgarSvæðið: allHvass aF suð­ austri oG dÁlÍtil riGninG annað vEiFið. Hiti 6 til 7 stiG. HvöSS Sunnanátt uM Morguninn og rigning Sunnan- og vEStanlandS. Hlýtt og að MEStu þurrt norðauStan- og auStanlandS. HöfuðborgarSvæðið: riGninG, sérstaklEGa Framan aF dEGi, En styttir sÍðan uPP oG læGir. bjart og fallEgt vEður uM MESt land fraMan af dEgi, En fEr Síðan að rigna vEStantil frá nýrri lægð. HöfuðborgarSvæðið: sólin ætti að sýna siG um morGuninn, En riGninG EFtir HÁdEGi. Páskaveður? nokkuð hlýnar á landinu, en ljóst má vera að ansi úrkomusamt verður næstu daga um landið vestan­ og sunnanvert. þó má segja að ágætt verði þar a.m.k. framan af laugardeginum, en síðan aftur rigning. Hiti á norðaustur­ og austurlandi verður lengst af nokkuð hár og einna hlýjast á morgun föstudag. Á páskadag er því spáð að aftur kólni með hvassri sv­átt og slydduhragglanda suðvestan­ og vestanlands. Hver og einn getur síðan velt því fyrir sér hvort veðrið í ár teljist vera dæmigert páska­ veður? 6 4 8 10 7 7 5 10 12 8 5 2 7 10 6 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður 4 fréttir Helgin 21.­24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.