Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 16
Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og hispurslausum samræðum. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi. Ekki kaupa þér vinsældir – vertu fullorðinn! E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 15 8 „Ekki kaupa landa, pabbi ætlar að blanda“ Nýjungar frá Milda NÝTT Milda til þeytingar og matargerðar inniheldur einungis 26% fitu. Bragð og áferð eins og besti rjómi en bara fituminni. Veldu léttari kost í þína matargerð, veldu Milda. Ingólfsson, sem var varaformaður 1998-2001 og ráðherra um hríð en hann var seðlabankastjóri á árunum 2000-2002. Forveri hans í varafor- mannsembættinu var Guðmundur Bjarnason, á árunum 1994-98, en hann varð forstjóri Íbúðalánasjóðs eftir að stjórnmálaþátttöku, m.a. sem ráðherra, lauk. Einar Ágústs- son, sem var varaformaður 1968- 1980, varð síðar sendiherra. Alþýðuflokkurinn – Samfylkingin Við gefum okkur það að Samfylk- ingin sé arftaki Alþýðuflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra er formaður Samfylking- arinnar. Hún er aldursforseti þings- ins og með langan ráðherraferil að baki. Ólíklegt er að hún leiti annarra embætta þegar stjórnmálaferlinum lýkur. Forveri hennar á formanns- stóli var Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir sem hætti stjórnmálaafskiptum vegna heilsubrests. Össur Skarp- héðinsson, fyrsti formaður Sam- fylkingarinnar, er enn í stjórnmála- ati sem utanríkisráðherra. Formenn Alþýðuflokksins þar á undan nutu hins vegar „kerfishjálp- arinnar“ ríkulega. Sighvatur Björg- vinsson, ráðherra og síðasti formað- ur flokksins áður en Samfylkingin varð að veruleika, 1996-1998, tók við embætti framkvæmdastjóra Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands að loknum stjórnmálaferlinum. Hann hætti störfum sem slíkur nýlega. Jón Baldvin Hannibalsson var for- maður Alþýðuflokksins 1984-1996 og ráðherra um árabil. Hann varð sendiherra í Washington og Hels- inki að loknum stjórnmálaferli. Kjartan Jóhannsson var flokks- formaður 1980-1984 og enn fremur ráðherra. Að loknum stjórnmálaferli varð hann sendiherra EFTA í Genf og sendiherra gagnvart ESB í Brus- sel og framkvæmdastjóri EFTA. Benedikt Gröndal var formaður flokksins frá 1974-1980 og m.a. for- sætisráðherra um hríð. Hann lét af þingmennsku 1982 en var eftir það skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði í utanríkisþjónustunni til 1991. Guðmundar tveir Guðmundur Árni Stefánsson var síð- asti varaformaður Alþýðuflokksins og þar áður þingmaður og ráðherra. Eftir að hann hætti stjórnmálaaf- skiptum var hann skipaður sendi- herra í Svíþjóð, árið 2005. Varaformaður f lokksins á ára- bilinu 1954-1965, Guðmundur Í. Guð- mundsson, var utanríkisráðherra um hríð. Hann var sendiherra um langt árabil eftir að stjórnmálaferlin- um lauk, m.a. í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Svíþjóð og hjá alþjóðastofn- unum á árabilinu 1965-1979. Alþýðubandalagið og Vinstri græn Með sama hætti gefum við okkur það að Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé arftaki Alþýðubanda- lagsins. Steingrímur J. Sigfússon hefur einn verið formaður VG og er enn í ati stjórnmálanna. Síðasti formaður Alþýðubandalagsins var Margrét Frímannsdóttir, sem raun- ar lenti Samfylkingarmegin í flokka- uppgjörinu á vinstri kantinum og leiddi þann flokk í fyrstu kosningum hans án þess að gegna formanns- stöðu með formlegum hætti. Mar- grét er forstjóri fangelsisins á Litla- Hrauni. Ekki þarf að fjölyrða um Ólaf Ragnar Grímsson sem var formaður Alþýðubandalagsins á árunum 1987- 1995. Hann var kosinn til Bessa- staða en á undan honum var Svavar Gestsson formaður flokksins, á ár- unum 1980-87. Hann gegndi ráð- herraembættum, auk þingmennsk- unnar, en var skipaður sendiherra að loknum stjórnmálaferli, árið 1999. Hann var aðalræðismaður í Kanada, síðar sendiherra í Stokk- hólmi 2001-2005 og sendiherra í Danmörku 2005-2009. Ragnar Arnalds, sem var for- maður Alþýðubandalagsins 1968- 1977 og ráðherra um tíma náði ekki lengra en í bankaráð Seðlabankans árið 1998, að loknum stjórnmála- ferli. Bitlingalitlir varaformenn Varaformenn Alþýðubandalagsins náðu ekki sérstökum bitlingum þegar stjórnmálaferlinum lauk. Á undan Steingrími J. Sigfússyni, síð- asta varaformanni flokksins, voru þær Svanfríður Jónasdóttir, Kristín Á Ólafsdóttir og Vilborg Harðar- dóttir varaformenn á árunum 1980- 89. Þeirra biðu ekki feit embætti og sama má segja um fyrstu vara- formennina, á árunum 1968-1980, Öddu Báru Sigfúsdóttur og Kjartan Ólafsson. Sendiherrar og seðlabankastjórar Fleiri stjórnmálamenn hafa orðið sendiherrar en flokksforingjar. Má þar m.a. nefna Eið Guðnason, fyrr- um ráðherra, Albert Guðmunds- son, fyrrum ráðherra, Tómas Inga Olrich, fyrrum ráðherra, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, fyrrver- andi þingmann, Sigurð Bjarnason frá Vigur, fyrrverandi þingmann, og Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóra. Við fljótlega skoðun nú verður ekki séð annað en Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, sé eini núverandi sendi- herrann með stjórnmálalegan bak- grunn. Sendiherrar samtímans virðast því fremur hafa öðlast frama innan utanríkisþjónustunnar. Séu fyrrverandi seðlabanka- stjórar skoðaðir er hin pólitíska tenging augljós. Ef rakið er aftur á bak í tímaröð eru þeir þessir: Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, 2005-2009, (Jón Sigurðsson, síðar formaður Framsóknarflokksins og síðar viðskiptaráðherra, 2003-2006), Finnur Ingólfsson, fyrrum ráðherra, 2000-2002, Steingrímur Hermanns- son, fyrrum forsætisráðherra, 1994- 1998, Jón Sigurðsson, ráðherra Al- þýðuflokksins, 1993-1994, Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrum ráð- herra, 1991-2005, Geir Hallgríms- son, fyrrum forsætisráðherra, 1986-1990, Tómas Árnason, fyrrum ráðherra, 1985-1993, og Vilhjálmur Þór, fyrrum ráðherra, 1961-1964. Í þennan hóp mætti bæta Guðmundi Hjartarsyni sem var seðlabanka- stjóri 1974-1984. Hann sat að vísu ekki á þingi en var áratugum saman í ábyrgðarstörfum fyrir Sósíalista- flokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Formenn bankaráðs Seðlabank- ans hafa oft verið stjórnmálamenn, starfandi eða fyrrverandi. Meðal þeirra má nefna Halldór Blöndal, Ólaf G. Einarsson, Ágúst Einarsson, Ólaf B. Thors, Halldór Ásgrímsson og Jón Skaftason. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Við fljótlega skoðun nú verður ekki séð annað en Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, sé eini núverandi sendiherrann með stjórnmálalegan bakgrunn. Sendiherrar samtímans virðast því fremur hafa öðlast frama innan utanríkisþjónustunnar. 16 úttekt Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.