Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 46
46 matur og vín Helgin 21.-24. apríl 2011
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
M
artini er einn þekkt-
asti kokteill verald-
arsögunnar. Margir
mætir menn hafa
haft dálæti á drykkn-
um en þekktastur er auðvitað James
Bond. Hann drekkur vodka martini,
hristan, ekki hrærðan sem á fagmáli
kallast að fá sér einn Bradford. En
hvort er betra, hristur eða hrærður?
Hristur verður kaldari og inniheldur
meira af klakabrotum, sem auðvitað
mildar bragðið. Hrærður er þá vænt-
anl ega fyrir lengra komna hvað svo
sem það segir um herra Bond. Annars
er innihald Martini einfalt; gin og
vermút. Það má líka nota vodka sem
er bragðminna en ginið er klass-
ískara. Til að einfalda málið enn
frekar má segja að drykkurinn
sé ísjökulkalt gin með pínu skvettu af
þurrum vermút.
Vermút (Martini) er styrkt og krydd-
að hvítvín, yfirleitt í kringum 15% að
styrkleika. Nóg er að setja örfáa dropa í
glasið til að gefa bragðið og passa verð-
ur að setja ekki of mikið annars getur
vermútinn yfirgnæft drykkinn. Ein
aðferð er að væta glasið allt að innan
með vermút og hella því svo aftur úr
áður en fyllt er upp með klakahristu
gini. Önnur aðferð er að setja slatta af
vermút í hristara ásamt klaka, hrista
vel, hella svo vermútinum úr og hella
því næst gininu yfir klakann sem eftir
situr og hrista aftur. Þriðja aðferðin
er svo að hrista vermút, gin og klaka
saman í hristara og sía svo vökvann
í glasið. Sumir gera eins og Winston
Churchill sem hrærði gininu í klaka,
hellti því svo í kælt glas skreytt með
ólívu og lét sér svo nægja að líta ör-
snöggt á vermútflösku í fjærhorni
herbergisins.
Miklu málir skiptir að nota
klaka beint úr frystinum og helst
geyma glasið í frysti áður en hellt
er í það til þess að það sé ísjökul-
kalt þegar drykknum er hellt í.
Fréttatíminn blandar Martini-kokteila
Hristur en ekki hrærður
Ian Flemm-
ing fékk
Bond sjálfan
til að kynna
drykkinn í
fyrstu Bond-
bókinni,
Casino
Royal. Bond, sem pantar eingöngu einn
drykk fyrir matinn, vildi hafa hann vel
útilátinn. Óhætt er að fullyrða að Vesper
nái að snerta flest hraustmennin.
3 hlutar gin
1 hluti vodka
½ hluti Kina Lillet
eða annar bitter drykkur
Allt hrist vel í klaka, hellt í stórt kokteilglas
og skreytt með sítrónuberki.
Hristur martini
með ólívu
Þetta er
sá allra
klassískasti
og inniheld-
ur ólívu
sem ber
með sér
olíu og salt
og hefur strax áhrif á bragð drykkjarins. Ef
þú hristir smá ólívuvökva út í klakann með
gininu kallast það „dirty martini“.
2 cl gin
nokkrir dropar af
þurrum vermút
Hrist saman í klaka.
Hellt í ískalt kokteilglas.
Skreytt með ólívu eða ólívum
sem er haldið saman með kokteilpinna.
Það er einnig hægt að skreyta
drykkinn með perlulauk en þá
kallast hann Gibson.
Þessi
er líka
klass-
ískur og
inniheld-
ur snúinn
sítrónubörk (lemon twist) sem er kreistur
yfir glasinu áður en hann er lagður ofan
í. Það er ótrúlegt hvað smá sítrónubörkur
getur haft mikil áhrif.
2 cl gin eða vodka,
Þekjið glasið að innan með
vermút og hellið umfram vökva.
Hrærið ginið með hræripinna
í miklum klaka í háu íláti
Síið vökvann frá klökunum ofan
í ískalt kokteilglas.
Kreistið þunna sneið af sítrónu-
berki fyrir ofan glasið og leggið
svo börkinn ofan í.
Hrærður martini
með sítrónuberki
Vesper martini
að hætti Bond
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
c
Ph
ot
os
/G
et
ty
Im
ag
es