Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 58
58 dægurmál Helgin 21.-24. apríl 2011
Plötuhorn Dr. Gunna
the Drift
Daníel Ágúst
Á annarri sólóplötu
sinni er Daníel Ágúst
kominn í mexíkóska
axlarskjólið úr
Alelda myndbandinu
með Nýdönsk, en
jöklabít GusGus eru
víðsfjarri. Hann er
staddur í eyðimörk
og brennandi sólin
ærist yfir höfði hans.
Hann syngur ekki
af miklum krafti,
enda lítið vatn eftir
í brúsanum og hann
þarf að hreyfa sig af
yfirvegun. Tónlistin
sem hann og traustur
hópur samstarfs-
manna ber á borð
er verulega heit og
löðrandi, sandorpið
hillingarokk sem
leggur áherslu á
dáleiðandi grúf og
dáleiðandi melódíur,
sem læðast aftan
að hlustandanum
eins og skröltormar.
Stundum er svo gefið
aðeins í eins og til
að auka á fjölbreyti-
leikann. Þessa plötu
er best að hlusta á
með sólgleraugu.
Both Ways
Ástþór Óðinn
Íslenska rappið átti
gott ár í fyrra með
endurkomuplötu
BlazRoca og fyrstu
plötu Friðriks Dórs,
sem er á næsta bæ
með sitt nútímalega
err og bé. Frá
Njarðvík er Ástþór
Óðinn og leggur sitt
á vogarskálar hipp-
hoppsins á þessari
fjórðu útgáfu sinni.
Hér rappar hann
mest á ensku, sem
hefur hingað til
ekki skilað miklum
árangri á Íslandi, en
hann hefur líklega
alþjóðamarkaði í
huga. Tónlist Ástþórs
er poppað hipphopp
og lögin tólf eru
misgóð. Oft tekst
honum vel upp í
kraftmiklum og töff
lögum, en annað
er kraftminna og
slappara, sumt hálf-
gerð þunnildi. Þetta
er ekki alveg fyrsta
deild, en Ástþór
stefnir þangað
ótrauður.
the Wasting light
Foo Fighters
Þetta er sjöunda
plata Daves Grohl
og félaga og sú
fyrsta síðan 2007.
Foo Fighters er með
vinsælli rokkböndum
heimsins í dag og
hefur spilað tvisvar
á Íslandi, 2003 og
2005. Rokkið er eins
og gert fyrir fólks-
stöppur á risaleik-
vöngum: Allir syngja
með og baða út öng-
unum þegar rosa-
viðlögin skella á og
springa út í takt við
flugeldasýninguna
uppi á sviði. Þessa
plötu vantar fyrst
og fremst betri lög,
sterkari melódíur og
eftirminnilegheit.
Þetta er satt að
segja alltof mikil
framleiðsla, óspenn-
andi hjakk á klisjum,
plata rúin orku
þeirra sem þurfa að
hafa fyrir hlutunum.
Sándið er frekjulega
kraftmikið og dauð-
hreinsað, en æstustu
aðdáendurnir munu
væntanlega ekki
setja það fyrir sig.
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími um páska :
Skírdagur 21.apr. - Lokað
Föstud.langi 22.apr. - Lokað
Laugard. 23. apr. - Opið frá 11 til 16
Sunnud. 24.apr. - Lokað
Annar í Páskum 25.apr. - Lokað
Íslensk
framleiðsla
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir)
Þú velur
og drauma sófinn þinn er klár
Vaxtalausar raðgreiðslur í allt að 12 mánuði
Bíópar tekur við Skjaldborg
S kjaldborg, hátíð íslenskr-ar heimildarmyndagerð-
ar, verður haldin í fimmta
sinn á Patreksfirði yfir
hvítasunnuhelgina, dagana
10.-12. júní. Hjónin Janus
Bragi Jakobsson og Tinna
Ottesen eru nýir stjórnend-
ur Skjaldborgar og þau eru
sannkallað bíópar.
Janus er útskrifaður úr
sjónvarps- og heimildar-
mynda-prógrammi Danska
kvikmyndaskólans og Tinna
lauk hönnunarnámi frá Dan-
marks Designskole með við-
komu í Danska kvikmynda-
skólanum. Þau hafa unnið
saman að gerð ýmissa kvik-
myndaverkefna. Jakob hefur
sérhæft sig í leikstjórn heim-
ildarmynda og framleiðslu
en Tinna í leikmyndagerð.
„Við höfum þrisvar sýnt á
Skjaldborg en aldrei náð því
að vera viðstödd,“ segir Jan-
us. Á því verður nú heldur
betur breyting og Janus er
nýkominn frá Patreksfirði
þar sem hann kynnti sér að-
stæður, skoðaði kvikmynda-
húsið og ræddi við bæjar-
stjórann, en bærinn hefur
jafnan stutt vel við bakið á
hátíðinni. „Við höfum heyrt
svo mikið af góðum sögum
frá hátíðinni og ég fékk
strax mjög góða tilfinningu
fyrir bænum og bíóinu.“
Janus segir gróskuna í
heimildarmyndagerð á Ís-
landi slíka að hátíðin nái
engan veginn að sinna
öllu því framboði sem er
á slíkum myndum. „Með
Skjaldborg hefur samt tekist
að búa til vettvang þar sem
fólk getur fengið að sýna
hluti sem það fengi ekki
sýnda annars staðar.“
Viss hefð hefur skapast
fyrir því að kvikmynda-
gerðarfólk reyni að miða við
Skjaldborg til að setja sér
einhvers konar tímamörk til
þess að ljúka við verk sín, í
þeim tilgangi að fá myndina
frumsýnda þar. Þeir sem eru
í þessum stellingum ættu að
hafa hugfast að umsóknar-
frestur fyrir þá sem vilja
koma myndum að á Skjald-
borg er til 10. maí.
SkjalDBorG íSlenSkar heimilDarkvikmynDir Janus og Tinna eru nýkomin til
landsins eftir áralanga dvöl í Dan-
mörku og munu liggja yfir heim-
ildarmyndum næstu vikurnar.