Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 60
60 dægurmál Helgin 21.-24. apríl 2011 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 43 30 0 3/ 11 15% afsláttur í apríl af 204 stykkja Nicotinell Fruit Verð með afslætti: 2 mg 4.329 kr. 4 mg 6.119 kr. Lægra verð í Lyfju V ið erum nokkrir „þroskaðir popp- arar“, brottfluttir frá Sigló, sem ætlum að halda tónleika í Báta- húsinu á Siglufirði um páskana, nánar tiltekið á föstudaginn langa,“ segir Birgir Ingimars- son, trommuleikari í hljómsveitinni Vanir menn. Þetta fróma Siglufjarðarband hét áður Miðaldamenn og tryllti kaupakonur og gladdi góðglaða vinnumenn í Fljótum og víðar. „Trompið er samt Þura,“ segir Birgir og vísar þar til söng- og myndlistarkonunnar kunnu, Þuríðar Sig- urðardóttur. „Hún heldur upp á 45 ára tónlistarafmæli sitt og flytur með okkur sín þekktustu lög, meðal annars eftir föðurbróð- ur sinn, Jónatan Ólafs- son. Hann bjó lengi á Sigló og samdi þar fjölda laga, m.a. „Sjó- mannavalsinn“, „Land- leguvalsinn“ og „Laus og liðugur“ sem kannski er þekktara sem „Sig- urður er sjómaður“.“ Utangarðsmenn, með Bubba Morthens í fararbroddi, tóku Sig- urð sjómann síðar með sínu lagi. Þuríður söng á sínum tíma með mörgum lista- mönnum, Lúdó sextett, Ómari Ragnarssyni og föður sínum, Sig- urði Ólafssyni. Meðal laga sem slógu í gegn og „þroskaðir popp- áhugamenn“ muna eru gamlir standardar eins og: „Ég á mig sjálf“ og „Ég ann þér enn“. Auk Þuríðar kemur Haraldur Gunnar Hjálmarsson fram. „Halli fæddist og ólst upp á Siglufirði og er mikill músíkant,“ segir Birgir. „Hann býr nú í Reykjavík en var lengst af í Danmörku þar sem hann spilaði með mörgum þekktum poppurum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. -jh Gamlir standard- ar rifjaðir upp. „Þura er trompið“ Þuríður Sigurðardóttir heldur upp á 45 ára tónlistarafmælið í Bátahúsinu með vönum siglfirskum poppurum.  siglufjörður „Þroskað popp“ um páskana Þuríður Sigurðardóttir heldur upp á 45 ára tónlistarafmæli sitt á Siglufirði um páskana. Leikkonan Evan Rachel Wood leikur blóðsugudrottninguna Sophie-Anne Leclerq með miklum tilþrifum og löðrandi í kynþokka í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum True Blood. Tvíkynhneigð er ríkur þáttur í eðlisfari vampíra, bitið og blóðdrykkjan eru erótískar athafnir, og blóðsugur eru ekki vanar að láta kyn fórnarlamba sinna ráða því hver verður bitin. Persóna Evan Rachel hneigist frekar til kvenna í þáttunum og nartar reglulega í dauðlega ástkonu sína sem einnig er frænka aðalpersónunnar, Sookie Stackhouse. Evan Rachel upplýsir í nýju hefti tímaritsins Esquire að hún deili hneigðum persónu sinnar og fari út bæði með konum og körlum. Hún segist jafnframt vera mjög rómantísk og að hún taki sér oft stöðu karlsins þegar hún fer út með konum. „Ég tek frumkvæðið, opna dyra og borga fyrir matinn.“ Blóðsugueðlið er ríkjandi hjá fleira fólki í True Blood-hópnum; Anna Paquin, sem leikur sjálfa Sookie, hefur fyrir þó nokkru gengist við því að hún hneigist til beggja kynja. Evan Rachel var með rokkar- anum Marilyn Manson í fjögur ár og spurð um samband þeirra segist hún telja að fólki hafi ekki síst hneykslast á þeim vegna þess hversu ólík þau voru. Blóðsugudrottning bítur bæði kynin Evan Rachel er ógnvekjandi en heillandi í True Blood. á rið 1965 réðust íslenska ríkið og fleiri aðilar í að opna veitingahús í London. Menn voru ekki síður stórhuga í þá daga en í seinni tíð og sáu fyrir sér að staðurinn myndi opna íslensku lambakjöti og öðrum afurðum greiða leið að Bretlandsmarkaði. „Ég var ekki að skoða þau neitt meira þá en kom svo bara að þeim seinna sem fræðimaður. Ég sá það samt strax að þetta var mjög áhugavert og allt aðrar tegundir af skjölum en voru í bréfasafni fjár- málaráðuneytisins,“ segir Sólveig en allt í einu var hún með fangið fullt af ljósmyndum, matseðlum, blaðaúrklippum og ýmsu öðru sem flokkast ekki sem bréf í hefð- bundnum skilningi skjalafræð- anna. „Haustið 2008 settist ég yfir þessi gögn og fór vel og rækilega í gegnum þau með það að mark- miði að nýta þau í rannsókn. Þetta er mikið ævintýri og það að vinna á skjalasafni er ævintýri í sjálfu sér. Þetta er svona staður eða heimur sem er svo lokaður öðrum og ég segi í myndinni að skjalasöfn séu besti felustaður í heimi. Og það má til sanns vegar færa að því leytinu til að maður þarf að vera afskap- lega vel að sér til að vita bara hvað leynist í skjalasöfnum.“ Sólveig segir stjórn hlutafélags- ins og þá sem sýsluðu með gögn þess hafa verið ákaflega samvisku- sama og skjalasafnið sé því mjög heillegt. „Þetta er eins og leikrit. Maður er með bréf og svo afrit af bréfum sem fara út. Maður verður að gera sér grein fyrir að stjórnin sat á Íslandi og veitingastaðurinn var í London og þetta er á þeim tíma að það er ekki mikið verið að hringja. Þetta er eiginlega fyrir tíma allrar tækni þannig að sam- skipti stjórnarinnar hér heima og framkvæmdastjórans úti fóru öll meira og minna fram bréflega. Þannig að eitthvað sem færi fram, bæði fyrirmæli og upplýs- ingar, í síma eða tölvupósti í dag var bara skrifað niður með gamla kansellístílnum.“ Sólveig segir ástæðuna fyrir því að rannsóknarvinna hennar hafi orðið að heimildarmynd einfald- lega þá að hún og Þorsteinn séu æskufélagar og einhvern tíma þegar hún var sokkin á kaf í spenn- andi sögu Iceland Food Centre hafi hún sagt Þorsteini söguna. Þetta var í kringum hrunið 2008, en um það leyti hélt Sólveig sinn fyrsta opinbera fyrirlestur um matarút- rásina 1965, og Þorsteinn hafi strax séð að þessi saga ætti erindi við fjöldann.  iceland food centre fyrsta útrásin Fann útrásarleikrit í fjármálaráðuneytinu Stöð 2 frumsýnir á páskadag nýja heimildarmynd Þor- steins J., Iceland Food Centre, um það sem kalla má fyrsta útrásarævintýrið. Myndina byggir hann á rannsóknarvinnu Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings en hún fann hafsjó af gögnum um Iceland Food Centre þegar hún var að ganga frá skjalasafni fjármálaráðuneytisins fyrir um það bil 20 árum. Sólveig áttaði sig strax á að fengur væri í skjölum fjármálaráðuneyt- isins um Iceland Food Center en byrjaði ekki að grúska í þeim af alvöru fyrr en um tuttugu árum eftir að hún rakst fyrst á þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.