Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 52
52 bíó Helgin 21.-24. apríl 2011
H alloween , A Nig-htmare on Elm Street, April Fool’s Day,
Prom Night, The Texas Chain
Saw Massacre og Scream eru
eyrnamerktar sem „slasher“ -
myndir og ganga alla jafna út
á það að geðbilaður einstak-
lingur ofsækir unglinga og
sallar þá niður, oftar en ekki
með búrhnífum eða öðrum
eggvopnum, sveðjum og vél-
sögum. Ljóshærðar og barm-
miklar stúlkur, oftar en ekki
barnapíur, eru sérlega vinsæl
viðfangsefni morðingjanna.
Sögu búrhnífsins sem
morðtóls í hryllingsmyndum
má rekja hálfa öld aftur í tím-
ann. Árið 1960 brá Anthony
Perkins sér í kvenmannsföt,
ruddist inn á Janet Leigh
í sturtu í Psycho og gerði
harkalega að henni í hinu
eftirminnilega sturtuatriði.
Þessi frábæra mynd meistara
Hitchcocks hefur réttilega
verið nefnd móðir allra „slas-
her“ -mynda.
Þrátt fyrir að slíkar myndir
hafi alla tíð farið fyrir brjóstið
á vammlausum smáborgurum
má segja að þessi grein sé sér-
staklega íhaldssöm og hlaði í
raun markvisst undir gömul
og góð gildi. Þannig fá alltaf
þau pör sem stunda kynlíf að
fjúka fyrst. Við kynlífi ung-
linga liggur beinlínis dauða-
refsing í þessum myndum. Þá
er búrhnífurinn aldrei langt
undan þegar unga fólkið tekur
upp á því að hella sig fullt eða
reykja gras. Og í Psycho hafði
Janet Leigh nýlega stolið pen-
ingum frá vinnuveitanda sín-
um þegar Norman Bates batt
enda á líf hennar. Þannig að
lexían er öllum ljós: Ef þú dirf-
ist að gera það sem er bannað
verður þú drepinn.
Þessi eðlisþáttur unglinga-
hrollvekjanna var meðal þess
sem haft var að skotspæni í
Scream árið 1996 og fram-
haldsmyndunum. Scream
sneri upp á allar klisjur hryll-
ingsmyndanna í póstmódern-
ísku glensi sem gekk fullkom-
lega upp í mynd sem var bæði
hörkuspennandi og drepfynd-
in.
Háðið er ekki nándar nærri
jafn beitt í Scream 4 og það
var þegar Scream kom fersk
fram á sjónarsviðið. Craven
og handritshöfundurinn Ke-
vin Williamsson taka samt
nokkra góða spretti og hryll-
ingsbransinn fær nokkrar
fínar sneiðar og þannig er
hryllingsklámið (Hostel, Saw)
tuskað aðeins til. Óneitanlega
er þó dálítið tómahljóð í þeirri
gagnrýni þar sem Scream 4
bætir engu við hryllinginn úr
fyrstu myndinni þannig að
þegar að innihaldi Scream 4
unglingaHryllingsmyndirnar allt byrjaði þetta í sturtu
bíódómur scream 4
frumsýndar
Böðullinn með búrhnífinn
Leikstjórinn Wes Craven hefur verið viðloðandi hryllingsmyndir allan sinn feril og á heiðurinn
af mörgum og ansi misjöfnum hryllingsmyndum. Hann er einna þekktastur fyrir ófétið Freddy
Krueger í A Nightmare on Elm Street-myndunum. Freddy sver sig í ætt við þá Michael Myers og
Jason sem hafa verið iðnir við að farga ungmennum í Halloween-myndunum og bálknum sem
kenndur er við föstudaginn þrettánda. Myndir af þessu sauðahúsi njóta jafnan vinsælda þótt þær
séu staðlaðar og fyrirsjáanlegar en með Scream-seríunni tók Craven unglingahrollvekjurnar í
gegn í snjöllu háði og blés nýju lífi í greinina.
s á mæti og góði hrollvekjuleik-stjóri Wes Craven tók sjálfan
sig og kollega sína hressilega á
beinið með Scream árið 1996. Þar
sneri hann upp á allar klisjur hryll-
ingsmyndanna í póstmódernísku
glensi sem gekk fullkomlega upp
í mynd sem var bæði hörkuspenn-
andi og drepfyndin.
Síðan komu Scream 2 og 3 í kjöl-
farið. Craven hélt ágætlega dampi
í mynd númer 2 en fataðist aðeins
flugið í þristinum. Scream 3 var
frumsýnd árið 2000 og nú, ellefu
árum síðar, dúkkar Scream 4 upp án
nokkurrar sýnilegrar ástæðu nema
kannski að aðalleikarar Scream-
myndanna hafa ekki fengið mikið
að gera undanfarið og hafa því feng-
ið kærkomna vinnu.
Sidney (Neve Campbell), Gale
(Courteney Cox) og Dewey (Da-
vid Arquette), sem hafa lifað af
alla þessa hildarleiki, mæta til leiks
eina ferðina enn og takast á við
morðingjann með draugagrímuna.
Campbell er alltaf jafn leiðinleg og
þreytandi en Cox og Arquette hins
vegar jafn skemmtileg og áður. Þau
hafa með sér vænan hóp yngra fólks
sem hnífamaðurinn sallar niður á
meðan reynsluboltarnir þrír reyna
að koma lögum yfir brjálæðinginn.
Heroes-gellan Hayden Panettiere
ber af þessu unga fólki, stelur sen-
unni ítrekað og lífgar verulega upp
á myndina.
Craven fer síðan alveg eftir gömlu
handbókinni til þess að halda áhorf-
endum við efnið. Sígild „bregðuat-
riði“ koma með reglulegu millibili
og grun er varpað á nógu marga til
að halda spennu í leitinni að morð-
ingjanum en drápin sjálf eru bara
„business as usual“. Ekkert nýtt þar
á ferð en heildarpakkinn stendur vel
fyrir sínu og Scream 4 er prýðileg
skemmtun.
Þórarinn Þórarinsson
Unglingsstúlkan Hanna
elst upp hjá ekkju-
manninum föður sínum
sem er fyrrverandi
CIA-maður. Karl faðir
hennar styðst við býsna
frumlegar uppeldisað-
ferðir en í óbyggðum
Norður-Finnlands
kennir hann dóttur
sinni að veiða og drepa
og lætur hana æfa stíft þannig að
unglingurinn er með styrk, úthald og
útsjónarsemi atvinnuhermanns.
Öll þessi þjálfun kemur að góðum
notum þegar Hanna þarf að fara út
í lífið óstudd í fyrsta skipti og ljúka
ókláruðu máli sem hvílt hefur á fjöl-
skyldu hennar. Þá horfir bæði stoltur
og kvíðinn faðir á eftir barni sínu út
í óvissuna.
Leikstjóri myndarinnar á að baki
eðalmyndirnar Atonement og Pride
& Prejudice en hér blandar hann
saman njósnatrylli og drungalegu
ævintýri. Saoirse Ronan, sem
hefur gert það gott í Atonement og
The Lovely Bones, leikur Hönnu.
Eric Bana leikur föður hennar en
sjálf Cate Blanchett er í hlutverki
erkióvinarins sem Hanna þarf að
kljást við.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,8, Rotten
Tomatoes: 71%, Metacritic: 65/100
Arthur
Þeir sem komnir eru nokkuð til vits og ára
muna sjálfsagt vel eftir gamanmyndinni
um moldríku landeyðuna Arthur frá árinu
1981. Dudley heitinn Moore lék Arthur
sem setti allt sitt traust á einkaþjóninn
sinn, Hobson, sem Sir John Gielgud lék.
Russell Brand leikur Arthur í endurgerð
þessarar sígildu gamanmyndar en breska
eðalleikkonan Helen Mirren er Hobson í
þessari nýju útgáfu. Arthur bíður þess að
erfa fjölskyldufyrirtækið en babb kemur
í bátinn þegar móðir hans krefst þess að
hann kvænist konu sem styrkir bisnessinn.
Arthur er hins vegar skotinn í annarri konu
og þarf að leggja allt undir þegar mamma
hans hótar að gera hann arflausan fari
hann ekki að vilja hennar. Og þá kemur að
því að letihaugurinn og dekurdýrið Arthur
þarf að finna sér vinnu.
Aðrir miðlar: Imdb: 5,0, Rotten
Tomatoes: 26%, Metacritic: 37/100
Drekabanar
Á tuttugu ára fresti vaknar stærsti og
ógurlegasti dreki allra tíma úr dvala.
Tveir misheppnaðir drekabanar fá það
stóra verkefni að sigra hann til að bjarga
heiminum. Fjöldi íslenskra leikara ljær
persónum þessarar teiknuðu ævintýra-
myndar raddir sínar, þar á meðal Ólafur
Darri Ólafsson, Arnar Jónsson, Örn
Árnason, Steinn Ármann Magnússon og
Björgvin Franz Gíslason.
Þannig að
lexían er
öllum ljós:
Ef þú dirfist
að gera
það sem
er bannað
verður þú
drepinn.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Neve Campbell, Courteney Cox og David Arquette hafa lifað af þrjá hildarleiki með Draugafésinu í Scream-myndunum. Þau
eru nú saman á ný í fjórða sinn, umkringd fjölda fólks sem morðinginn dundar sér við að slægja þar til röðin kemur að þessum
gömlu kunningjum.
Sextán ára atvinnumorðingi
Bergmál af rosalegu öskri
Nýjar persónur í Batman 3
Christopher Nolan hefur nú gulltryggt sér
tvo leikara úr Inception í næstu Batman-
mynd sína en Marion
Cotillard og Joseph
Gordon-Levitt verða
bæði með. Fyrirfram
var gert ráð fyrir að
þau myndu bæði leika
þekktar og gamalgrónar persónur úr
Batman-galleríinu en nú er komið á daginn
að þau leika nýjar persónur. Cotillard mun
leika Miröndu Tate, sem starfar hjá fyrir-
tæki Bruce Wayne, og hann leitar huggunar
hjá henni þegar hann reynir að jafna sig á
dauða Rachelar sem Jókerinn kálaði í síð-
ustu mynd. Gordon-Levitt bregður sér svo
í hlutverk löggu sem sinnir sérverkefnum
fyrir Commissioner Gordon (Gary Oldman).
Leikar æsast þegar grímumorðinginn
eignast snjallsíma.
Saoirse
Ronan er
grjóthörð
í spennu-
myndinni
Hanna.
kemur er látið eins og „hor-
rorporn“ -bylgjan hafi aldrei
gengið yfir.
Scream 4 jafnast því ekki á
við myndir 1 og 2 en stendur
vel fyrir sínu. Um leið sannar
hún þó að ekkert bítur á ung-
lingahrollinn og Craven er í
raun orðinn að brandara í eig-
in gríni þar sem Scream 4 er
skyldari þeim myndum sem
gantast var með í fyrstu mynd-
inni en Scream frá 1996. Þá er
Craven jafn fastur í því að gera
endalausar framhaldsmyndir
og allir aðrir og þar fyrir utan
gat Scream af sér haug af
stöðluðum „slasher“ -myndum.
Hún hleypti vissulega lífi og
fjöri í bransann en þær myndir
sem fylgdu í kjölfarið (I Know
What You Did Last Summer,
Urban Legend, Cherry Falls og
fleiri) voru pikkfastar í klisj-
unum sem Craven lék sér að
í Scream.
Þetta er því formúla sem
verður varla breytt til fram-
búðar.
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR
Tryggðu þér eintak!
Áskrift í síma 578 4800
og á www.rit.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n