Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 14
F ormenn st jórnmála- flokka eru valdamiklir, ekki síst í ríkisstjórnar- samstarfi. Þingmenn eiga mikið undir valdi þeirra, t.d. þegar að tilnefningum í ráðherrastóla kemur, þótt flokks- formenn þurfi auðvitað á hverjum tíma að taka tillit til margs konar hagsmuna við slíkt val. Pólitík er hins vegar undarleg tík. Valdatími þeirra sem komast til æðstu metorða í flokkunum er mis- langur. Sumir sitja lengi, aðrir skem- ur og stöku formenn mjög stutt. Þá fyrst standa flokksformenn frammi fyrir vanda þegar þeir verða fyrrver- andi enda hætta þeir oftar en ekki á þingi í framhaldi þess. Sumir hinna eldri ljúka þar með starfsævinni. Aðrir eru á besta aldri en gengur stundum illa að fá starf, að minnsta kosti það sem talist getur við hæfi þeirra sem gegnt hafa æðstu emb- ættum í þágu þjóðar sinnar. Þá kemur kerfið gjarna til hjálpar. Laus sendiherra- eða bankastjóra- staða dúkkar upp – eða gerði það. Spurning er hins vegar hvort þessi kerfishjálp sé liðin tíð. Þeir formenn stjórnmálaflokka sem látið hafa af störfum í seinni tíð virðast síður hafa notið kerfisaðstoðar en þeir sem áður leiddu flokkana. Sama gildir um sendiherrastöð- urnar. Fátítt er í seinni tíð að fyrr- verandi stjórnmálamenn fái sendi- herrastöður. Fróðlegt er að skoða söguna hvað þetta varðar og líta þá til fjórflokks- ins, svokallaða. Hér verður litið til formanna stjórnmálaflokkanna og horft tvo til fjóra áratugi aftur í tím- ann – og stundum aðeins lengra. Enn fremur verður litið til stöku varaformanns þessara flokka enda fengu sumir þeirra „feit“ embætti að loknum stjórnmálaferli. Með fjór- flokknum er átt við Sjálfstæðisflokk- inn, sem um áratugabil hefur verið helsti valdaflokkur hérlendis, Fram- sóknarflokkinn sem lengst af tutt- ugstu öldinni var mjög valdamikill, enda var oft talað um helminga- skipti Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokkinn og arftaka hans, Samfylkinguna, og VG og forvera þess flokks, Alþýðu- bandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hafa níu menn gegnt embætti for- manns. Jón Þorláksson lagði þar lín- ur því auk formennskunnar gegndi hann á sinni tíð borgarstjóraemb- ætti í Reykjavík og varð forsætis- ráðherra. Raunar hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins orðið forsætis- ráðherrar, að núverandi formanni undanskildum, en hann hefur setið stutt á þeim valdastóli. Fyrstu formenn Sjálfstæðisflokks- ins, Jón, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson fóru ekki í önnur embætti eftir sína formennskutíð. Jón lét af formennsku af heilsufars- ástæðum í október 1934 og lést hálfu ári síðar. Ólafur Thors hefur manna lengst verið formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann hætti líka af heilsufarsástæðum sem flokks- formaður og forsætisráðherra 1963 og lést 1964. Bjarni Benediktsson var í embætti forsætisráðherra og flokksformanns þegar hann lést í eldsvoða árið 1970. Jóhann Haf- stein var formaður á árunum 1970 til Eru „feit“ ríkisembætti fyrrver- andi stjórnmálaforingja liðin tíð? Fyrrverandi formenn og varaformenn stjórnmálaflokka virðast síður fá há embætti á heimaslóð á vegum ríkisins en áður. Sama gildir um sendiherrastöðurnar. Þar verður ekki séð að fyrrverandi stjórnmálamenn eigi lengur skjól. Jónas Haraldsson horfir nokkra áratugi aftur í tímann. 1973 þegar hann sagði af sér vegna heilsubrests. Hann var bankastjóri Útvegsbankans um árabil samhliða þingmennsku. „Feit“ embætti þriggja; Geirs, Þorsteins og Davíðs Þá koma þrír formenn Sjálfstæðis- flokksins í röð sem allir fengu há embætti á vegum ríkisins eftir að formanns- og eftir atvikum ráð- herratíð þeirra lauk. Fyrstur í þeirri röð er Geir Hallgrímsson sem var formaður frá 1973 til 1983. Hann var forsætisráðherra 1974-78 og utanríkisráðherra 1983-86. Þá tók hann við stöðu seðlabankastjóra og gegndi henni til dauðadags, árið 1990. Arftaki Geirs var Þorsteinn Páls- son. Hann var flokksformaður frá 1983-91. Þorsteinn var forsætisráð- herra 1987-88. Hann gegndi síðan öðrum ráðherraembættum frá 1991 til 1999 en varð sendiherra að lokn- um stjórnmálaferli á árunum 1999 til 2005, fyrst í London og síðar í Kaupmannahöfn. Þorsteinn varð síðar ritstjóri Fréttablaðsins. Davíð Oddsson var formaður Sjálf- stæðisflokksins frá 1991 til 2005. Hann var forsætisráðherra lengst af því tímabili en utanríkisráðherra síðasta árið. Að loknum stjórnmála- ferli varð Davíð seðlabankastjóri, frá árinu 2005 til 2009. Hann er nú rit- stjóri Morgunblaðsins. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2006 til 2009, forsætisráðherra og áður ut- anríkis- og fjármálaráðherra. Hann hætti af heilsufarsástæðum. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2009. Varaformennirnir Gunnar og Friðrik Af varaformönnum Sjálfstæðis- flokksins má nefna Friðrik Sophus- son, sem gegndi því embætti í tví- gang, frá 1981-89 og aftur 1991-99. Hann varð forstjóri Landsvirkjunar eftir að stjórnmálaferli lauk. Þá er ógetið Gunnars Thorodd- sen, sem einnig var varaformaður í tvígang, frá 1961-65 og 1974-81, en hann var sendiherra í Danmörku 1965-69. Gunnar var einnig laga- prófessor og hæstaréttardómari. Hann gegndi ráðherraembættum og varð forsætisráðherra sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1980-83, í óþökk meirihluta flokks- ins. Framsóknarflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknar- flokksins árið 2009 og endurnýjaði umboð sitt með „rússneskri“ kosn- ingu á dögunum. Á undan honum sátu þrír formenn afar stutt í emb- ætti. Forveri Sigmundar Davíðs var Valgerður Sverrisdóttir sem gegndi formennskunni frá 2008-2009. Hún var áður ráðherra flokksins um ára- bil en hefur ekki gegnt opinberum embættum eftir að stjórnmálaferl- inum lauk. Guðni Ágústsson var formaður 2007-2008. Hann var áður ráðherra um árabil en hefur ekki gegnt opinberum störfum eftir að stjórnmálaferlinum lauk. Jón Sig- urðsson var formaður í stuttan tíma á undan Guðna, 2006-2007, og ráð- herra á sama tíma. Hann hefur ekki gegnt opinberum embættum eftir að stuttum stjórnmálaferli lauk en var seðlabankastjóri fyrir þann feril, frá 2003-2006. Tveir forverar þessara framsókn- arformanna gegndu formennsku til muna lengur. Halldór Ásgríms- son var formaður frá 1994 til 2006, jafnframt því sem hann var forsæt- isráðherra og gegndi öðrum ráð- herraembættum. Að loknum stjórn- málaferli, þ.e. í ársbyrjun 2007, tók hann við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og gegnir því starfi enn. Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1994, forsætisráðherra og gegndi auk þess öðrum ráðherra- embættum. Hann varð seðlabanka- stjóri að loknum stjórnmálaferli, frá 1994-98. Sé litið aftar í tímann má nefna að formenn flokksins á árabilinu 1944 til 1979, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhann- esson, gegndu ekki opinberum emb- ættum að lokinni formennsku. Ey- steinn var lengi ráðherra og bæði Ólafur og Hermann gegndu emb- ætti forsætisráðherra oftar en einu sinni. Varaformennirnir Finnur og Guðmundur Dæmi eru um að varaformenn Fram- sóknarflokksins hafi farið í vel met- in ríkisembætti að lokinni stjórn- málaþátttöku. Þar má nefna Finn Efri lína f.v.: Geir Hallgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Hermannsson, Finnur Ingólfsson. Neðri lína f.v.: Guðmundur Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson ,Kjartan Jóhannsson, Benedikt Gröndal, Guðmundur Árni Stefánsson, Guðmundur Í. Guðmundsson, Margrét Frímannsdóttir, Svavar Gestsson. 14 úttekt Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.