Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 14

Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 14
F ormenn st jórnmála- flokka eru valdamiklir, ekki síst í ríkisstjórnar- samstarfi. Þingmenn eiga mikið undir valdi þeirra, t.d. þegar að tilnefningum í ráðherrastóla kemur, þótt flokks- formenn þurfi auðvitað á hverjum tíma að taka tillit til margs konar hagsmuna við slíkt val. Pólitík er hins vegar undarleg tík. Valdatími þeirra sem komast til æðstu metorða í flokkunum er mis- langur. Sumir sitja lengi, aðrir skem- ur og stöku formenn mjög stutt. Þá fyrst standa flokksformenn frammi fyrir vanda þegar þeir verða fyrrver- andi enda hætta þeir oftar en ekki á þingi í framhaldi þess. Sumir hinna eldri ljúka þar með starfsævinni. Aðrir eru á besta aldri en gengur stundum illa að fá starf, að minnsta kosti það sem talist getur við hæfi þeirra sem gegnt hafa æðstu emb- ættum í þágu þjóðar sinnar. Þá kemur kerfið gjarna til hjálpar. Laus sendiherra- eða bankastjóra- staða dúkkar upp – eða gerði það. Spurning er hins vegar hvort þessi kerfishjálp sé liðin tíð. Þeir formenn stjórnmálaflokka sem látið hafa af störfum í seinni tíð virðast síður hafa notið kerfisaðstoðar en þeir sem áður leiddu flokkana. Sama gildir um sendiherrastöð- urnar. Fátítt er í seinni tíð að fyrr- verandi stjórnmálamenn fái sendi- herrastöður. Fróðlegt er að skoða söguna hvað þetta varðar og líta þá til fjórflokks- ins, svokallaða. Hér verður litið til formanna stjórnmálaflokkanna og horft tvo til fjóra áratugi aftur í tím- ann – og stundum aðeins lengra. Enn fremur verður litið til stöku varaformanns þessara flokka enda fengu sumir þeirra „feit“ embætti að loknum stjórnmálaferli. Með fjór- flokknum er átt við Sjálfstæðisflokk- inn, sem um áratugabil hefur verið helsti valdaflokkur hérlendis, Fram- sóknarflokkinn sem lengst af tutt- ugstu öldinni var mjög valdamikill, enda var oft talað um helminga- skipti Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokkinn og arftaka hans, Samfylkinguna, og VG og forvera þess flokks, Alþýðu- bandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hafa níu menn gegnt embætti for- manns. Jón Þorláksson lagði þar lín- ur því auk formennskunnar gegndi hann á sinni tíð borgarstjóraemb- ætti í Reykjavík og varð forsætis- ráðherra. Raunar hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins orðið forsætis- ráðherrar, að núverandi formanni undanskildum, en hann hefur setið stutt á þeim valdastóli. Fyrstu formenn Sjálfstæðisflokks- ins, Jón, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson fóru ekki í önnur embætti eftir sína formennskutíð. Jón lét af formennsku af heilsufars- ástæðum í október 1934 og lést hálfu ári síðar. Ólafur Thors hefur manna lengst verið formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann hætti líka af heilsufarsástæðum sem flokks- formaður og forsætisráðherra 1963 og lést 1964. Bjarni Benediktsson var í embætti forsætisráðherra og flokksformanns þegar hann lést í eldsvoða árið 1970. Jóhann Haf- stein var formaður á árunum 1970 til Eru „feit“ ríkisembætti fyrrver- andi stjórnmálaforingja liðin tíð? Fyrrverandi formenn og varaformenn stjórnmálaflokka virðast síður fá há embætti á heimaslóð á vegum ríkisins en áður. Sama gildir um sendiherrastöðurnar. Þar verður ekki séð að fyrrverandi stjórnmálamenn eigi lengur skjól. Jónas Haraldsson horfir nokkra áratugi aftur í tímann. 1973 þegar hann sagði af sér vegna heilsubrests. Hann var bankastjóri Útvegsbankans um árabil samhliða þingmennsku. „Feit“ embætti þriggja; Geirs, Þorsteins og Davíðs Þá koma þrír formenn Sjálfstæðis- flokksins í röð sem allir fengu há embætti á vegum ríkisins eftir að formanns- og eftir atvikum ráð- herratíð þeirra lauk. Fyrstur í þeirri röð er Geir Hallgrímsson sem var formaður frá 1973 til 1983. Hann var forsætisráðherra 1974-78 og utanríkisráðherra 1983-86. Þá tók hann við stöðu seðlabankastjóra og gegndi henni til dauðadags, árið 1990. Arftaki Geirs var Þorsteinn Páls- son. Hann var flokksformaður frá 1983-91. Þorsteinn var forsætisráð- herra 1987-88. Hann gegndi síðan öðrum ráðherraembættum frá 1991 til 1999 en varð sendiherra að lokn- um stjórnmálaferli á árunum 1999 til 2005, fyrst í London og síðar í Kaupmannahöfn. Þorsteinn varð síðar ritstjóri Fréttablaðsins. Davíð Oddsson var formaður Sjálf- stæðisflokksins frá 1991 til 2005. Hann var forsætisráðherra lengst af því tímabili en utanríkisráðherra síðasta árið. Að loknum stjórnmála- ferli varð Davíð seðlabankastjóri, frá árinu 2005 til 2009. Hann er nú rit- stjóri Morgunblaðsins. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2006 til 2009, forsætisráðherra og áður ut- anríkis- og fjármálaráðherra. Hann hætti af heilsufarsástæðum. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2009. Varaformennirnir Gunnar og Friðrik Af varaformönnum Sjálfstæðis- flokksins má nefna Friðrik Sophus- son, sem gegndi því embætti í tví- gang, frá 1981-89 og aftur 1991-99. Hann varð forstjóri Landsvirkjunar eftir að stjórnmálaferli lauk. Þá er ógetið Gunnars Thorodd- sen, sem einnig var varaformaður í tvígang, frá 1961-65 og 1974-81, en hann var sendiherra í Danmörku 1965-69. Gunnar var einnig laga- prófessor og hæstaréttardómari. Hann gegndi ráðherraembættum og varð forsætisráðherra sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1980-83, í óþökk meirihluta flokks- ins. Framsóknarflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknar- flokksins árið 2009 og endurnýjaði umboð sitt með „rússneskri“ kosn- ingu á dögunum. Á undan honum sátu þrír formenn afar stutt í emb- ætti. Forveri Sigmundar Davíðs var Valgerður Sverrisdóttir sem gegndi formennskunni frá 2008-2009. Hún var áður ráðherra flokksins um ára- bil en hefur ekki gegnt opinberum embættum eftir að stjórnmálaferl- inum lauk. Guðni Ágústsson var formaður 2007-2008. Hann var áður ráðherra um árabil en hefur ekki gegnt opinberum störfum eftir að stjórnmálaferlinum lauk. Jón Sig- urðsson var formaður í stuttan tíma á undan Guðna, 2006-2007, og ráð- herra á sama tíma. Hann hefur ekki gegnt opinberum embættum eftir að stuttum stjórnmálaferli lauk en var seðlabankastjóri fyrir þann feril, frá 2003-2006. Tveir forverar þessara framsókn- arformanna gegndu formennsku til muna lengur. Halldór Ásgríms- son var formaður frá 1994 til 2006, jafnframt því sem hann var forsæt- isráðherra og gegndi öðrum ráð- herraembættum. Að loknum stjórn- málaferli, þ.e. í ársbyrjun 2007, tók hann við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og gegnir því starfi enn. Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1994, forsætisráðherra og gegndi auk þess öðrum ráðherra- embættum. Hann varð seðlabanka- stjóri að loknum stjórnmálaferli, frá 1994-98. Sé litið aftar í tímann má nefna að formenn flokksins á árabilinu 1944 til 1979, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhann- esson, gegndu ekki opinberum emb- ættum að lokinni formennsku. Ey- steinn var lengi ráðherra og bæði Ólafur og Hermann gegndu emb- ætti forsætisráðherra oftar en einu sinni. Varaformennirnir Finnur og Guðmundur Dæmi eru um að varaformenn Fram- sóknarflokksins hafi farið í vel met- in ríkisembætti að lokinni stjórn- málaþátttöku. Þar má nefna Finn Efri lína f.v.: Geir Hallgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Hermannsson, Finnur Ingólfsson. Neðri lína f.v.: Guðmundur Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson ,Kjartan Jóhannsson, Benedikt Gröndal, Guðmundur Árni Stefánsson, Guðmundur Í. Guðmundsson, Margrét Frímannsdóttir, Svavar Gestsson. 14 úttekt Helgin 21.-24. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.