Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 6
N okkur óvissa ríkir um framtíðarhús-næði Geðhjálpar í kjölfar stjórnarskipta um síðustu helgi. Félagið hefur haft aðsetur á Túngötu 7 frá árinu 1998 þegar það fékk gefins þetta 460 fermetra reisulega hús. Á dögunum barst tilboð í húsið sem hljóðaði upp á um það bil 100 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Gamla stjórnin vildi taka til- boðinu og selja húsið en nýja stjórnin, með Björt Ólafs- dóttur í fararbroddi, vill bíða og skoða alla þá möguleika sem í boði eru. Á aðalfund- inum um helgina kom fram að fram undan væri viðhalds- kostnaður á húsinu upp á 80 milljónir, sem væri stór biti að kyngja fyrir félagið. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst taldi gamla stjórnin að félagið hefði einfaldlega ekki bolmagn til að halda húsinu lengur án þess að það færi að hafa áhrif á starfsemi félagsins. Björt segir í samtali við Fréttatímann að það sé ekki hægt að líta svo á að nýja stjórnin sé á móti sölunni sem slíkri. „Nýir stjórnar- meðlimir eins og ég þurfa að fá smá ráðrúm til að afla sér upplýsinga til að geta tekið upplýstar ákvarðanir,“ segir Björt. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  húsNæðismál Geðhjálp Óvissa um fram- tíðarhúsnæði Geðhjálpar Ný stjórn vill endurskoða ákvörðun fyrri stjórnar um að selja núverandi húsnæði félagsins að Túngötu 7. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9 milljörðum króna í janúar 2011 sam- anborið við 8,3 milljarða í janúar 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 669 milljónir eða 8% á milli ára, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Aflaverðmæti botnfisks var 5,6 milljarðar og dróst saman um 20,3% frá janúar í fyrra þegar aflaverð- mætið nam 7 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 3,2 milljarðar og dróst saman um 23,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 827 milljónum og dróst saman um 35,3% en verðmæti karfaaflans nam 660 milljónum, sem er 30,4% aukning frá janúar 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 20,9% milli ára, var 314 milljónir í janúar 2011. Verðmæti uppsjávarafla nam um 3 milljörðum króna í janúar 2011, sem er um 304% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist af loðnuafla að verðmæti 2,5 milljarðar króna, en engin loðna veiddist í janúar 2010. Aflaverðmæti flatfisksafla nam 346 milljónum, sem er 34,4% samdráttur frá janúar 2010. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 5,6 milljörðum króna. - jh Aflaverðmæti í janúar 9 milljarðar króna Björt Ólafs- dóttir, nýr formaður Geðhjálpar. Túngata 7. Á dögunum barst tilboð í húsið sem hljóðaði upp á um það bil 100 milljónir. Helgin 21.-24. apríl 2011 STÆRSTU MÓT SUMARSINS AÐEINS Á SKJÁGOLFI MAÍ THE PLAYERS CHAMPIONSHIP JÚNÍ US OPEN JÚLÍ BRITISH OPEN ÁGÚST PGA CHAMPIONSHIP GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA GOLFKORTIÐ FYLGIR MEÐ ÁRSÁSKRIFT TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 595 6000 EÐA Á SKJARGOLF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.