Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 38
Fimm fyrstu sumardagarnir
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
S
Sumarið kemur víst yfir sæinn í dag, eða svo segir
almanakið að minnsta kosti. Þess hefur þó ekki orðið
vart, að minnsta kosti ekki sunnan heiða. Vorið á líka
að koma á undan sumrinu. Það hefur heldur ekki látið
á sér kræla. Hraglandi og hríð skiptast á við rok og
rigningu. Allt er það heldur óyndislegt.
Bjartsýnir menn hafa þó leyft sér að kíkja á vef
Veðurstofunnar vegna þess að páskarnir fara í hönd
með fimm daga fríi. Á skírdag er gert ráð fyrir rign-
ingu, á föstudaginn langa heldur úrkoman áfram en
frekar eru líkur á að hann hangi þurr á laugardaginn.
Það verður þó skammvinn sæla því á páskadag tekur
slydda við af rigningunni. Sú slydda breytist í slyddu-
él þegar líður á annan páskadag.
Þetta er veðurspá fyrir fimm fyrstu sumardagana
á Íslandi á því herrans ári 2011, að minnsta kosti
sunnan og vestan heiða. Veðrið verður víst heldur
bærilegra fyrir norðan og austan. Landinn kemur föl-
grænn undan vetri þótt litaraft sumra
sé yfir í blátt, jafnvel fjólublátt. Það
eru ekki fallegir húðlitir. Allar
spár um hlýnun jarðar virðast
vera bull eitt, ef marka má
þessa hryssingslegu apríl-
daga sem fylgja í kjölfar
hins svala mars þegar
sjaldan eða aldrei sá í
auða jörð.
Þessum veðurleið-
indum verður þó að taka
með jafnaðargeði í þeirri von
og trú að öll él birti upp um síðir.
Kannski er óþolinmæðin of mikil eða við
orðin of góðu vön. Sumartíð hefur nefnilega
verið bærileg undanfarin ár, að minnsta kosti
á þéttbýlasta hluta landsins. Því voru margir farnir
að trúa spádómum um almenna jarðarhlýnun og jafn-
vel vonast eftir henni. Sagt er að sú hlýnun sé tæpast
af hinu góða fyrir lönd og þjóðir en því verður varla
haldið fram um Ísland. Hér er einfaldlega of kalt.
Landið er að sönnu fallegt en þolir svo sannarlega
gráðu eða tvær aukalega svo kuldahrollurinn fari úr
okkur. Kuldaboli er fráleitt skemmtileg skepna.
Þótt jöklar kunni að hopa er það seinni tíma vanda-
mál. Einn eða fleiri sæmilegir vordagar ættu varla að
hafa veruleg áhrif í þá átt. Þess eru dæmi að veður
hafi verið allt annað og betra á landinu bláa. Í ágætri
kynningu Náttúrufræðistofnunar á nýju húsnæði
fyrir stuttu mátti meðal annars sjá þykkan trjábol
sem fannst steingerður í námunda við Króksfjarðar-
nes í Austur-Barðastrandarsýslu. Hann sýndi, ef rétt
er munað, um tíu milljóna ára gamalt tré, rauðvið, líkt
og nú vex í því frjósama Kaliforníuríki í Bandaríkjun-
Reitir fasteignafélag er stærsta
þjónustufyrirtækið á sviði útleigu atvinnu-
húsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfir að ráða
fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af
um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar
um landið.
Nánari upplýsingar veitir
Halldór Jensson
840 2100
halldor@reitir.is
www.reitir.is
Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk
Glæsilegir skrifstofugarðar
Skrifstofugarðarnir á Höfðabakka bjóða uppá einn hagkvæmasta kostinn í
skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Í boði er allt frá 150 m² til 5000 m² rými og möguleiki á margskonar útfærslum
og staðsetningu innan skrifstofugarðanna. Í dag eru 25 fyrirtæki með starfsemi
á svæðinu. Stækkunarmöguleikar eru miklir og getur húsnæðið því vaxið með
fyrirtækinu. Reitir fjármagna breytingar sem henta hverjum og einum og
skapa þannig vandað atvinnuhúsnæði sem tekur mið af hagkvæmni í rekstri og
mismunandi þörfum. Skrifstofugarðarnir eru með vistvæna vottun samkvæmt
alþjóðlega staðlinum BREEAM. Svæðið er vel tengt helstu umferðaræðum
borgarinnar.
TIL LEIGU
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
H ægri grænir, flokkur fólks-ins er ný stjórnmálahreyf-ing. Við viljum opið þjóð-
félag og beint lýðræði sem byggist
á frelsi, hugrekki, mannúð og ný-
sköpun. Flokkurinn vill að lög og
reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur
verði lögfest strax eftir næstu
kosningar. Með þjóðaratkvæða-
greiðslum er hægt að útkljá helstu
deilumál þjóðarinnar. Þjóðin verð-
ur að vera samhent og takast á við
vandamálin sem steðja að, sátt
verður að nást í stærstu deilumálum
þjóðarinnar, við þurfum tvo vængi
til þess að hefja okkur til flugs.
Hægri grænir, flokkur fólksins, er
flokkur framtíðarinnar og leggur
áherslu á að njóta náttúrunnar án
þess að ganga á möguleika kom-
andi kynslóða til hins sama. Fram-
tíð Íslands er samofin framleiðslu á
mat, vatni og orku.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
er grænn borgaraflokkur.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
er flokkur tíðarandans og raunsæis-
stjórnmála.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
er umbótasinnaður náttúruverndar-
flokkur.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
er frjálslyndur framfaraflokkur.
Náttúran býr yfir náttúrulegum
verðmætum og f lest vinnanleg
náttúruverðmæti skilgreinum við
sem endurnýjanlega framleiðslu,
vistgæði sem hafa mælanlega og
áþreifanlega verðmætaaukningu
með vinnslu. Nýting náttúrulegra
verðmæta er undirstaða þjónustu-
hagkerfisins. Flokkurinn vill sem
minnst ríkisafskipti af þessu ferli þó
svo að þessi náttúrulegu verðmæti
séu í ríkiseigu.
Ekki allt fengið með stærðinni
Flokkurinn vill stuðla að „grænu
velferðarsamfélagi“, því viljum við
leggja áherslu á lífræna og holla
fæðu, græna orku, rafbíla, græna
bankastarfsemi, vatns- og vind-
orku, metangas, bíódísil, bíógas og
endurvinnslu, sjálfbærni lands og
sjávar og síðast en ekki síst að halda
landinu í byggð. Íslenskt grænmeti,
ávextir og aðrar landbúnaðarvör-
ur ættu að vera eftirsóknarverðar
vegna íslenska vatnsins og ómeng-
aðs lands sem við eigum. Þar ætt-
um við að hafa forskot á aðrar þjóð-
ir. Virkjum það sem við eigum og
verðum í forystu þjóða á þessum
vettvangi. Flokkurinn vill trúa því
að íslenskt velferðarsamfélag og
viðhald þess byrji og endi á Íslandi.
Flokkurinn telur að frjáls sam-
keppni efli heilbrigða uppbyggingu
og þess vegna er góð samkeppnis-
löggjöf einn af hornsteinum flokks-
ins. Við teljum að hagræðing náist
ekki eingöngu með stærð stofnana
heldur einnig gæðum þeirrar þjón-
ustu sem þær veita. Flokkurinn
Ný stjórnmálahreyfing
Hægri grænir, flokkur fólksins
Helgin 21.-24. apríl 2011