Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 44
44 matur og vín Helgin 21.-24. apríl 2011
Banfi Cum Laude
Ítalía, Toscana 2007
14,5%
Verð: 3.498 kr.
Þroskað vín, rúbínrautt með
plómum og smá lakkrís í
lyktinni. Í því er mikil fylling
og hellingur að gerast. Það
er þurrt og maður finnur
fyrir tanníni en samt ekki
of mikið. Sætur berja-
keimur með krydduðum
reyktum tón. Smá súkkulaði
í eftirbragði og greinileg
eik. Það borgar sig að
umhella víninu á karöflu og
leyfa því að anda smástund
til að súrefnið nái að milda
tannínin. Það borgar sig líka
að drekka þetta aðeins kælt til að vinna á
móti háu magni vínanda.
Vina Pedrosa Crianza
Spánn Ribera Del Duero 2007
13,5%
Verð: 3.579 kr.
Þetta er virkilega skemmtilegt
vín frá Ribera Del Duero-hérað-
inu á Spáni og ber sterk einkenni
þess sem finnst helst af sveita-
lykt og bóndastemningu.
Það koma mörg góð vín frá
þessu svæði og þetta er eitt
af þeim skemmtilegri. Þrátt
fyrir sveitastemninguna er
það fágað með miklum og
góðum ávexti og berjum
í bragði. Létt tannín og
ristaður eikarkeimur. Þetta
er aðgengilegt og mjúkt
vín eins og Spánverjum er
einum lagið að töfra fram.
Campo Viejo Reserva
Spánn, Rioja 2006
13,5%
Verð: 2.399 kr.
Hér er um að ræða reserva-
útgáfuna af hinu prýðisgóða
Campo Viejo. Reserva þýðir að
vínið hefur fengið að eldast
í tvö ár, þar af eitt ár á
eikartunnu. Eikarkeimurinn
er líka vissulega til staðar
í þessu víni, sem og van-
illa sem kemur líka frá
eikinni. Það er mjúkt með
meðalfyllingu og þroskuðu
tanníni sem hittir beint í
mark. Léttur berjaávöxtur,
greinileg kirsuber og
skemmtilega kryddaður
eftirkeimur. Þetta er flott
vín með páskalambinu.
Frakkland, Futs de Chene 2008
13,5%
Verð 2.399 kr.
Lífrænt ræktað vín frá Rous-
sillion-héraðinu í frönsku Kata-
lóníu. Framleitt í smáum stíl af
vínbónda sem passar vel upp
á allt framleiðsluferlið og
notast við hefðbundnar að-
ferðir. Það er kröftugt með
góðri fyllingu. Kryddaður
keimur, jafnvel pipraður,
og dökkur ávöxtur. Ungt og
sýruríkt sem gefur ferskan
blæ. Það er tannínríkt og því
er afar mikilvægt að umhella
víninu á karöflu og leyfa því
aðeins að anda áður en það
er drukkið. Gott til drykkjar núna og líka
frábært til geymslu. Vín sem eldist vel.
Rauðvíni
hellt í glas
Hvernig veistu hvort rauðvínið sem þú ert að
drekka er gott eða ekki?
S
varið er einfalt. Annað
hvort finnst þér það gott
eða ekki. Alveg sama
hvað hver segir, þín upp-
lifun er það eina sem
skiptir máli. Þetta er bara spurning
um að treysta eigin dómgreind. Og
kannski sakar ekki að þekkja nokk-
ur af þeim atriðum sem vert er að
hafa í huga þegar tappi er tekinn
úr flösku.
Ef flöskunni er lokað með
korki skaltu skoða og lykta af
korkinum. Þetta er ekki gert
til að dásama lyktina af góðu
rauðvíni heldur til að fullvissa
sig um að korkurinn sé ekki
myglaður og vínið þar af leið-
andi „korkað“ og ónýtt. Því næst
getur borgað sig að umhella vín-
inu í karöflu. Þetta á þó alls ekki
við um öll vín og á aðallega við um
eldri vín til að forðast að fá setlög-
in úr flöskunni með og líka ef um
yngri tannínrík vín er að ræða því
súrefni binst við tannínið og hjálpar til
við að losa um bragðið af víninu.
Þegar víninu hefur verið hellt í glas
skaltu fyrst skoða litinn. Litur rauðvíns breyt-
ist eftir því sem það eldist. Ungt rauðvín hefur
fjólubláan lit, sem svo dökknar og roðnar með
aldrinum, og eldra vín er brúnleitt. Síðan skaltu
lykta af víninu. Lyktin segir þér meira til um
gæði vínsins en bragðið. Lyktarskynið greinir
á milli hundraða lyktarafbrigða en þú skynjar
bara fjórar grunnbragðtegundir, súrt, sætt,
beiskt og salt (það er samt ekkert salt í víni og
því þarftu ekkert að hugsa meira um það). Taktu
þér tíma við að lykta. Hristu aðeins upp í víninu
og leyfðu ilminum að brjótast fram. Hugsaðu um
lyktina sem þú finnur og reyndu að greina hana.
Það er ekki einfalt að lýsa lykt og krefst æfingar
en það er gaman að prófa.
Þá er komið að því að bragða á víninu. Taktu
lítinn sopa og leyfðu því að fljóta í 4-5 sekúndur
í gegnum munninn þannig að allir bragðlaukar
tungunnar komist í snertingu við vínið. Reyndu
að finna hvort það hefur sætan eða beiskan
keim, hversu mikil sýra og ávöxtur er í því og
ekki síst skaltu finna fyrir tanníninu, sem er
ekki bragð heldur snerti tilfinning í gómnum og
á tungunni. Of mikið tannín, sérstaklega í ungu
víni, þurrkar upp munninn og gerir hann staman
þannig að þú munt eiga erfitt með að greina aðra
eiginleika vínsins.
Að lokum, og jafnframt það mikilvægasta, er
eftirbragðið. Er gott jafnvægi í víninu þannig að
enginn einn þáttur yfirgnæfir annan? Hversu
lengi varir eftirbragðið? Eitt helsta einkenni
gæðavíns er langt og gott eftirbragð sem getur
varað allt upp í þrjár mínútur. Njóttu sopans
smástund og hugsaðu um og greindu eiginleika
vínsins sem þú varst að bragða. Miðaðu þetta við
þinn eigin smekk og þú getur ekki klikkað.
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
Fjögur góð með páskalambinu
Við mælum óhikað með þessu fjögurra stjörnu rauðvíni
með páskalambinu í ár:
Pujol Cotes du Roussillon